Hér eru nokkrar myndir frá messunni í dag. Hekla Sverrisdóttir og Thelma Yngvadóttir lásu ritningarlestrana, en þær fermast í Dómkirkjunni í vor. Einar Gottskálksson var meðhjálpari.
Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2015
Á morgun 24. september í Neskirkju
„Munið hvað hann sagði ykkur.“ Biblían: Texti og túlkun. Kristin trú byggir á ritningum.
HVAÐ ER KRISTIN TRÚ?
UM KRISTNA TRÚ Í SÖGU OG SAMTÍÐ
Hvernig varð kristin trú til? Hver er Jesús, þessi sögulega persóna sem allt hverfist um og var tekinn af lífi í Jerúsalem? Hvernig stóð á því að hann varð Kristur í trúarjátningum kristninnar? Hvernig þróaðist kristin trú þegar horft er til trúarlegra athafna, skipulags og helgihalds? Hvernig var sambandi háttað við önnur samfélög á þeim slóðum þar sem kristin trú breiddist út? Hvernig birtist kristin trú á vorum dögum og hvað einkennir hana? Hvernig á kristin trú að vera?
Dómkirkjan og Neskirkja halda námskeið í haust þar sem reynt verður að svara spurningunni „Hvað er kristin trú?“. Kennt verður sjö fimmtudagskvöld frá kl. 18-20. Námskeiðið hefst 17. september og stendur út október. Einnig verður kennt einn laugardag frá kl. 10-14.Til hliðsjónar á námskeiðinu verður notuð bókin Hvað er kristin trú? Um kristna trú í sögu og samtíð, eftir Halvor Moxnes, prófessor við háskólann í Ósló. Moxnes er einn fremsti fræðimaður á svið biblíufræða á Norðurlöndum. Hvert kvöld byrjar með sameiginlegri máltíð.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/9 2015
Opna húsið haustið 2015
Dómkirkjan býður alla velkomna á Opna húsið í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, á fimmtudögum, kl.13:30-15:30. Góðir gestir koma í heimsókn, boðið er upp á kaffi og með því, að ógleymdri skemmtilegri og nærandi samveru.
Sjáumst fimmtudaginn 17. september
17. september Vinafundur, kaffi og samvera.
24. september Haustferð, farið verður í Strandakirkju.
1. október Páll Bergþórsson
8. október Eyrún Ingadóttir
15. október Bingó
22. október Anna Sigríður Pálsdóttir
29. október Helga Guðrún Johnson
5. nóvember Karl Sigurbjörnsson
12. nóvember Páll Benediktsson
19. nóvember Guðrún Ágústsdóttir
26. nóvember Hrafnhildur Schram
3. desember Aðventusamvera
Laufey Böðvarsdóttir, 23/9 2015
Á fimmtudaginn verður farið í haustferð Dómkirkjunnar, leggjum af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13. Ferðinni er heitið í Strandarkirkju og síðan í kaffihlaðborð í T- bæ.
Fararstjóri verður Karl Sigurbjörnsson, biskup.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 898-9703. Skráningu lýkur á morgun,miðvikudag.
Hér koma nokkrar myndir frá fyrri ferðum.
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2015
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi