Messa klukkan 11.00 séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar, Elísa Elíasdóttir leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 25/6 2024
Verið velkomin í bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 í dag. Léttur hádegisverður i safnaðarheimilinu eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/6 2024
![hitt h](http://domkirkjan.is/skraarsofn/domkirkjan/2024/06/hitt-h-500x333.jpeg)
Kjartan Ragnar Kjartansson er 17 ára nemandi hjá Svönu Víkingsdóttur í MÍT. Hann er á framhaldsstigi í píanónámi og á fyrsta ári í Menntaskóla Reykjavíkur. Kjartan Ragnar verður með tónleika í Dómkirkjunni föstudaginn 7. júní kl. 13.00.
Verkefnið heitir Njótum hverrar árstíðar og gengur út á að halda um það bil 50 mínútna tónleika þar sem lögin eru flokkuð eftir árstíðum. Byrjað væri á vorinu þar sem spiluð væri „vorleg“ tónlist, það er að segja tónlist sem minnir á vorið, upphaf og rólegheit, síðan væri sumarið með „sumarlega“ tónlist sem minnir á sumarið, gleði og hlýju. Þannig myndi það ganga í gegnum árstíðirnar fjórar.
Í heildina er lögð áhersla á klassíska tónlist en svo er einnig blandað inn lögum úr ýmsum áttum, svo sem kvikmyndum, sönglögum, tölvuleikjum og annað efni. Langflest lögin eru þó í rólegri kantinum til að skapa góða stemningu fyrir kirkjugesti.
Tónleikarnir er um 45. mínútur og aðgangur er ókeypis.
Verið velkomin að njóta fagrar tónlistar á föstudaginn klukkan 13.00.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/6 2024