Dómkirkjan

 

Össur Skarphéðinsson verður gestur okkar á prjónakvöldi Dómkirkjunnar 25. janúar kl. 19. Súpa, kaffi og sætmeti. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2016

Æðruleysismessa, sunnudagskvöldið 24. janúar kl. 20:00. Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/1 2016

Opið hús í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar á morgun, fimmtudag kl. 13.30. Gestur okkar verður Árni Bergmann, rithöfundur, sem nefnir spjall sitt: Eigin sögur og annarra. Ég veit að við eigum aldeilis von á góðu!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/1 2016

1. sunnudagur í níuviknaföstu (septuagesimae) þann 24. janúar er messa kl. 11 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Skemmtilegt og fræðandi barna starf á kirkjuloftinu á sama tíma. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/1 2016

Kæru foreldrar og forráðamenn! Í kvöld, þriðjudag munum við m.a. bjóða upp á kvikmyndagetraun og kynna Febrúarmót í Vatnaskógi. Samveran endar á helgistund. Vonumst til að sjá sem flest fermingarbörn sem og þau sem hafa þegar fermst. Minni á heimasíðuna okkar ungdom.me fyrir þau sem hafa áhuga. Kær kveðja, Ólafur Jón Magnússon

Laufey Böðvarsdóttir, 19/1 2016

Skemmtileg vika framundan í Dómkirkjunni. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Alltaf gott að koma saman og njóta orða og tónlistar. Að stundinni lokinni er léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Unglingastarfið Ungdóm er með skemmtilega samveru frá 19.30-21.00 í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar eru í kirkjunni kl. 20.30.-21.00. Komið og njótið. Á fimmtudaginn fáum við góðan gest í Opna húsið kl. 13.30 en það er Árni Bergmann. Veislukaffi að hætti Ástu.
Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar við messuna sunnudaginn 24. janúar.
Hlökkum til að sjá ykkur

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2016

Minni á að mánudaginn 25. janúar er fyrsta prjónakvöld ársins hjá okkur í Dómkirkjunni. Það byrjar kl. 19 í Safnaðarheimilinu með súpu og kaffisopa. Nánar auglýst síðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2016

Við upphaf Alþjóðlegrar, samkirkjulegrar bænaviku fyrir einingu kristninnar verður útvarpað guðsþjónustu frá Dómkirkjunni sunnudaginn 17. janúar kl. 11 Guðsþjónustan, sem er á vegum Samstarfsnefndar kristinna trúfélag á Íslandi, leiða fulltrúar þjóðkirkjunnar í nefndinni, prestarnir Sveinn Valgeirsson og María Ágústsdóttir. Ræðumaður er Ólafur Knútsson, prestur Íslensku Kristskirkjunnar. Fulltrúar kristinna trúfélaga lesa lestra og bænir. Kári Þormar leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Skemmtilegt barnastarf á kirkjuloftinu í umsjón Óla og Sigga. Allir hjartanlega velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2016

Það verða fagnaðarfundir á morgun, fimmtudag þegar Opna húsið byrjar aftur í Safnaðarheimilinu eftir jólafrí. Karl Sigurbjörnsson, biskup rabbar um kerlingabækur og hindurvitni. Veislukaffi að hætti Ástu okkar. Sjáumst kl. 13:30. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/1 2016

Verið velkomin á bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...