Góð vika framundan! Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Matur og samvera í Safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30-21.00. Frítt inn. Á fimmtudaginn byrjar Opna húsið aftur, byrjum kl. 13.30 með veislukaffi Ástu okkar. Messa og sunnudagaskóli kl. 11 á sunnudaginn, sr. Sveinn Valgeirsson prédikar. Á sunnudaginn kl. 16 mun Gunnar Kvaran sellóleikari fjalla um andleg mál og leika tónlist eftir Bach, Pablo Casals og Schubert ásamt Hauki Guðlaugssyni organleikara. Aðgangur er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Kaffi og ástarpungar í safnaðarheimilinu. Hlökkum til að sjá ykkur.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/1 2018