Dómkirkjan

 

Sunnudaginn 7. ágúst kl. 11 prédikar Karl Sigurbjörnsson, biskup. Dómkórinn syngur og Helga Hjálmtýsdóttir les ritningarlestrana. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/8 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 31. júlí, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Douglas. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/7 2016

Sönghópurinn Fjárlaganefndin verður með tónleika í Dómkirkjunni í kvöld, föstudag kl. 20.00. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2016

Messa kl.11 sunnudaginn 24. júlí séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Lára Bryndís Eggertsdóttir er organisti og Dómkórinn syngur. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/7 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 17. júlí séra Hjálmar jónsson prédikar og þjónar, verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/7 2016

Séra Sveinn Valgeirsson sóknarpresturinn okkar er fimmtugur í dag 10. júlí. Sveinn heldur uppá daginnn með því að syngja messu í Dómkirkjunni í dag kl. 11. Séra Sveini og fjölskyldu hans óskum við allra heilla og hlökkum til að fagna með honum.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/7 2016

Kveðja frá síunga sóknarprestinum okkar honum séra Sveini Kæru vinir. Á sunnudaginn kemur, 10. júli, verð ég fimmtugur (og Biblíufélagið 201 en það er önnur saga). Ég ætla að halda uppá daginn með því að syngja messu í Dómkirkjunni kl. 11:00 og að henni lokinni verður kaffi og kleinur í Safnaðarheimilinu. Allir velkomnir; Gjafir óþarfar en bendi á Líknarsjóð Dómkirkjunnar eða Hjálparstarf kirkjunnar ef þú ætlar að koma og hefur óstjórnlega þörf til að eyða fé af þessu tilefni.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/7 2016

Gulli Björnsson er klassískur gítarleikari og tónskáld í meistaranámi við Yale School of Music í Bandaríkjunum. Hann verður með tónleika í Dómkirkjunni á morgun, miðvikudag í hádeginu Lögin eru eftir P. Glass, Van Stiefel og hann sjálfan. Verið velkomin, frítt inn.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/7 2016

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar við messa á sunnudaginn kl. 11. Fermd verður Carmen Inga Tryggvadóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/6 2016

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari við messu kl. 11 sunnudaginn 3. júlí, sem er sjötti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Félagar úr Dómkórnum leiða sönginn og organisti er Kári Þormar. Á morgun, þriðjudag er kyrrðarstund í hádeginu og matur og samvera í safnaðarheimilinu eftir hana. Um kvöldið er Ólafur Elíasson með sína vikulegu þriðjudags Bach tónleika í kirkjunni kl. 20.30-21.00. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/6 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS