Dómkirkjan

 

Síðasta Opna húsið fyrir páska er fimmtudaginn 21. mars en þá er bingó. Það var vel við hæfi hjá séra Sveini sl. fimmtudag að fara með ljóð Matthísar J. heitins skálds og ritstjóra sem féll frá núna í mars. Blessuð sé minning hans. Opna húsið er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið velkomin og takið með ykkur gesti!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2024

Hér er linkur á útvarpsmessuna í Dómkirkjunni í dag. Falleg messa!

https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2024-03-17/5241722

Laufey Böðvarsdóttir, 17/3 2024

5. sunnudagur í föstu 17. mars. Messa klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/3 2024

Messa fimmtudaginn 14. mars klukkan 18.00. Messan verður tekin upp og flutt í útvarpinu sunnudaginn 17. mars. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/3 2024

Séra Sveinn verður með erindi í Opna húsinu fimmtudaginn 14. mars. Aldrei að vita nema hann leiki á píanó, kontrabassa eða saxófón. Kaffiveitingar. Opna húsið er frá 13.00-14.30.

sveni

Laufey Böðvarsdóttir, 14/3 2024

Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar er með fund í safnaðarheimilinu mánudaginn 11. mars klukkan 18.00. Velkomnar!

Laufey Böðvarsdóttir, 11/3 2024

Tíðasöngur í dag, miðvikudag með séra Sveini og örganga með séra Elinborgu kl. 18.00.

Á morgun er tíðasöngur kl. 9.15 og kl. 17.00. Opna húsið í safnaðarheimilinu kl. 13.00-14.30 Valdimar Tómasson skáld verður gestur okkar, kaffiveitingar. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn leiðir söng og Guðmundur Sigurðsson leikur á orgelið. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2024

Messa fimmtudaginn 14. mars kl. 18.00

Messa fimmtudaginn 14. mars klukkan 18.00. Messan verður tekin upp og flutt í útvarpinu sunnudaginn 17. mars. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2024

Á morgun 3. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar þá er messa klukkan 11.00.

Séra Sveinn  Valgeirsson og sr. Elínborg  Sturludóttir. Sól Björnsdóttir leikur forspil og eftirspil í messunni og fermingrbörn aðstoða við helgihaldið.  Sól hóf píanónám hjá Lydiu Kolosowska fimm ára gömul á Akureyri. Hún flutti til Reykjavíkur fyrir þremur árum og stundar nú nám í Allegro hjá Kristni Erni Kristinssyni. Sól mun hefja píanónám á framhaldsstigi við MÍT, Menntaskólann í tónlist næsta haust, 13 ára gömul. Messukaffi í safnaðarheimilinu.  Verið velkomin og takið með ykkur gesti

kajasigvalda

Laufey Böðvarsdóttir, 2/3 2024

Áhrif kristinnar trúar á sjálfsmynd íslenskra kvenna. Séra Elínborg Sturludóttir mun halda þetta áhugaverða erindi í Opna húsinu, Lækjargötu 14a á fimmtudaginn. Opna húsið er frá kl. 13.00-14.30. Kaffiveitingar og gott samfélag. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/2 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...