Dómkirkjan

 

Alla þriðjudaga er bæna-og kyrrðarstundir í hádeginu. Tíðasöngur á fimmtudögum kl.17.00 með séra Sveini Valgeirssyni.

140633628_10159071465145396_4040636936974165984_n

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2021

Kæru foreldrar fermingarbarna.

Gleðilegt ár!
FRÆÐSLUSTUNDIR Á VORMISSERI 2021
sun. 31. jan. kl. 11:00- 12:30
sun. 14. feb. kl. 11:00-12:30
þri. 2. mars kl. 16-20 Fermingarbarnasöfnun.
þri. 16. mars kl. 20-22 Foreldrar og fermingarbörn.
Fermt verður á pálmasunnudag, skírdag, hvítasunnudag einnig verður boðið upp á fermingardag í september.
Hlýjar kveðjur úr Dómkirkjunni,
Elínborg Sturludóttir
Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2021

Tíðasöngur klukkan 17.00 í dag, fimmtudag með séra Sveini Valgeirssyni.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/1 2021

FRÆÐSLUSTUNDIR FERMINGARBARNA Á VORMISSERI 2021

sun. 31. jan. kl. 11:00- 12:30
sun. 14. feb. kl. 11:00-12:30
þri. 2. mars kl. 16-20 Fermingarbarnasöfnun.
þri. 16. mars kl. 20-22 Foreldrar og fermingarbörn.

Hlýjar kveðjur úr Dómkirkjunni,
Elínborg Sturludóttir
Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2021

Guð gefi ykkur öllum blessunarríkt ár! Hátíðarguðþjónusta í Dómkirkjunni á nýársdag, biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar. Organisti er Guðný Einarsdóttir og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Hátíðarguðsþjónustunni verður útvarpað beint klukkan 11.00. Forspil: Dúfan. Höfundur: Michael Jón Clarke Sálmar nr.: 102 Sem stormur hreki skörðótt ský. 109 Jesú, mín morgunstjarna. 104 Hvað boðar nýárs blessuð sól. 545 Vér fetum brautu bjarta. 516 Ó, guð vors land (Lofsöngur). Eftirspil: Prelúdía í Es-dúr eftir Johann Sebastian Bach Vinsamlegast athugið að vegna samkomutakmarkana er ekki rúm fyrir almenna kirkjugesti við guðsþjónustuna. Kór og annað starfsfólk fyllir uppí þann fjölda sem leyfilegur er. .Prestar og annað starfsfólk Dómkirkjunnar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og minnir á vonarríkan boðskap Jesaja spámanns: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur sér mikið ljós.” Erfiðleikarnir ganga yfir og það mun birta til.

135066952_10159018136565396_2248325397058660594_n15626215_10154748482770396_1602511772874984509_o

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2021

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni á nýársdag, biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar. Organisti er Guðný Einarsdóttir og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Hátíðarguðsþjónustunni verður útvarpað beint klukkan 11.00. Vinsamlegast athugið að vegna samkomutakmarkana er ekki rúm fyrir almenna kirkjugesti við guðsþjónustuna. Kór og annað starfsfólk fyllir uppí þann fjölda sem leyfilegur er. Prestar og annað starfsfólk Dómkirkjunnar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og minnir á vonarríkan boðskap Jesaja spámanns: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur sér mikið ljós.” Erfiðleikarnir ganga yfir og það mun birta til.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2020

Jólahugvekja. Nafn hans skal vera Immanúel, Guð með oss. Þannig er sagt í upphafi Mattheusarguðspjalls, þegar guðspjallamaðurinn fjallar um erindi Krists í heiminn. Með þessum orðum er grunntónn guðspjallsins sleginn, sem ómar það út í gegn. Í fæðingarfrásögn Mattheusar, – sem að vísu bliknar eilítið í samanburði við Lúkas, – heyrum við enduróm af þessum orðum í öllu starfi Jesú Krists, þegar hann boðar guðsríkið, bæði í orði en ekki síður því sem hann gerði og framkvæmdi. Við heyrum þennan tón þegar Hann gengur á Golgata og sterkastur er hann í undri páskadagsins; sonur Guðs gengur á hólm við dauðann og hefur sigur. Og hvernig lýkur svo guðspjallinu? Jú Jesús stendur á fjallinu, eftir upprisu sína og segir við lærisveinana: “Farið og gerið allar þjóðir að lærsveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.” “Ég er með yður” segir hann. Þetta segir hann sjálfur og ég held það sé með ráðum gert að guðspjalla¬maðurinn innrammar guðspjallið á þennan hátt. Til að undirstrika það að Guð er kominn í heiminn í Jesú Kristi; hann verður eitt með sköpuninni, þó án þess að láta heiminn ná neinu siðferðilegu valdi yfir sér. “Ég er með yður.” þetta er margrætt; hann styður vissulega og er alls staðar nálægur þeim sem leita hans. En hann er líka að finna í hverjum þeim sem þarfnast aðstoðar okkar; “Allt sem þér gerið einum minna minnstu bræðra, það gerið þér mér” og „Hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta…” Ákallið er auðheyranlegt. Skilaboð hans heyrast enn, meira að segja í gegnum Kófið þykka og þrúgandi; Ég er með yður. Mitt inn í einmanaleika, kvíða og depurð – og einangrun berst erindi hans til þín: „Ég er með þér og rýf einangrunina og einsemd þína.” Guð var kominn í heiminn. Drengurinn nýfæddi skyldi látinn heita Jesús; Guð frelsar. Hann, sem er Orðið, frá upphafi hjá guði og er Guð; sá sem kom til eignar sinnar en heimurinn tók ekki við, þekkti ekki. Og þó hann hafi ekki fengið rúm hjá mönnum fyrstu nóttina sem hann lifði í heiminum þá útilokar hann mannkyn ekki frá náð sinni, heldur þvert á móti tekur hann þá að sér; hann er Immanúel; Guð meðal vor; Guð með oss. Þetta er erindi jólanna. Guð gefi þér uppbyggilega aðventu og gleðileg jól.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2020

Aftansöngur í Dómkirkjunni.https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2020-12-24/5082283

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2020

Sálmarnir sem sungnir verða við aftansönginn klukkan 18.00. Sjá, himins opna hlið nr. 88, Gleð þig særða sál nr. 74 og Í Betlehem er barn oss fært. Stólversið Það aldin út er sprungið nr. 90. Eftir prédikun; Í dag er glatt í döprum hjörtum og Heims um ból nr. 82. Forspil In Dulce Jubilo, BWV 608 og eftirspil Preludia og fúga í G dúr BWV 541 eftir Bach Séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari. Kári Þormar dómorganisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Kári Þormar. Trompetleikarar : Sveinn Birgisson og Jóhann Stefánsson.

sálmarskrá659435396_3990563352716439994_n

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2020

Jólin laða huga og hjörtu unga sem gamalla að ljósinu sem á móti kemur. Aftansöngur klukkan 18.00, þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim. Aftansöngnum verður útvarpað eins og venja er, en vinsamlega athugið að vegna samkomutakmarkana verður kirkjan lokuð. Eingöngu starfsfólk og kór verða í kirkjunni. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari. Kári Þormar dómorganisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Kári Þormar. Trompetleikarar : Sveinn Birgisson og Jóhann Stefánsson.Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...