Dómkirkjan

 

Messa sunnudaginn 29. desember klukkan 11.00. Séra Sveinn prédikar, Dómkórinn og Kári Þormar organisti.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/12 2019

Jólin laða hugi og hjörtu unga sem gamalla að ljósinu sem á móti kemur. Í Dómkirkjunni eru þrjár guðsþjónustur á aðfangadag jóla. Dönsk messa kl. 15:00, séra Ragnheiður Jónsdóttir prédikar, Bergþór Pálsson syngur og Kári Þormar leikur á orgelið. Aftansöngur kl. 18:00, Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Sveinn Birkisson og Jóhann Stefánsson leika á trompeta. Níu lestrar og jólasöngvar á jólanótt kl. 23:30. Þá verða fluttir 9 ritningarlestrar og jafnmargir jólasálmar sungnir. Guðsþjónustuformið er að enskri fyrirmynd, en allt frá 1918 hefur saga og undirbúningur fæðingar Krists verið flutt með þessum hætti í King´s College í Cambridge. Jóladagur 25. desember Hátíðarmessa kl.11.00 Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Annar dagur jóla 26. desember. Messa kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Guðþjónustur þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/12 2019

Sálmastundin fellur niður í dag vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2019

Aðfangadagur 24. desember Dönsk messa kl. 15:00, séra Ragnheiður Jónsdóttir prédikar, Bergþór Pálsson syngur, Kári Þormar leikur á orgelið. Aftansöngur kl. 18:00, séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Kári Þormar. Sveinn Birkisson og Jóhann Stefánsson leika á trompeta. Níu lestrar og jólasöngvar á jólanótt kl. 23:30. Þá verða fluttir 9 ritningarlestrar og jafnmargir jólasálmar sungnir. Guðsþjónustuformið er að enskri fyrirmynd, en allt frá 1918 hefur saga og undirbúningur fæðingar Krists verið flutt með þessum hætti í King´s College í Cambridge. Jóladagur 25. desember Hátíðarmessa kl.11.00 Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir prédikar og séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Annar dagur jóla 26. desember. Messa kl. 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Kári Þormar. Gleðileg jól

Laufey Böðvarsdóttir, 19/12 2019

Kammerkór Dómkirkjunnar er með tónleika klukkan 18 í dag, 19. desember. Tíðasöngur kl. 16.45-17.00 með séra Sveini.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/12 2019

Bach tónleikar falla niður í kvöld vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2019

Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 18. desember kl. 22. Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. The Cahtedral Choir gives it´s annual Christmas concert Wednesday 18th December at 10 p.m. in the Reykjavik Cathedral. Free entrance.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2019

Messa sunnudaginn 22. desember klukkan 11.00 sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2019

Hollvinur Dómkirkjunnar? Dómkirkjan er eitt elsta hús Reykjavíkur og hefur verið helgidómur Reykvíkinga í á þriðju öld. Auk helgihalds í hinu aldna húsi heldur söfnuðurinn uppi fjölbreyttu safnaðarstarfi fyrir fólk á öllum aldri, óháð trúfélagsaðild. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga og á hátíðum ársins, fyrirbænaguðsþjónustur alla þriðjudaga í hádeginu, tíðasöngur á fimmtudögum kl. 17 .00, tónleikar kl.18.00 og örpílagrímagöngur á miðvikudögum kl. 18. Sálmastund alla föstudaga kl.17.00. Í hverri viku eru jarðarfarir, iðulega hjónavígslur og skírnir við hinn fagra skírnarfont sem listamaðurinn, Thorvaldsen, gaf föðurlandi sínu. Á sunnudögum yfir vetrarmánuðina er barnastarf á kirkjuloftinu. Auk þess er haldið uppi æskulýðsstarfi, fermingarfræðslu, og þróttmiklu kórstarfi og tónlistarlífi, auk sálgæslu, fræðslu í trú og sið og andlegrar umhyggju. Í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14b, gamla Iðnskólahúsinu, eru skrifstofur prestanna, þar fer fram fræðslustarf, opið hús á fimmtudögum, hádegisverður á þriðjudögum að lokinni bænastund og eins er safnaðarheimilið leigt út fyrir skírnarveislur og aðrar samverur. Dómkirkjusöfnuðurinn ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi Dómkirkjunnar og Safnaðarheimilisins sem eru friðuð hús og með merkustu byggingum borgarinnar. Sóknargjöld sem greidd eru sem hlutfall af tekjuskatti eru nú tæpar 1.000 kr. á mánuði. Sú upphæð hefur hvergi nærri fylgt verðlagsþróun og eins hefur gjaldendum fækkað. Því viljum við gefa fólki kost á því að gerast Hollvinir Dómkirkjunnar og styðja við starf hennar með reglubundnum framlögum á reikning sóknarinnar: Banki: 513-26-3565, kennitala: 500169-5839. Margt smátt gerir eitt stórt og þitt framlag skiptir máli.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/12 2019

Í stað hefðbundinna jólatónleika boðar Hljómeyki til SAMLÆTISSÖNGS Á AÐVENTU í Dómkirkjunni 16. desember kl. 21. Tónleikarnir hefjast á því að Hljómeyki flytur nokkur vel valin jólalög en síðan mun kórinn leiða jólalegan samsöng með tónleikagestum. Sungin verða lög sem flestir kannast við sem einhvern tíma hafa sungið í kór. Við bjóðum alla áhugasama (kór)söngvara sérlega velkomna og vonumst til að þeir syngi okkur til samlætis. Stjórnandi Hljómeykis (og ykkar allra þetta kvöld) er Þorvaldur Örn Davíðsson. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en tónleikarnir eru liður í fjáröflun kórsins fyrir tónleikaferð til Hvíta-Rússlands í apríl 2020.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/12 2019

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS