Dómkirkjan

 

Helgi Skúli Kjartanssson var með frábæran fyrirlesur sl. fimmtudag. Þökkum honum kærlega fyrir komuna. Á fimmtudaginn fáum við Þorvald Friðriksson, fréttamann í Opna húsið. Hann ætlar að fjalla um keltnesk áhrif í íslenskri menningu, keltnesk orð í íslensku og keltnesk örnefni á Íslandi.

IMG_4580

IMG_4582

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2016

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari í dag kl. 11. Sunnudagskólinn á sama tíma, Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Bílastæðin við Þórshamar eru opin frá 10-13.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/3 2016

Kyrrðardagur í Dómkirkjunni, laugardaginn12. mars 2016 8.30-15. Samfylgd með Jóhannesi postula, 1. Jóhannesarbréf Víkurkirkja, fyrirrennari Dómkirkjunnar í Reykjavík, var frá upphafi helguð Jóhannesi guðspjallamanni, postula kærleikans, eins og hann hefur einatt verið nefndur. Kyrrðardagur, retreat, er hvíldardagur, þar sem við færi gefst að leita inn í hina góðu, umvefjandi kyrrð, sem veitir hjartanu hvíld, og styrkjast í trú og bæn. Hér gefst tækifæri til að njóta kyrrðar og hvíldar í dag. Safnaðarheimilið allt er okkur til afnota.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/3 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 13. mars, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Fræðandi og skemmtilegur sunnudagaskóli hjá Óla Jóni og Sigga Jóni. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2016

Næsta prjónakvöld verður 25. apríl, ekkert prjónakvöld verður í mars, þar sem 4. mánudagurinn í mánuðinum er á páskunum.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2016

Í kvöld kl. 18 er boðið upp á Samtal um trú í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Sr. Sveinn Valgeirsson mun leiða samtal um Lúther og siðbót hans. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2016

Lífleg vika framundan í safnaðarstarfinu.

Á morgun, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í kirkjunni. Ólafur Elíasson leikur prelodíur Bach kl. 20.30-21.00. UNGDÓM samvera í safnaðarheimilinu kl. 19-30-21.00.
Á miðvikudaginn er Samtal um trú kl. 18 -20:30.
Á fimmtudaginn fáum við Helga Skúla Kjartansson í Opna húsið.
Á laugardaginn er kyrrðardagur í safnaðarheimilinu frá kl. 8:30- 15.
Séra Hjálmar prédikar í messunni á sunnudaginn kl. 11.00. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað.
Verið hjartanlega velkomin.
Hér koma nokkrar myndir frá skemmtilegri fjölskyldumessu sl. sunnudagIMG_457412776872_948810811882368_1104550481_oIMG_4571IMG_4557IMG_4553IMG_4549IMG_4545

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2016

Fjölskyldumessa kl.11 á morgun, sunnudag.

Á morgun, sunnudag er fjölskyldumessa kl.11 séra Sveinn Valgeirsson og æskulýðsleiðtogarnir okkar Ólafur Jón og Sigurður Jón leiða stundina. Fermingarbörn vorsins taka virkan þátt, brúðuleikhús ofl. Kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Minni á bílastæðin í Ráðhússkjallaranum og bílastæðin við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/3 2016

Sigríður Snævar flutti áhugavert erindi hjá okkur í Opna húsinu í gær.

IMG_4529

IMG_4534 Í starfsleyfi árið 2008 setti hún á stofn fyrirtækið Nýttu kraftinn sem aðstoðaði samtals 1100 atvinnuleitendur á þeim árum þegar hér var mikið atvinnuleysi og ritaði síðar bók um atvinnuleit með sama nafni. Erindi hennar hét einmitt Nýttu kraftinn, en það er Sigríði hjartans mál að aðstoða fólk við að finna fjölina sína sama í hvaða aðstæðum þeir eru.
Gaman að hlusta og hún varpaði fram spurningum til okkar út í sal og minnti okkar á að virkja og nýta þá hæfileika sem við höfum. Þökkum Sigríði kærlega fyrir komuna.
Í næstu viku kemur Þorvaldur Friðriksson í Opna húsið.
Á sunnudaginn er fjölskyldumessa kl.11 séra Sveinn Valgeirsson og æskulýðsleiðtogarnir okkar Ólafur Jón og Sigurður Jón leiða stundina. Fermingarbörn vorsins taka virkan þá tt, brúðuleikhús og kór Menntaskólans í Reykjavík syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/3 2016

Sigríður Snævar verður gestur okkar í Opna húsinu á morgun fimmtudag.

Sigríður Snævar varð fyrst íslenskra kvenna sendiherra árið 1991. Fyrst í Stokkhólmi og seinna í París í samtals tæp ellefu ár.
Árið 2008 setti á stofn fyrirtækið Nýttu kraftinn sem aðstoðaði samtals 1100 atvinnuleitendur á þeim árum þegar hér var mikið atvinnuleysi og ritaði síðar bók um atvinnuleit með sama nafni.
Erindi hennar á morgun heitir einmitt Nýttu kraftinn, verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...