Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2015
Nýtt lag við bæn Gísla á Uppsölum „Gef mér kærleik“ verður flutt af Ásbjörgu Jónsdóttur höfundi þess í æðruleysismessu í Dómkirkjunni sunnudaginn 19. apríl kl. 20.00. Fritz Már Jörgenson predikar, Karl V, Matthíasson leiðir messun og Sveinn Valgeirsson fer með bænina. Ástvaldur Traustason spilar undir söng. Þá syngur Ásbjörg einnig önnur lög.
Að venju mun svo einn úr hópii kirkjugest deila með okkur reynslu sinni. Æðruleysismessurnar eru fullar af gleði, von og bjartsýni. Reynslan sýnir að þessar messur eru mjög uppörvandi og gefandi. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2015
Messa kl. 11. Heimsókn frá Eyarabakkaprestakalli.
Séra Jón Dalbú Hróbjartsson settur sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli prédikar, séra Sveinn Valgeirsson og séra Anna Sigríður Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Kórar Stokkseyrar- og Eyrarbakkasókna syngja undir stjórn Hauks A. Gíslasonar organista. Barnastarfið í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar. kaffi og kleinur í Safnaðarheimilinu að messu lokinni. Æðruleysismessa kl. 20. Fritz Már Jörgensson prédikar. Ástvaldur Traustason leikur á flygilinn.
Laufey Böðvarsdóttir, 16/4 2015
Á morgun, fimmudag verða gestir okkar í Opna húsinu hjónin í Annríki en þau sérhæfa sig í öllu er viðkemur íslenskum þjóðbúningum. .
Ásmundur Kristjánsson er vélvirki og gullsmiður og Guðrún Hildur Rosenkjær er klæðskera- og kjólameistari og sagnfræðinemi.
Sjáumst á morgun, kaffi og vöfflur og skemmtileg samvera.
Opna húsið er frá 13:30-15:30.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/4 2015
Aðalsafnaðarfundur
Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn sunnudaginn 26. apríl 2015 í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a og hefst að lokinni messu kl. 12:15.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf:
Önnur mál.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2015
Messuni í dag var útvaroað hér er linkur á hana: http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/gudsthjonusta-i-domkirkjunni/20150412



Laufey Böðvarsdóttir, 12/4 2015
Messa sunnudaginn 12. apríl kl. 11:00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Egill Arnarsson og Hildur Heimisdóttir lesa ritningarlestrana. Ólafur Jón Magnússon les bæn í messubyrjun.
Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2015