Dómkirkjan

 

Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 7. september í messunni kl. 11. Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og kórstjóri og organisti er Kári Þormar. Æskulýðsleiðtogarnir okkar Ólafur Jón og Siggi Jón verða með skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/9 2014

Sunnudagaskólinn hefst sunnudaginn 7. september.

Næstkomandi sunnudag, 7. september hefst sunnudagaskólinn kl. 11 í Dómkirkjunni. Æskulýðsleiðtogarnir okkar þeir Óli Jón og Siggi Jón sjá um fræðslu og skemmtun fyrir börnin á kirkjuloftinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/9 2014

Kveðjumessan hennar séra Önnu Sigríðar var síðastliðinn sunnudag. Að lokinni messu var haldið í safnaðarheimilið þar sem boðið var upp á messukaffi og kræsingar. Guðrún Gísladóttir varaformaður sóknarnefndar flutti ávarp, þar sem hún þakkaði Önnu Sigríði fyrir sitt góða starf og færði henni gjöf. Séra Hjálmar, séra Vigfús Þór og Geir R. Tómasson tóku einnig til máls. Þetta var yndislegur dagur og þökkum við öllu því góða fólki sem gerði sitt til að hann tækist svona vel. Séra Anna Sigríður, Dómkórinn, Kári, Hjálmar, Hrafnhildur og Signý, fínu ræðumennirnir, kökumeistarar og þið sem komu. Kæra Anna okkar við þökkum þér fyrir allt og allt, njóttu lífsins í Svíðþjóð og við hlökkum til að sjá þig

 

veðjumessan hennar séra Önnu Sigríðar var síðastliðinn sunnudag. Að lokinni messu var haldið í safnaðarheimilið þar sem boðið var upp á messukaffi og kræsingar. Guðrún Gísladóttir varaformaður sóknarnefndar flutti ávarp, þar sem hún þakkaði Önnu Sigríði fyrir sitt góða starf og færði henni gjöf. Séra Hjálmar, séra Vigfús Þór og Geir R. Tómasson tóku einnig til máls. Þetta var yndislegur dagur og þökkum við öllu því góða fólki sem gerði sitt til að hann tækist svona vel. Séra Anna Sigríður, Dómkórinn, Kári, Hjálmar, Hrafnhildur og Signý, fínu ræðumennirnir, kökumeistarar og þið sem komu. Kæra Anna okkar við þökkum þér fyrir allt og allt, njóttu lífsins í Svíðþjóð og við hlökkum til að sjá þig

IMG_8075IMG_2037IMG_2036IMG_8114IMG_8115IMG_8117 IMG_8121IMG_8125IMG_8144IMG_8145IMG_8142IMG_8137IMG_8140IMG_8101 IMG_8113 IMG_8111 IMG_8096 IMG_8099 IMG_8089 IMG_8085

Laufey Böðvarsdóttir, 2/9 2014

Bæna-og kyrrðarstund í dag, þriðjudag.

Bæna-og kyrrðarstund í dag, þriðjudag. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að bænastund lokinni. Við höfum í nokkur skipti fengið góða sjálfboðaliða til að matreiða.  Þær Ásta, Katrín og Jóna Matthildur hafa komið  og í dag er það Ólöf Sesselja sem eldar eitthvað gott handa þessum trúfasta bænahóp. Allir eru velkomnir og fyrirbænir má hringja inn í síma 520-9700. Þökkum sjálfboðaliðunum okkar fyrir þeirra góðu  hjálp.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/9 2014

Kveðjumessa séra Önnu Sigríðar sunnudaginn 31. ágúst

Kveðjumessa séra Önnu Sigríðar  verður nk.sunnudag 31. ágúst kl 11.  Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Messukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar við Vonarstræti.  Verið  hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/8 2014

Bænastund í hádeginu á morgun, þriðjudag kl 12:10. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu við Vonarstræti að bænastund lokinni. Við fáum “gestakokk” sem ætlar að elda eitthvað gómsætt handa hópnum. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/8 2014

Séra Skírnir Garðarsson prédikaði og þjónaði við guðþjónustu í Dómkirkjunni. Hér er hann ásamt konu sinni Sigrúnu Davíðs, séra Hjálmari og Hrafnhildi kirkjuverði, öll ánægð að lokinni góðri guðþjónustu.

10624718_10152639394720396_1509942345786604164_n

Laufey Böðvarsdóttir, 25/8 2014

Það var létt yfir þeim séra Skírni og Hrafnhildi kirkjuverði í skrúðhúsi Dómkirkjunnar.

10424246_10152639414355396_3704749147407289048_n

Laufey Böðvarsdóttir, 25/8 2014

Góður dagur að kvöldi komin, það var mikil tónlistarveisla í Dómkirkjunni í dag. Fyrst var Guðrún Árný ásamt hljómsveit, Jógvan Hanssen söngvari var leynigestur, full kirkja og skemmtilegt. Seinna um kvöldið var Hallveig Rúnarsdóttir sópran söngkona, Hrönn Þráinsdóttir og leynigestirnir Maríus Sverrisson og Diljá Sigursveinsdóttir. Fjörið hélt áfram, frábærir tónleikar, það voru ánægðir tónleikagestir sem fóru út í náttmyrkrið til þess að njóta flugeldasýningarinnar. Þökkum öllu þessu góða tónlistarfólki fyrir fagra tóna.

1937485_10152638374010396_8148018104898188823_n

Laufey Böðvarsdóttir, 25/8 2014

Séra Skírnir Garðarsson prédikar og þjónar fyrir altari á morgun sunnudag 24. ágúst kl. 11:00. Kammerkór Dómkirkjunar syngur og organisti er Kári Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/8 2014

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...