Dómkirkjan

 

Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vísiterar Dómkirkjusöfnuðinn og prédikar í sunnudagsmessunnni 24. mars kl. 11.00. Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í kirkjunni, þar sem gott að njóta kyrrðar, bæna og íhugunar í hádeginu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.20-20.50 öll þriðjudagskvöld. Á miðvikudaginn mun biskupinn hitta fermingarbörnin og kl. 18.00 er örpílagrímaganga með sr. Elínborgu Sturludóttur. Á fimmtudaginn er biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir gestur okkar í Opna húsinu, veislukaffi hjá Ástu. Tíðasöngursem sr. Svein Valgeirsson leiðir, kl. 16.45-17.00.Samtal um trú Ísak Harðarson skáld mun eiga samtal við okkur um trú. Á föstudaginn kl. 17.00 -17.30 eru yndislegir tónleikar, þá syngur Guðbjörg Hilmarsdóttir og Kári Þormar spilar á orgelið. Hlökkum til að sjá ykkur í vikunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/3 2019

Kæru vinir í dag, ætlum við í Opna húsinu að hittast á Kjarvalsstöðum kl. 13.00. Auk Kjarvalsmyndlistar er sýning á verkum Eyborgar Guðmundsdóttur (1924-1977) sem var sérstæður listamaður í íslenskum listheimi. Fáum okkur síðan kaffi og eitthvað gott með kaffinu hjá Marentzu Poulsen í kaffistofunni á Kjarvalstöðum. Kl.16.45- er tíðasöngur í kirkjunni og kl. 17.00 er samtal um trú sem verður að þessu sinni í kirkjunni. Sr. Elínborg Sturludóttir fjalla um pílagrímaguðfræði og pilagrímagöngur.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/3 2019

Tónlistarstarf Dómkirkjunnar

Tónlistarstarf Dómkirkjunnar hefur verið samofið tónlistarsögu þjóðarinnar allt frá því að fyrsti menntaði íslenski organistinn, Pétur Guðjohnsen, hóf störf við kirkjuna árið 1840 en fáir hafa líklega haft meiri áhrif á sönglistina hérlendis en hann.

Í dag leiðir dómorganistinn Kári Þormar tónlistarstarf við kirkjuna. Við Dómkirkjuna starfa tveir kórar, Dómkórinn og Kammerkór Dómkirkjunnar.

Kári Þormar tók við sem dómorganisti og stjórnandi Dómkórsins árið 2010.

Dómkórinn annast messusöng í Dómkirkjunni. Í kórnum syngja um sextíu manns og hefur hann gefið út nokkra hljómdiska sem og haldið fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Öll helstu tónskáld Íslands, auk nokkurra erlendra, hafa samið tónverk fyrir kórinn. Auk þess hefur kórinn tekist á við ýmis stórvirki tónbókmenntanna en þar má nefna Þýska sálumessu Jóhannesar Brahms, Jólaóratoríu og Jóhannesarpassíu Jóhanns Sebastians Bach og Requiem Wolfgangs Amadeusar Mozart.

Félagar í Dómkórnum skipa Kammerkór Dómkirkjunnar. Helsta hlutverk kórsins er söngur við útfarir frá kirkjunni. Einnig syngur kórinn við opinberar athafnir sem og ýmis hátíðleg tækifæri í tengslum við safnaðarstarfið.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/3 2019

Þrjá fimmtudaga á föstunni, 14. 21. og 28. mars munum við hittast í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar til að eiga Samtal um trú. Þann 14. mars mun sr. Elínborg Sturludóttir fjalla um pílagrímaguðfræði og pilagrímagöngur. 21. mars mun Ísak Harðarson skáld eiga samtal við okkur um trú. 28. mars kemur dr. Sverrir Jakobsson og fjallar um bók sína „Kristur. Saga hugmyndar.” Samtalið hefst með erindi kl. 17:00; kvöldverður seldur vægu verði þar á eftir og umræður um efni fyrirlestranna í kjölfarið. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/3 2019

Messa og barnastarf sunnudaginn 10. mars kl.11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2019

Tíðasöngur í dag fimmtudag kl. 16.45-17.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2019

Erling Aspelund verður gestur okkar í Opna húsinu, Lækjargötu 14 fimmtudaginn 7. mars kl. 13.00. Erling er hafsjór af fróðleik og mun segja frá fuglalífi á Íslandi og sýna myndir. Ásta okkar verður með sitt frábæra veisluborð. Velkomin og takið með ykkur gesti. Opna húsið er frá 13.00-14.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/3 2019

Bach recital cancelled tonight.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/3 2019

Bach tónleikar falla niður í dag vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/3 2019

Bæna-og kyrrðarstundin í dag, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu, léttur hádegisverður eftir stundina. Alltaf gott að njóta kyrrðar og góðs samfélags. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/3 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...