Karl Sigurbjörnsson skrifaði þessi góðu orð um ferminguna.
Fermingin hefur um aldir verið mikilvægur þáttur í trúarlífi og samfélagi okkar. Fyrrum fylgdu ýmis borgaraleg réttindi fermingunni en það er löngu liðin tíð. Flestum finnst samt sem áður að fermingin sé ómissandi hátíð sem marki skil bernsku og unglingsára. Fermingin er reyndar eina hátíðin í okkar samfélagi sem snýst um unglinginn sérstaklega. Fjölskyldan og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Þakklætið og kærleikurinn sem umvefur barnið á sér dýpri vídd og skýrskotun, vegna þess að það er þökk og gleði yfir Lífinu, sem við þiggjum úr hendi Guðs. Í þeirri hendi erum við aldrei ein. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, samfélag kristninnar sem umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Orðið ferming merkir staðfesting. Fermingin er staðfesting þess að viðkomandi er skírður og vill játast því og staðfesting kirkjunnar á því að hinn skírði hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2025
Fermingarbörnin fá Biblíur að gjöf frá Dómkirkjunni í minningu Ágústu K. Johnson. Þegar Ágústa fagnaði áttræðisafmæli sínu árið 2019 þá kom Karl Sigurbjörnsson heitinn með þá góðu hugmynd að vinir hennar stofnuðu „Ágústusjóð.“ Sjóðurinn er hugsaður meðal annars til þess að kaupa Biblíur fyrir fermingarbörn Dómkirkjunnar. Ágústa þekkti vel orð frelsarans að sælla er að gefa en þiggja, og lifði samkvæmt því. Síðan hafa fermingarbörn Dómkirkjunnar þegið Biblíuna að gjöf á fermingardegi sínum í minningu hennar. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir kristnu samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, og umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Ágústa var sterkur hlekkur í þeirri keðju með bænum sínum, trú og vongleði sem vinum hennar er svo dýrmæt í minningunni.
Nú á pálmasunnudag og á hvítasunnudag mun hópur barna ganga að altari Dómkirkjunnar til fermingar. Fjölskyldur og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Orðið ferming merkir staðfesting, staðfesting þess að barnið er skírt og vill játast því og um leið er hún staðfesting kirkjunnar á því að það hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum. Guð blessi minningu Ágústu K. Johnson
Laufey Böðvarsdóttir, 10/4 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 6/4 2025
Í dag fimmtudag er tíðasöngur klukkan 9.15 og kl. 17.00 í kirkjunni og síðan Biblíulestur kl 17.30-18.30 í safnaðarheimilinu. Á laugardag kl 17.00 eru tónleikar Dómkórsins og Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar. Dómkórinn í Reykjavík og jazzkvartett Sigurðar Flosasonar flytja sálma eftir Sigurð við texta eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og fleiri. Flutt verður sálmasvíta þar sem jazzkvartett kallast á við söng kórsins. Einnig verða nýir sálmar frumfluttir. Stjórnandi kórsins er Lenka Mátéová. Kvartettinn skipa þeir Eyþór Gunnarsson, píanó, Birgir Steinn Theódórsson, kontrabassi, Einar Scheving, trommur auk Sigurðar Flosasonar á saxófón. Tónleikagestir eiga von á skemmtilegum tónleikum með kórsöng í bland við jazz og spuna. Á sunnudaginn er messa kl. 11.00 sr. Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Aðalfundur safnaðarins kl. 12.15 á sunnudag í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2025
https://tix.is/event/19199/af-jordu-domkorinn-og-jazzkvartett-sigurdar-flosasonar?fbclid=IwY2xjawJThItleHRuA2FlbQIxMAABHQFWDTV-VLTCDITwWBuMyFI_icO_F2oeHwxOgoqUaQv01Xye556k7x4n6g_aem_-QPAVHKdBcqCRCtfJ44gQg
Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2025