Dómkirkjan

 

Góð messa í dag á þessum fallega degi, sjötta sunnudegi eftir páska/mæðradeginum. Frændsystkinin Birgir Finnsson og Dagmar Sigurðardóttir lásu ritningarlestrana í dag, hér eru þau ásamt Karl Sigurbjörnssyni, biskup sem prédikaði og þjónaði við messuna. Þökkum þeim og ykkur öllum sem komuð í dag fyrir góða stund í helgidómnum fallega.

20160508_121126

Laufey Böðvarsdóttir, 8/5 2016

Sunnudaginn 8. maí er messa kl. 11 Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dagmar Sigurðardóttir og Birgir Finnsson lesa ritningarlestrana. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/5 2016

Á uppstigningardag er messa klukkan 11. Séra Hjálmar Jónsson þjónar og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir flytur hugvekju. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Messukaffi. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/5 2016

Vorferðin verður farin til Vestmannaeyja, fimmtudaginn 19. maí

Vorferðin verður

farin til Vestmannaeyja fimmtudaginn 19. maí.
Leggjum af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 9 og áætluð heimkoma um 21.
Karl Sigurbjörnsson, biskup verður fararstjóri. Ef ekki verður siglt frá Landeyjarhöfn, þá munum við fara í Mýrdalinn, margt fallegt þar að skoða.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 898-9703.
Auglýsum þetta betur, þegar nær dregur.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2016

Á sunnudaginn, sem er fimmti sunnudagur eftir páska, hinn almenni bænadagur og dagur verkalýðsins er messa kl. 11 Séra Sveinn prédikar, í messunni verður stúlka fermd og barn borið til skírnar. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/4 2016

Gerður G. Bjarklind verður gestur okkar á fimmtudaginn í Opna húsinu. Hún hefur eflaust frá mörgu skemmtilegu að segja. Veislukaffi hjá Ástu okkar. Sjáumst 13.30, allir velkomnir og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/4 2016

Gleðilegt sumar kæru vinir, nú gleðjumst við yfir sumarkomunni með prjónakvöldi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í kvöld, mánudag kl. 19:00. Prjónakvöldin eru notalegar og skemmtilegar samverustundir, sem styrkja vináttubönd og samfélagið í söfnuðinum. Súpa, heimabakað brauð, kaffi og kökur. Aliir velkomnir, ungir sem aldnir, karlar og konur. Sjáumst í kvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/4 2016

Messa og síðasti sunnudagaskólinn þetta vorið er nk. sunnudag 24. apríl kl. 11 – um þetta skemmtilega barnastarf sjá þeir Ólafur Jón og Sigurður Jón. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Sjáumst á sunnudaginn, minni á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2016

Síðasta prjónakvöldið á þessu vori er mánudagskvöldið 25. apríl kl. 19. Súpa heimabakað brauð, kaffi og kökur. Sjáumst í safnaðarheimilinu á mánudagskvöldið og gleðjumst yfir sumarkomunni. Alli velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2016

Þórey Dögg er gestur okkar í Opna húsinu á morgun fimmtudag, kl. 13.30. Hún ætlar að segja okkur frá Löngumýri og stuttlega frá „Réttur minn til að velja“ sem er lífslokaskrá Þjóðkirkjunnar. Kaffi og gómsætt meðlæti að hætti Ástu okkar og Karl biskup fer með ljóð í upphafi stundarinnar. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...