Dómkirkjan

 

Minni á að mánudaginn 25. janúar er fyrsta prjónakvöld ársins hjá okkur í Dómkirkjunni. Það byrjar kl. 19 í Safnaðarheimilinu með súpu og kaffisopa. Nánar auglýst síðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2016

Við upphaf Alþjóðlegrar, samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar verður útvarpað guðsþjónustu frá Dómkirkjunni sunnudaginn 17. janúar kl. 11 Guðsþjónustan, sem er á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélag á Íslandi, leiða fulltrúar þjóðkirkjunnar í nefndinni, prestarnir Sveinn Valgeirsson og María Ágústsdóttir. Ræðumaður er Ólafur Knútsson, prestur Íslensku Kristskirkjunnar. Fulltrúar kristinna trúfélaga lesa lestra og bænir. Kári Þormar leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu í umsjón Óla og Sigga. Allir hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2016

Það verða fagnaðarfundir á morgun, fimmtudag þegar Opna húsið byrjar aftur í Safnaðarheimilinu eftir jólafrí. Karl Sigurbjörnsson, biskup rabbar um kerlingabækur og hindurvitni. Veislukaffi að hætti Ástu okkar. Sjáumst kl. 13:30. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/1 2016

Verið velkomin á bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2016

Hvernig væri að skella sér með ungana í sunnudagaskólann á sunnudag og eiga fallega og skemmtilega gæðastund saman. Sumir eru fjölmennir og fjörugir aðrir litlir og persónulegir. Hvenær er sunnudagaskóli/barnastarf í þinni sóknarkirkju? Í sunnudagaskólanum erum við í sjöunda himni! Komdu með! Sjáumst í Dómkirkjunni kl. 11 á sunnudag, Óli og Siggi á kirkjuloftinu með barnastarfið. Séra Hjálmar Jónsson prédikar, organisti er Bjarni Jónatansson og Dómkórinn syngur.

12509645_806027179519554_5512920349302645135_n

Laufey Böðvarsdóttir, 9/1 2016

IMG_3923IMG_3926

IMG_3940

IMG_3949

IMG_3950

IMG_3960

IMG_3985

IMG_4001

IMG_4007

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2016

Opna húsið byrjar fimmtudaginn14. janúar kl. 13.30

Messa sunnudaginn 10. janúar kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bjarni Jónatansson er organisti Dómkórinn syngur. Barn borið til skírnar og barnastarfið á kirkjuloftinu með Óla og Sigga. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2016

Í dag þriðjudag er fyrsta þriðjudags bæna-og kyrrðarstundin á nýju ári í Dómkirkjunni. Hádegisverður að hætti Ástu okkar í safnaðarheimilinu. Í kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20:30-21:00. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2016

Gleðilegt ár kæru vinir og verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

IMG_0847Gleðilegt ár kæru vinir og verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna. Á morgun 3. janúar er messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Ólöf Sesselja Óskarsdóottir og Árni Árnason lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur og organisti er Guðný Einarsdóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2016

Kæru vinir, athugið að næsta bæna-og kyrrðarstund verður þriðjudaginn 5. janúar.

Á gamlárskvöld er aftansöngur kl. 18 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar organisti.
Hátíðarmessa á nýjársdag kl. 11, þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar. Séra Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Jökull Freysteinsson sem fermist í vor í Dómkirkjunni ber inn krossinn.
Sunnudaginn 3. janúar messa kl. 11:00
Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Ólöf Sesselja og Árni Árnason lesa ritningarlestrana. Dómkórinn og organisti er Guðný Einarsdóttir.
Dómkirkjan óskar öllum blessaðrar og gleðilegrar jólahátíðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/12 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...