Jólafundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í gær, skemmtilegur félagsskapur og góðar veitingar. Ólöf Sesselja og Lilja léku dásamlega falleg lög fyrir okkur, takk fyrir.
Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 9/12 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 7/12 2014
Dagskráin á aðventu og jólum.
Annan sunnudag í aðventu, 7. desember
Messa kl. 11:00, séra Hjálmar Jónsson prédikar. Barnastarf á kirkjuloftinu.
Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar kl. 14:00, Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.
Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja.
Aðventukvöld kl. 20.00, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytur hugleiðingu. Arngunnur Árnadóttir, klarínetta og Laufey Jensdóttir, fiðla flytja Sónötu TWV eftir Telemann. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar.
Þriðja sunnudag í aðventu, 14. desember
Norsk messa kl. 11:00, sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Barnastarf á kirkjuloftinu.
Prestsvígsla kl. 14:00
Kolaportsmessa kl. 14:00 Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving syngja.
19. desember
Jólamessa Menntaskólans í Reykjavík kl. 14:00 séra Hjálmar Jónsson.
Fjórða sunnudag í aðventu, 21. desember
Messa kl. 11.00, sr. Hjálmar Jónsson prédikar, barnastarf á kirkjuloftinu.
Æðruleysismessa kl. 20:00, séra Karl. V. Matthíasson, séra Sveinn Valgeirsson og Fritz Már Jörgensson.
Aðfangadagur jóla, 24. desember
Dönsk messa kl. 15:00
Aftansöngur kl. 18:00 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari.
Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar.
Miðnæturmessa kl. 23:30 sr. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar
Hamrahlíðarkórinn syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Jóladagur 25.desember
Hátíðarmessa kl. 11.00, frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari.
Annar dagur jóla 26. desember
Messa kl. 11:00, sr. Sveinn Valgeirsson, prédikar
Sunnudagur milli jóla og nýárs, 28. desember
Messa kl. 11.00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar
Gamlársdagur 31. desember
Aftansöngur kl. 18:00, sr. Hjálmar Jónsson prédikar
Nýársdagur 1. janúar
Hátíðarmessa kl. 11 Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar
séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjóna fyrir altari
Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2014
Næstkomandi sunnudag verður messa kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Aðventu guðþjónusta Kvennakirkjunnar er kl. 14. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stýrir söngnum og kvennakirkjukonur syngja. Aðventukvöld kl. 20, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytur hugleiðingu. Arngunnur Árnadóttir, klarínetta og Laufey Jensdóttir, fiðla flytja Sónötu TWV eftir Telemann. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar. Smákökur og kaffi í safnaðarheimilinu.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/12 2014
Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2014
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra verður ræðumaður á aðventukvöldi Dómkirkjunnar á sunnudaginn kl. 20. Arngunnur Árnadóttir leikur á klarinett og Laufey Jensdóttir á fiðlu. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Dómkirkjuprestarnir séra Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson. Kaffi og jólasmákökur í safnaðarheimilinu. Hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2014
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi