Dómkirkjan

 

Asalaus klukkan 13.00 í dag 15. júlí.

Asalaus er verkefni tónlistarkonunnar Ásu Ólafsdóttur hjá Listhópum Hins hússins. Hún mun flytja tónlist sem hún hefur verið að vinna í síðustu vikur. Leikið verður á orgel og gítar.

Aðgangur ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/7 2020

KIMI með tónleika í Dómkirkjunni sunnudaginn 19. júlí kl. 16.00

KIMI er íslensk-grískur tónlistarhópur búsettur í Kaupmannahöfn. Eftir tónleikahald bæði nyrðra og syðra, lýkur KIMI ferðalagi sínu um Ísland með tónleikum í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Efnisskráin er afar fjölbreytt og samanstendur að stórum hluta af verkum sömdum sérstaklega fyrir hópinn og einstaka hljóðfærasamsetningu hans, harmóníku, slagverk og söng. Þar má nefna verk eftir íslenska tónskáldið Finn Karlsson, hinn gríska Christos Farmakis og hinn breska Nick Martin. Að auki munu þau flytja íslensk og grísk þjóðlög í eigin útsetningum, ásamt nýlega uppgötvuðu verki eftir Atla Heimi Sveinsson.
-
Miðar verða seldir við inngang
2.000 kr. / 1.500 kr. fyrir nemendur og eldri borgara

Laufey Böðvarsdóttir, 14/7 2020

Mókrókar efna til útgáfutónleika þann 16. júlí í tilefni af útgáfu á sinni fyrstu plötu, MÓK. Tónleikarnir verða í Dómkirkjunni og hefjast þeir kl. 20:00. Miðaverð er 2500kr. MÓK samanstendur af tónsmíðum eftir meðlimi sveitarinnar. Platan var tekin upp í maí 2019 og kom út í byrjun mars 2020. Tónlist Mókróka má lýsa sem tilraunakenndum nútímadjassi sem einkennist af frjálsum spuna. Hljómsveitin Mókrókar var stofnuð snemma árs 2018 af Benjamíni Gísla Einarssyni, Þorkeli Ragnari Grétarssyni og Þóri Hólm Jónssyni. Þeir lentu í 2. sæti í Músíktilraunum 2018 og hafa síðan þá komið víða fram, bæði á Íslandi og erlendis. Óhætt er að segja að þeir hafi komið með nýjan og ferskan blæ inní íslensku tónlistarsenuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/7 2020

Bænastundin á morgun, þriðjudag verður í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a kl. 12.10

Laufey Böðvarsdóttir, 13/7 2020

Guðþjónusta sunnudaginn 12. júlí klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/7 2020

Bænastund þriðjudaginn 30. júní klukkan 12.00

Laufey Böðvarsdóttir, 29/6 2020

Vinur Dómkirkjunnar? Dómkirkjan er eitt elsta hús Reykjavíkur og hefur verið helgidómur Reykvíkinga í á þriðju öld. Auk helgihalds í hinu aldna húsi heldur söfnuðurinn uppi fjölbreyttu safnaðarstarfi fyrir fólk á öllum aldri, óháð trúfélagsaðild. Guðsþjónustur eru alla sunnudaga og á hátíðum ársins, fyrirbænaguðsþjónustur alla þriðjudaga í hádeginu, í hverri viku eru jarðarfarir, iðulega hjónavígslur og skírnir við hinn fagra skírnarfont sem listamaðurinn, Thorvaldsen, gaf föðurlandi sínu. Auk þess er haldið uppi fermingarfræðslu, og þróttmiklu kórstarfi og tónlistarlífi, auk sálgæslu, fræðslu í trú og sið og andlegrar umhyggju. Í Safnaðarheimili Dómkirkjunnar að Lækjargötu 14b, gamla Iðnskólahúsinu, eru skrifstofur prestanna, þar fer fram fræðslustarf, opið hús á fimmtudögum, hádegisverður á þriðjudögum að lokinni bænastund og eins er safnaðarheimilið leigt út fyrir skírnarveislur og aðrar samverur. Dómkirkjusöfnuðurinn ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi Dómkirkjunnar og Safnaðarheimilisins sem eru friðuð hús og með merkustu byggingum borgarinnar. Sóknargjöld sem greidd eru sem hlutfall af tekjuskatti eru nú tæpar 1.000 kr. á mánuði. Sú upphæð hefur hvergi nærri fylgt verðlagsþróun og eins hefur gjaldendum fækkað. Því viljum við gefa fólki kost á því að gerast vinir Dómkirkjunnar og styðja við starf hennar með reglubundnum framlögum á reikning sóknarinnar: Banki: 513-26-3565, kennitala: 500169-5839. Margt smátt gerir eitt stórt og þitt framlag skiptir máli.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/6 2020

Fermd verð 2 börn við messu sunnudaginn 28. júní klukkan 11.00 Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Allir velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 24/6 2020

Bæna-og kyrrðarstund, þriðjudag kl12.00. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/6 2020

Messa á sunnudag 21. júní klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson

IMG_0696

Laufey Böðvarsdóttir, 19/6 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...