Dómkirkjan

 

Þökkum Valgeiri, Kristrúnu, Joel, Sálmabandinu og Ástu Kristrúnu fyrir skemmtilega tónleika í gær og ykkur öllum sem komuð.

ásta og sálmab

Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2024

Lofum ykkur frábærum tónleikum á laugardaginn klukkan 18.00. Lokaæfingin var í gær og allir fóru á kostum. Valgeir Guðjónsson í öllum sínum margbreytileika.

20240926_194802 Valgeir Guðjónsson er þekktur fyrir að feta ótroðnar slóðir og tónbogi hans er víðari en margflestra.
Á tónleikunum má glöggt greina margbreytileika þessa ástsæla tónlistarmanns þjóðarinnar.
Fram kemur alveg spánýtt fylgdarlið sjálft Sálmabandið með Svein Valgeirsson Dómkirkjupresti, Telmu Rós Sigfúsdóttur, Jóni Ívars, Ásu Briem og Sigmundi Sigurðarsyni. Einnig öflugt tónlistapar austan frá Kálfholti Kristrúnu Steingrímsdóttur og Joel Christopher Durksen. Lagakynningar eru í höndum meðhjálpara tónskáldsins Ástu Kristrúnar.
Miðasala á tix.is og við innganginn.
Hlökkum til að eiga skemmtilega stund með ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2024

Messa 29. september kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn

Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2024

Tónleikar á laugardaginn klukkan 18.00

Valgeir Guðjónsson er þekktur fyrir að feta ótroðnar slóðir og tónbogi hans er víðari en margflestra.

Á tónleikunum má glöggt greina margbreytileika þessa ástsæla tónlistarmanns þjóðarinnar.

Fram kemur alveg spánýtt fylgdarlið sjálft Sálmabandið með Svein Valgeirsson Dómkirkjuprest í fararbroddi og hið öfluga tónlistapar austan frá Kálfholti Kristrún Steingrímsdóttir og Joel Christopher Durksen. Lagakynningar eru í höndum meðhjálpara tónskáldsins Ástu Kristrúnar.

Miðasala á tix.is og við innganginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/9 2024

Kæru vinir, nú er spáin góð ! Við ætlum að skella okkur í haustferð austur í Grímsnesið góða á miðvikudaginn. Leggjum af stað frá Perlunni kl. 10.00. Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju í síma 898-9703 eða laufey@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 23/9 2024

Sunnudaginn 22. september er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leikur á orgelið og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/9 2024

Á morgun, laugardaginn 21. september, klukkan 16.00 mun Gunnar Kvaran halda tónleika í Dómkirkjunni. Gunnar mun leika sellósvítur nr. 1, 2 og 3 eftir Johann Sebastian Bach.

Þessir tónleikar eru helgaðir minningu kærs vinar, Hauks Guðlaugssonar, orgelleikara og fyrrverandi söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar.
Útför Hauks var frá Hallgrímskirkju í dag. Haukur var einstakur mannvinur og listamaður. Guð blessi minningu Hauks Guðlaugssonar.
Hér má hlusta á vinina Gunnar og Hauk á æfingu, þeir æfðu oft í Dómkirkjunni og héldu stundum tónleika. Það var ómetanlegt að eiga þessar stundir með þessum heiðursmönnum.
Ógleymanleg er stundin sem þeir kölluðu „Stund í tali og tónum.“ Þá fylltu þeir kirkjuna og frá öllum gestunum streymdi þakklæti og gleði.
Verið velkomin í Dómkirkjuna á morgun. Frítt er á tónleikana og eftir þá verður boðið upp á kaffi og eitthvað sætt í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/9 2024

Kyrrðar-og bænastund vegna áfalla í samfélaginu fimmtudaginn 19. september kl. 18.00

Sr. Elínborg Sturludóttir flytur ávarp, sr. Sveinn Valgeirsson leiðir bæn, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti leiðir heilandi sálmasöng. Tækifæri gefst til að tendra bæna- og friðarljós. Verið öll hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/9 2024

í dag þriðjudag er tíðasöngur kl. 9. 15, bænastund kl. 12.00 og Bach tónleikar kl. 20.00

Laufey Böðvarsdóttir, 17/9 2024

Laudes, eða tíðagjörð að morgni verður sungin á þriðjudögum miðvikudögum og fimmtudögum kl. 9.15 í vetur.

Allir eru velkomnir að syngja með eða sitja og hlusta. Þetta tekur um 15 mínútur en stendur með manni allan daginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/9 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...