Dómkirkjan

 

Hvernig væri að skella sér með ungana í sunnudagaskólann á sunnudag og eiga fallega og skemmtilega gæðastund saman. Sumir eru fjölmennir og fjörugir aðrir litlir og persónulegir. Hvenær er sunnudagaskóli/barnastarf í þinni sóknarkirkju? Í sunnudagaskólanum erum við í sjöunda himni! Komdu með! Sjáumst í Dómkirkjunni kl. 11 á sunnudag, Óli og Siggi á kirkjuloftinu með barnastarfið. Séra Hjálmar Jónsson prédikar, organisti er Bjarni Jónatansson og Dómkórinn syngur.

12509645_806027179519554_5512920349302645135_n

Laufey Böðvarsdóttir, 9/1 2016

IMG_3923IMG_3926

IMG_3940

IMG_3949

IMG_3950

IMG_3960

IMG_3985

IMG_4001

IMG_4007

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2016

Opna húsið byrjar fimmtudaginn14. janúar kl. 13.30

Messa sunnudaginn 10. janúar kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Bjarni Jónatansson er organisti Dómkórinn syngur. Barn borið til skírnar og barnastarfið á kirkjuloftinu með Óla og Sigga. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/1 2016

Í dag þriðjudag er fyrsta þriðjudags bæna-og kyrrðarstundin á nýju ári í Dómkirkjunni. Hádegisverður að hætti Ástu okkar í safnaðarheimilinu. Í kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20:30-21:00. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/1 2016

Gleðilegt ár kæru vinir og verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

IMG_0847Gleðilegt ár kæru vinir og verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna. Á morgun 3. janúar er messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Ólöf Sesselja Óskarsdóottir og Árni Árnason lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur og organisti er Guðný Einarsdóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/1 2016

Kæru vinir, athugið að næsta bæna-og kyrrðarstund verður þriðjudaginn 5. janúar.

Á gamlárskvöld er aftansöngur kl. 18 séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar organisti.
Hátíðarmessa á nýjársdag kl. 11, þar sem frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikar. Séra Hjálmar Jónsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Jökull Freysteinsson sem fermist í vor í Dómkirkjunni ber inn krossinn.
Sunnudaginn 3. janúar messa kl. 11:00
Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Ólöf Sesselja og Árni Árnason lesa ritningarlestrana. Dómkórinn og organisti er Guðný Einarsdóttir.
Dómkirkjan óskar öllum blessaðrar og gleðilegrar jólahátíðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/12 2015

Heilög jól – snertiflötur himins og jarðar

Aftansöngur aðfangadags jóla í Dómkirkjunni
Heilög jól – snertiflötur himins og jarðar
Okkur skín ljós, það er ljós helgrar hátíðar, jólin komin með birtuna og hlýjuna. Þau koma alltaf – hvort sem trúin er sterk eða veik, hvort sem trúin er einhver eða engin þá getum við sameinast í hátíðinni. Við erum manneskjur og manneskjuleg. Við látum mismun og ágreining niður falla, en göngum til hátíðar með hógværð í sinni og gleði í hjarta. Við fylgjum fyrstu jólagestunum að jötu Jesúbarnsins bæði hinum viðurkenndu gáfumönnum, vitringunum og þeim sem gættu fjárins í nóttinni, fjárhirðunum, sem urðu hræddir við engilinn. Auðvitað brá þeim, ekki voru þeir vanir samskiptum við engla.
Læknirinn Lúkas
Þessi saga, jólaguðspjallið, er einstök. Læknirinn Lúkas gerðist kristinnar trúar. Og hann skrifaði guðspjallið til þess að við ættum auðveldara með að trúa. Hann var ekki sjónarvottur. Fæstum dettur það í hug. Og fæstum finnst það skipta máli. Ekki kom hann að luktum dyrum gistihúsanna í Betlehem. Hann sat ekki sjálfur hjá hjarðmönnum á Betlehemsvöllum, hann þekkti ekki þessa vitringa úr Austurlöndum. Lúkas ritaði alllöngu síðar og hann er ekki öruggur á ártölum. Það er öllum ljóst sem rannsaka ritningarnar. Hann segir myndræna, lifandi sögu um kviknað líf, um fæðingu Jesú. Hann ritar til þess að setja umgjörð um það sem hefur haft meiri áhrif á heiminn en nokkur annar einstakur atburður í sögu mannkynsins. Það er engin tilviljun að stærstur hluti heimsins skiptir tímatalinu í „fyrir og eftir fæðingu Krists.“ Kristur og trúin á hann hafa miklu breytt í heiminum. Þess vegna eigum við þennan helga texta. Þess vegna var hann ritaður. Læknirinn Lúkas vildi hjálpa Drottni sínum að lækna heiminn. Læknar vinna mikilvæg störf og læknirinn sem skrifaði jólaguðspjallið var að skrifa lyfseðil fyrir mannkynið með þessari sögu. Lyfseðla hefur víst stundum verið erfitt að lesa, en ekki þennan. Hér segir frá einföldu lífi fábrotins fólks sem lifði lífi sínu í þröngum aðstæðum. Allir geta skilið. Veðurfræðingurinn knái hitti naglann á höfuðið um daginn þegar hann sagði: „Þeir skilja sem vilja.“
Litla þjóðin með stóru orðin
Sjálfsagt er það bæði verðugt og merkilegt rannsóknarefni hvers vegna jólahátíðin er svona sterk og hefur svona mikil áhrif vítt um heiminn. Það er áreiðanlega ekki vegna þess að fyrir kristnitöku hafi heiðnir menn haldið jólablót. Það er vegna hans sem fæddist inn í mannheim, það sem bar til „um þessar mundir“ eins og Lúkas segir. Það er líka merkilegt hvernig hátíðin nær að sameina okkur, Íslendinga, sem keppumst stundum við að vera ósammála; Sameina okkur, þessa litlu þjóð, sem notar svo stór orð.
Snertiflötur himins og jarðar
En nú erum við ekki að hugsa um slíkt. Nú eru jól og við fögnum þeim saman.
“Jólin eru sá tími þegar Guð og mennirnir skilja hvorir aðra”, sagði Kaj Munk. Í boðskap jólanna er mildin og miskunnsemin, krossinn og kærleikurinn.
Vissulega sjá ekki allir ljósið í myrkrinu. Sumir geta ekki hrifist með, lifna ekki til vitundar um að jólin séu annað en umbúðir. Það eru auðvitað umbúðir. Jesús var vafinn reifum og honum voru færðar gjafir. Og við höfum mikinn viðbúnað, fullt af umbúðum til að geta glaðst næstu dagana. Ekki neita ég því að mér finnist á aðventunni jólalögin vera óttaleg síbylja. Þó fréttir maður stundum af nýjungum, barn söng um daginn, hástöfum: „Mamma er enn í eldhúsinu – eitthvað að fá sér mat.“
Gegnum allt tilstandið, það sem er að gerast í jólahaldinu, í öllu sem á sér stað beint og óbeint, leynt og ljóst, er ákveðin merking. Kristur er að senda þér skilaboð: „Svona á þér alltaf að líða. Svona vil ég að heimurinn þinn sé.“ Heimurinn færist svolítið til samræmis við markmið Guðs með hann. Þetta er lífið sem hann vill gefa, þetta er hugarfarið sem er drifkraftur kristninnar. Þannig eru jólin hátíðin sem breytir heiminum – af því að þau breyta okkur.
En nú er að fleiru að hyggja. Við vitum það ofur vel að skuggalaust líf er ekki til. Stundum verður dimmt í heiminum okkar og í lífi okkar. Við getum mætt erfiðleikum, gengið gegnum breytingar, sem breyta tilfinningu okkar fyrir jólunum.
Þetta þekkja t.d. þau sem fóru í kirkjugarðinn í heimabyggð sinni í dag eða gær eða á liðnum vikum. Minningarnar um þá sem hafa kallast frá okkur eru svo sterkar núna. Allt minnir á. Þú, sem minnist og saknar, þú átt hug okkar og hluttekningu. Líf okkar allra á sama snertiflötinn í kvöld.: Í kvöld snertir okkur djúpt söknuður ykkar eftir þeim sem ekkert kemur í staðinn fyrir. Megi ljós jólanna lýsa ykkur og öllum þeim hinum sem eru harmi slegin. Kristur vill vera þér nærri – og engum nær, hvað sem öllum hindrunum líður.
Kristur hjá okkur
Kristur sjálfur og boðskapur hans hefur vissulega mætt mörgum hindrunum á þessum tvöþúsund árum. Hann er þó hér enn, og trúin á hann sækir á í heiminum, þótt við og hin gamla Evrópa séum víst á báðum áttum. Kristi er fagnað sem „konungi lífs vors og ljóss“ – og einnig sem þeim er skilur hinn smæsta af öllum þeim smáu – því að hann hefur verið það sjálfur. Hann fæddist fátækur en hefur auðgað heiminn meir en annað. Ekkert veit ég fegurra sem snerti líf okkar en jólin og hinn kristni boðskapur þeirra. Og sá boðskapur er fyrst og fremst fólginn í þeirri sannfæringu að hið góða sigri. Að það eigi ítök í okkur – og að kærleikskraftur Guðs geti leyst úr læðingi og virkjað miklu meiri krafta í mannheimi en ennþá er raunin. Mér finnst ekkert að gerast merkilegra í heiminum en það sem kristin trú boðar, engin skærari vonarljós tendruð, bjartari hugsjónir vaktar en þær sem eru kjarninn í kristinni trú. Ég veit ekkert sannara en jólin.
Markmið trúarinnar er líf í kærleika, í sátt og í friði. Jólin vilja skila því til þín að Guð er sáttur við þig.
Hvað sem er á undan gengið í þínu lífi, – vertu viss um að Guð hefur engar sakir á hendur þér. Þú ert hans elskað barn, hann gerir engan fyrirvara, setur engin skilyrði. Þú þarft ekki að draga með þér þungar byrðar, – ekki eftirsjá, ekki harm, engar brostnar vonir. Þú átt framtíð fyrir þér, vegur þinn er greiður. Og framtíðin er hafin. Gleðileg jól í Jesú nafni. Ég segi aftur, gleðileg jól.
AMEN.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/12 2015

Helgihald um jólin er með hefðbundnum hætti. Aftansöngurinn í Dómkirkjunni kl. 18 á aðfangadagskvöld lýkur upp hliðum hátíðarinnar fyir landsmönnum. Þá verður heilagt þegar klukknahljómurinn úr turni Dómkirkjunnar berst yfir landið á öldum ljósvakans. Að þessu sinni prédikar sr. Hjálmar Jonsson og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Á jólanótt klukkan hálf tólf er miðnæturguðsþjónusta. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar. Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11. séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar. Á annan jóladag er messa kl. 11. Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar Sunnudaginn 27. desember kl. 11 séra Hjálmar Jónsson prédikar.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2015

Gleðileg jól kæru vinir, hér er endurminning séra Bjarna Jónssonar dómkirkjuprests frá jólum.

​Nokkru eftir að búðunum var lokað barst ómurinn frá kirkjuklukkunum. Hringt var til helgra jóla. ,, Það er byrjað að hringja” sagði fólkið. Gengið var til kirkju. Mér heyrist klukkur dómkirkjunnar segja: Gleðileg jól, gleðileg jól. – Kveikt var á kertaljósunum í kirkjunni og beið þyrpingin fyrir utan kirkjuna, meðan verið var að kveikja …. Dyrnar opnuðust. Kirkjan troðfylltist. Hvílík dýrðarbirta af hinum titrandi ljósum. Nú var það áreiðnalegt að jólin voru komin. Nú hljómuðu jólasálmarnir ,, Heim um ból, helg eru jól” ,, Í Betlehem er barn oss fætt”.. og þá sást oft brosið mæta tárinu, er sungið var: ,, Hvert fátækt hreysi höll nú er, þvi guð er sjálfur gestur hér”.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2015

Næsta bæna-og kyrrðarstund í hádeginu verður þriðjudaginn 5. janúar

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2015

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...