Brottför i vorferðina kl 10 á morgun, fimmtudag frá Umferðamiðstöðinni.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2015
Nú er bara að skella sér í bæinn og koma í 11 messuna.
Vorferðin verður farin á fimmtudaginn til Vestmannaeyja.
Búið er að opna Landeyjarhöfn ;-)
Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup. Farið verður frá Reykjavík klukkan 10 stundvíslega svo við náum í Landeyjarhöfn á réttum tíma. Margt áhugavert og skemmtilegt að sjá i Eyjum, endum síðan á kvöldverði í Fákaseli í Ölfusi. Nánari upplýsingar og skráning hjá Laufeyju i síma 898-9703 eða á laufey@domkirkjan.is Skráningu lýkur á morgun, mánudag.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/5 2015
Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 3. maí kl.11. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.Verið hjartanlega velkomin.
Sunnuudagaskólinn er kominn í sumarfrí, byrjar aftur í haust.
Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2015
Dómkórinn heldur tónleika í kvöld í Seltjarnarneskirkju. Þeir eru haldnir í kjölfar ferðar kórsins til Lissabon nú í apríl þar sem hann hélt tónleika í São Domingos kirkjunni. Tónleikarnir tókust vel og var sungið fyrir fullri kirkju sem tekur um 600 manns í sæti.
Efnisskráin á tónleikunum í Seltjarnarneskirkju er sú sama og í Lissabon en á henni er margvísleg kirkjutónlist eftir íslensk og erlend tónskáld, gamlar perlur og splunkuný verk.
Miðaverð: 1500 kr.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2015
Það er ljúft að njóta Bachs á þriðjudagskvöldum í Dómkirkjunni 20:30-21:00.
Píanóleikarinn Ólafur Elíasson leikur nokkrar af 48 prelódíum og fúgum Bachs á flygilinn í Dómkirkjunni öll þriðjudagskvöld.
Aðgangur ókeypis.
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar píanóleikara á Íslandi en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, m.a. við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Hægt er að hlusta á upptökur með píanóleik Ólafs á Soundcloud:
Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 28/4 2015
Síðasta prjónakvöld vetrarins í kvöld kl. 19:00 í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Séra Þórir Stephensen fyrrverandi dómkirkjuprestur ætlar að segja nokkrar gamansögur.
Nokkrar konur standa að prjónakvöldunum mánaðarlega yfir vetrarmánuðina í safnaðarheimilinu. Þetta eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Á þessi kvöld koma ungir sem aldnir, karlar og konur. Konurnar selja súpu, kaffi og sætmeti og gefa það sem safnast til fegrunar Dómkirkjunnar
Laufey Böðvarsdóttir, 27/4 2015
Nú styttist í vorferð Dómkirkjunnar. Stefnan er sett á Vestmannaeyjar fimmtudaginn 7. maí.
Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup. Farið verður frá Reykjavík klukkan 10 stundvíslega svo við náum í Landeyjarhöfn á réttum tíma. Margt áhugavert og skemmtilegt að sjá i Eyjum, endum síðan á kvöldverði í Fákaseli í Ölfusi. Nánari upplýsingar og skráning hjá Laufeyju i síma 898-9703 eða á laufey@domkirkjan.is
Hér eru myndir frá Opna húsinu í liðinni viku, þegar hjónin i Annriki komu og fræddu okkur um þjóðbúninga og fleira skemmtilegt. Næsta Opna hús er fimmtudaginn 30. apríl, en þá er gestur okkar séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. Hjartanlega velkomin
Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2015
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi