10. apríl, sem er 2. dagur páska verður messa í Dómkirkjunni kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir. Félagar úr Dómkórnum leiða söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista. Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 10/4 2023
Laufey Böðvarsdóttir, 10/4 2023
Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2023
Á sunnudaginn, pálmasunnudag klukkan 11.00 fermist fríður hópur fermingarbarna í Dómkirkjunni. Öll fermingarbörnin fá Biblíur að gjöf frá Dómkirkjunni. Þegar Ágústa K. Johnson heitin fagnaði áttræðisafmæli sínu 2019 þá stofnuðu vinir hennar Ágústusjóð. Sjóðurinn er m.a. til þess að kaupa Biblíur fyrir fermingarbörn Dómkirkjunnar. Þetta gladdi Ágústu mikið, en hún lést síðla árs 2020. Ágústa þekkti vel orð frelsarans að sælla er að gefa en þiggja, og lifði samkvæmt því. Drottinn blessi minningu Ágústu.
Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2023
Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2023
Þriðjudaginn 28. mars er tíðasöngur kl. 9.15 með séra Sveini Valgeirssyni. Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og léttur hádegisverður eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00- 20.30. Miðvikudaginn 29. mars er tíðasöngur kl. 9.15 og örganga með séra Elínborgu kluklan 18.00. Fimmtudaginn 30. mars tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00. Gestur okkar í Opna húsinu er Janus Guðlaugsson lektor, hann mun fjalla um heilsueflingu hjá 60 ára og eldri. Heimabakað með kaffinu. Opna húsið er frá 13.00-14.30 Lækjargötu 14a. Sjáumst í safnaðarstarfinu!
Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2023
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi