Frábærir tónleikar í gær í Dómkirkjunni.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/7 2017
Flautuleikarinn Kristín Ýr og fiðluleikarinn Ragnheiður Ingunn hafa starfað sem listhópur Hins
hússins í sumar og leikið vítt og breitt um borgina, jafnt í miðbænum sem og á leikskólum og
hjúkrunar- og elliheimilum.
Á dagskrá hádegistónleikanna eru ýmis fjölbreytt verk sem eiga það þó flest sameiginlegt að hafa
verið samin á 20. öld. Verkin eru jafn ólík og þau eru mörg, en flutt verða klassísk verk, nútímaverk,
jazzverk og sönglög, útsett fyrir fiðlu og flautu. Meðal tónskálda sem flutt verða verk eftir eru
Shostakovich, Richard Rodney Bennett, Ian Clarke, Bítlarnir, Claude Bolling og Jóhann G.
Jóhannsson.
Dúóið hefur fengið góða gesti til liðs við sig en píanóleikararnir Herdís Ágústa Linnet og Ingibjörg
Ragnheiður Linnet munu leika með dúóinu í tveimur verkum.
Við vonumst eftir því að sjá sem flesta á þessum léttu og skemmtilegu lokatónleikum. Tónleikarnir
standa í um 45 mínútur og aðgangur er ókeypis.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/7 2017
Laufey Böðvarsdóttir, 14/7 2017
Sunnudaginn 16. júlí fáum við góða gesti frá Þýskalandi. Þá mun séra Silke Schrom, prédika í messunni kl. 11.
„Herr, deine Güte reicht, soweit der Himmel ist
und deine Wahrheit, soweit die Wolken ziehen.“
Psalm 36, 6 .
Deutschsprachiger Gottesdienst zur Sommerzeit
am Sonntag, den 16. Juli 2017 um 11 Uhr
in der Dómkirkja
Kirkjustræti, 101 Reykjavík
mit Pfarrerin Silke Schrom, Frankfurt
Laufey Böðvarsdóttir, 9/7 2017
Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2017
Laufey Böðvarsdóttir, 5/7 2017
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi