Dómkirkjan

 

Við minnum á að skráning í fermingarfræðslu veturinn 2020-2021 stendur yfir. Að öllu óbreyttu hefst fræðslan með sameiginlegu námskeiði með Neskirkju 17-20. ágúst. Skráning hjá dómkirkjuprestunum elinborg@domkirkjan.is eða sveinn@domkirkjan.is Hlökkum til að eiga skemmtilegar stundir í vetur með fermingarbörnunum.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/8 2020

Guðþjónusta klukkan 11.00 sunnudaginn 9. ágúst. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Douglas organisti og félagar úr Dómkórnum. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/8 2020

Bæna- og kyrrðarstund í hádeginu á morgun þriðjudag. Tveggja metra reglan og því verður ekki hressing í safnaðarheimilinu á eftir stundinni. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/8 2020

Sunnudaginn 3. ágúst messa klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/7 2020

Bæna-og kyrrðastund í hádeginu í dag, þriðjudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/7 2020

Sunnudaginn 26. júlí. Guðþjónusta klukkan 11.00, prestur séra Sveinn Valgeirsson.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/7 2020

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag. Hressing og góð samvera í safnaðarheimilinu.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/7 2020

domkirkju_stor

Laufey Böðvarsdóttir, 21/7 2020

Ganga á fimmtudaginn kl. 18-20. Ganga hefst við safnahúsið á Hverfisgötu.

Í ár eru 250 ár frá fæðingu Bertels Thorvaldsen og af því tilefni munu Sigurður Trausti Traustason, safnfræðingur og deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur og Aldís Snorradóttir, listfræðingur og verkefnastjóri miðlunar hjá Listasafni Reykjavíkur leiða göngu tileinkaða honum. Bertel var myndhöggvari en hann var af íslensku faðerni. Hann bjó lengst af í Róm og var talinn einn fremsti myndhöggvari nýklassíska stílsins.
Skírnarfontur Thorvaldsens í Dómkirkjunni er merkur og fagur.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/7 2020

Asalaus klukkan 13.00 í dag 15. júlí.

Asalaus er verkefni tónlistarkonunnar Ásu Ólafsdóttur hjá Listhópum Hins hússins. Hún mun flytja tónlist sem hún hefur verið að vinna í síðustu vikur. Leikið verður á orgel og gítar.

Aðgangur ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/7 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS