Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Einar Gottskálksson les upphafsbæn. Skemmtilegt og fræðandi barnastarf á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Karlakór KFUM syngur undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttir. Sigurbjörn Þorkelsson og Elísa Schram lesa ritningarlestrana. Daníel Steingrímsson, Áslaug Haraldsdóttir og Kristín Bjarnadóttir lesa almenna kirkjubæn. Messukaffi.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/11 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2014
Eyþór Fransson Wecner lék listavel á orgelið í Dómkirkjunni í gær. Tónkistardagar Dómkirkjunnar halda áfram, í kvöld eru það Diddú og Jónas Ingimundarson. Verið velkomin
Laufey Böðvarsdóttir, 4/11 2014
Mist Þrastardóttir, Geir. R. Tómasson og séra Sveinn Valgeirsson.

Við allra heilagra messu í gær í Dómkirkjunni lásu Mist Þrastardóttir og Geir R. Tómasson ritningarlestrana, fulltrúar elstu og yngstu kynslóðanna. Mist mun fermast næsta vor, en Geir sem er 98 ára var fermdur af séra Bjarna Jónssyni í Dómkirkjunni árið 1930. Tónlistardagar Dómkirkjunnar hófust í gær og í messunni voru frumflutt tónverk ungra tónskálda, verkin “Sálmur 100″ eftir Ásbjörgu Jónsdóttur og “Treystu Drottni” eftir Soffíu Björg Óðinsdóttur. Hin aldna dómkirkja er býður ætíð unga sem aldna velkomna
Slóðin: http://ruv.is/sarpurinn/gudsthjonusta-i-domkirkjunni-i-reykjavik/02112014
Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2014
Séra Þórir Stephensen, fyrrum dómkirkjuprestur prédikar í Mosfellskirkju í Grímsnesi sunnudaginn 2. nóvember kl. 14.
Afi Þóris Stefán Stephensen þjónaði þar á árum áður.
Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2014
Það er margt á döfinni hjá okkur í Dómkirkjunni. Á morgun fáum við konur úr kvenfélagi Laugdæla í heimsókn, það verður ánægjulegt að fá góða gesti austan úr sveitum. Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup ætlar að sýna gestunum kirkjuna og segja sögur.
Á sunnudag er messa kl.11 og upphaf tónlistardaga Dómkirkjunnar. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Ritningarlestrana lesa þau Mist Þrastardóttir og Geir R. Tómasson. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar, á básúnur leika Einar Jónsson og Guðmundur Vilhjálmsson og á trompet Jóhann Stefánsson og Óðinn Melsted. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Frumflutt verða verkin Davíðssálmur 100 eftir Ásbjörgu Jónsdóttur og Treystu Drottni eftir Soffíu Björgu Óðinsdóttir.
Á sunnudagskvöldið kl. 20 flytur Dómkórinn Requiem eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré, ásamt smáverki hans Cantique de Jean Racine.
Einsöngvarar: Fjölnir Ólafsson, barítón, og Hallveig Rúnarsdóttir, sópran.
Orgel: Lenka Mátéová
Stjórnandi: Kári Þormar
Miðaverð: 3000 kr. / 2.500 kr. í forsölu hjá kórfélögum.
Laufey Böðvarsdóttir, 31/10 2014
2. nóvember kl.11
Hátíðarmessa í Dómkirkjunni
2. nóvember kl. 20
Tónleikar í Neskirkju
Dómkórinn í Reykjavík flytur Requiem eftir G.Fauré
Einsöngvarar: Fjölnir Ólafsson og Hallveig Rúnarsdóttir
Orgel: Lenka Mateóva
Stjórnandi: Kári Þormar
3. nóvember kl. 20
Orgeltónleikar í Dómkirkjunni
Eyþór Franzson Wechner
4. nóvember kl. 20
Einsöngstónleikar
Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimundarson
9.nóvember kl.11
Messa
9.nóvember kl.17
Brass og orgel
Jóhann Stefánsson, trompet
Óðinn Melsted, trompet
Einar Jónsson, básúna
Guðmundur Vilhjálmsson, básúna
Kári Þormar, orgel
12.nóvember kl. 20
Lokatónleikar
Frumflutningur á 6 nýjum íslenskum verkum eftir:
Árna Berg Zoëga
Ásbjörgu Jónsdóttur
Bergrúnu Snæbjörnsdóttur
Georg Kára Hilmarsson
Soffíu Björgu Óðinsdóttur
Örn Ými Arason
Flytjendur eru: Dómkórinn í Reykjavík
Stjórnandi Kári þormar
Frumflutningur á Stabat Mater eftir JónasTómasson
Hanna Dóra Sturludóttir, messósópran
Ármann Helgason, klarinett
Kjartan Óskarsson, klarinett
Sigurður Snorrason, klarinett
Styrktaraðilar: Tónmenntasjóður Kirkjunnar
Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2014
Sunnudaginn 2. nóvember kl. 20 flytur Dómkórinn í Reykjavík hið ástsæla Requiem franska tónskáldsins Gabriel Fauré. Tónleikarnir, sem verða í Neskirkju, eru hluti af Tónlistardögum Dómkirkjunnar 2014, en þeir standa frá 2. til 12. nóvember. Að auki flytur kórinn smáverkið Cantique de Jean Racine sem er einnig eftir Fauré.
Á tónleikunum mun kórinn syngja undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Á orgelið leikur Lenka Mátéová en söngvarar eru Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Fjölnir Ólafsson barítón. Hallveig hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2013 sem söngkona ársins og hefur Fjölnir unnið til fjölda verðlauna erlendis þrátt fyrir ungan aldur.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2014