Sálmabandið mun leika á hljóðfæri sín í Dómkirkjunni í Reykjavík frá kl. 17.00-18.00 laugardaginn 4. nóvember
Þar munum við syngja saman sálma úr nýju sálmabókinni.
Sálmabandið er skipað úrvals tónlistarfólki.
Ása Briem, sem leikur á harmonikku, Jón Ívars og Sigmundur Sigurðarson sem leika á gítara, sr. Sveinn Valgeirsson leikur á kontrabassa og Telma Rós Sigfúsdóttir á víólu.
Hlökkum til að sjá ykkur og eiga skemmtilega stund saman með söng og gleði.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2023
Bænastundin verður á morgun klukkan 12.00 en ekki matur og samvera í safnaðarheimilinu eftir stundina, þar sem við erum boðin í Seltjarnarneskirkju kl. 12.30.
Laufey Böðvarsdóttir, 30/10 2023
Laufey Böðvarsdóttir, 18/10 2023
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígir Daníel Ágúst Gautason. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prófastur lýsir vígslu og vígsluvottar er sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson, sr. Guðný Hallgrímsdóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari. Dómkórinn og organisti er Matthías Harðarson. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2023