Dómkirkjan

 

Djákna- og prestsvígsla í Dómkirkjunni

Sunnudaginn 25. september kl. 14:00 fer fram djákna- og prestsvígsla í Dómkirkjunni.

Helga Björk Jónsdóttir vígist djáknavígslu til Vídalínskirkju í Kjalarnesprófstsdæmi, Ólafur Jón Magnússon vígist til prestsþjónustu hjá kristilegu skólahreyfingunni og Viðar Stefánsson til prestsþjónustu í Vestmannaeyjum í Suðurprófastsdæmi.

Vígsluvottar eru Sr. Jón Hrönn Bolladóttir, Margrét Gunnarsdóttir djákni, sr. Guðmundur Örn Jónsson, Sr. Ragnar Gunnarsson, sr. Sveinn Valgeirsson og sr. Sigurður Jónsson sem lýsir vígslu. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir annast vígslurnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2016

Ungdóm hefst í kvöld í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, kl. 20. Kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni og Bach tónleikar þar klukkan 20:30-21:00 í kvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2016

Fagnaðarfundir í Safnaðarheimilinu í dag þegar vetrarstarfið í Opna húsinu byrjaði. Næsta fimmtudag er haustferðin og þá verður farið í Hvalfjörðinn.

IMG_0340 (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2016

Opna húsið byrjar í dag, fimmtudag

Opið hús í Dómkirkjunni haustmisseri 2016
Alla fimmtudaga kl. 13.30
15. sept. Söngur, spjall og slúður
22. sept. Haustferð í Hvalfjörð. Hádegisverður í Hernámssetrinu. Lagt af stað kl. 11 frá BSÍ
29. sept. Páll Bragi Kristjónsson bernskuár á Bessastöðum
6. Okt. Ómar Smári Ármannsson um Furður Reykjanesskagans
13. okt Guðrún Nordal um handritin okkar
20. okt Helga Pálmadóttir minningar um séra Óskar og frú Elísabetu
Athugið: Miðvikudagur 26. okt. kl. 20: Samtal í Safnaðarheimili, –Helgi Ingólfsson, menntaskólakennari, ræðir um Dómkirkjuna og gömlu Reykjavík
27. okt Sr. Þórir Stephensen: Um KKD og Bræðrafélag Dómkirkjunnar
3. nóv. Bjarki Sveinbjörnsson: Um Pétur Guðjohnsen, fyrsta dómorganistann
10. nóv. Karl Sigurbjörnsson: Geir Vídalín, dómkirkjuprestur og biskup
17. nóv. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, kristniboði i Eþíópíu
24. nóv. Þorvaldur Friðriksson um skrímsli
1. des. Fullveldisdagurinn og aðventukaffi

Dómkirkjan er 220 ára á þessu ári. Af því tilefni verða hátíðarmessur 30. október þar sem sr. Þórir Stephensen prédikar, og 6. nóvember, þar sem biskup Íslands prédikar. Messukaffi verður eftir báðar þessar messur.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2016

Æðruleysismessur 2016-2017

Það er eftirvænting í loftinu því nú eru Æðruleysismessur að fara af stað aftur. Eins og áður þá verðum við þriðja sunnudag í mánuði og byrjum af krafti núna á sunnudaginn, 18.09 2016 kl. 20:00 í Dómkirkjunni.
Messurnar einkennast af einföldu formi, miklum söng og virkri þátttöku safnaðarins í tali og tónum um leið og þær gefa innsýn í þá bataleið sem kennd er við 12- spor AA-samtakanna.
Leið sem hefur vísað milljónum manna og kvenna veginn til andlegrar uppbyggingar og betra lífs.
Sr. Karl leiðir stundina, Díana Ósk flytur hugleiðingu og Sr. Sveinn leiðir okkur í bæn.
Tökum kvöldið frá, dreifum upplýsingunum áfram og gefum öðrum tækifæri á að mæta.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/9 2016

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar við messu sunnudaginn 18. september kl. 11

Laufey Böðvarsdóttir, 14/9 2016

Opna húsið hefst á fimmtudaginn kl. 13.30 í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a

Eftir sérlega gott sumar er vetrarstarf Dómkirkjunnar að hefjast. Fermingarbörnin komu til messu um daginn og hittast þau næst núna á miðvikudaginn kl. 16 í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Opna húsið hefst á fimmtudaginn í safnaðarheimilinu kl. 13.30 þangað fáum við góða gesti og alltaf er gott með kaffinu. Haustferð Opna hússins verður farin fimmtudaginn 22. september.
Safnaðarstarfið mun á haustmánuðum mótast af því að hinn 30. október næst komandi eru 220 ár liðin frá því að Dómkirkjan var vígð. Í 220 ára sögu sinni hefur hún helgast af hljómum söngs og bæna,
Messur eru alla helgidaga kl. 11 og bænastundir á þriðjudögum kl. 12.10 og á þriðjudagskvöldum eru Bach tónleikar kl. 20-30-21.00. Kirkjunefnd kvenna, æskulýðsstarfið og prjónakvöldin verða auglýst síðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2016

Karl biskup prédikar sunnudaginn 10 september við messu kl. 11. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2016

Kyrrðarstund til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi í Dómkirkjunni laugardaginn 10. september kl. 20:00 Dagskrá Sigríður Esther Birgisdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni. Fjallað verður um stuðning við þau sem hafa misst í sjálfsvígi sr. Sigfús Kristjánsson flytur hugvekju. Tónlist: Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona og Björn Steinar Sólbergsson organisti Hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2016

Opna húsið byrjar fimmtudaginn 15. september kl. 13.30.

Opna húsið byrjar fimmtudaginn 15. september kl. 13.30.
Haustferðin okkar verður 22. september og nú verður haldið í Hvalfjörðinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/9 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS