Dómkirkjan

 

Messa 17. ágúst klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson dómorganisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2025

Alltaf gott að koma í kyrrðarstund í hádeginu á þriðjudögum. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöldi kl. 20.00-20.30. Verið innilega velkomin í Dómkirkjuna

Laufey Böðvarsdóttir, 11/8 2025

Guð gefi frið um heim allan og við leggjum Guð, í þínar hendur öll þau sem búa við hverskonar ófrið og ofbeldi, hvar sem er í heiminum.

Kirkjuklukkum víða um land, meðal annars í Dómkirkjunni í Reykjavík, Kópavogskirkju, Glerárkirkju á Akureyri og Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, var hringt klukkan eitt til stuðnings íbúum á Gaza-ströndinni og þar sem stríð ríkja í heiminum.  Klukkurnar hringdu í sjö til fimmtán mínútur.

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segir klukknakallinu ætlað að hvetja til samstöðu og friðar.

Kirkjuklukkurnar voru nýttar í dag til þess að vekja athygli á og samstöðu með friði. Guðrún Karls Helgudóttir  biskup íslands sagði m.a.: Guð gefi frið um heim allan og við leggjum Guð, í þínar hendur  öll þau sem búa við hverskonar ófrið

Laufey Böðvarsdóttir, 7/8 2025

Sunnudaginn 10. ágúst er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Matthías Harðarson dómorganisti og félagar úr Dómkórnum. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/8 2025

Verið velkomin til messu sunnudaginn 3. ágúst klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og félagar úr gamla Dómkórnum leiða safnaðarsönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/8 2025

Nú má fara að hlakka til! Sálmabandið og saxófónn á Menningarnótt í Dómkirkjunni kl. 16.00. Sálmabandið er skipað þeim Sveini, Ásu, Jóni, Telmu Rós og Sigmundi og á þessum tónleikum leikur dómorganistinn nýi, Matthías Harðarson, á saxófón.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/7 2025

Bænastund í hádeginu og Bach tónleikar kl. 20.00. Alla þriðjudaga í Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/7 2025

Verið velkomin til messu sunnudaginn 27. júlí klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða safnaðarsönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/7 2025

Kæru vinir, það er gott að eiga kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni. Sjáumst klukkan 12.00 í dag, þriðjudag. Hressing og gott samfélag í safnaðarheimilinu eftir stundina. Í kvöld klukkan 20.00-20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2025

Kæru vinir, þriðjudags Bach tónleikarnir falla niður annað kvöld vegna veikinda. Bæna-og kyrrðarstundin á sínum stað í hádeginu á morgun kl. 12.00. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 14/7 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...