Dómkirkjan

 

Guðmundur Sigurðsson hefur verið ráðinn dómkantor við Dómkirkjuna í Reykjavík.

Hann lauk kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1996,
var í einkanámi í orgelleik, kórstjórn og kórsöng við Wesminster Choir College 1997 og lauk burtfararprófi í orgelleik frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar 1998.
Þá lauk hann mastersgráðu (cum laude) frá Westminster Choir College i Princeton, Bandaríkjunum 2002.
Guðmundur hefur áratuga farsæla reynslu af víðfeðmu tónlistarstarfi, hin síðustu 16 ár við Hafnarfjarðarkirkju hvar hann m.a. stofnaði Barbörukórinn.
Frá sl. hausti hefur Guðmundur verið interim organisti við Dómkirkjuna.
Guðmundur er boðinn hjartanlega velkominn til starfa. Starfsfólk Dómkirkjunnar, söfnuður og velunnarar Dómkirkjunnar hlakka til komandi tíma í tónlistarstarfi og helgihaldi kirkjunnar og biðja Guðmundi Guðs blessunar í lífi og starfi.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/6 2023

Njórið kæru vinir! https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-06-04/5189561

Laufey Böðvarsdóttir, 4/6 2023

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni klukkan 11.00 á sjómannadaginn. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands prédikar, séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Halldóra Björk Friðjónsdóttir syngur einsöng. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Guðjón Arnar Elíasson og Hallbjörg Erla Fjeldsted lesa ritningarlestrana.Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/5 2023

Góðar fermingargjafir í minningu góðrar konu sem unni Dómkirkjunni og bar heill og gæfu fermingarbarna sérstaklega fyrir brjósti. Guð blessi þau, heit, og gjafir, kærleika, von og trú.

1D1D8F7D-358D-46B4-B19D-51EF6BA50042

Laufey Böðvarsdóttir, 28/5 2023

Í dag hvítasunnudagur klukkan 11.00, hátíðar-og fermingarmessa. Séra Sveinn, séra Elínborg, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Á morgun er messa kl. 11.00 þar sem sr. Sveinn prédikar. Guð blessi fermingarbörnin og fjölskyldur þeirra. Verið hjartanlega velkomin.

Góð orð hjá Karli Sigurbjörnssyni um ferminguna.  Fermingin hefur um aldir verið mikilvægur þáttur í trúarlífi og samfélagi okkar. Fyrrum fylgdu ýmis borgaraleg réttindi fermingunni en það er löngu liðin tíð. Flestum finnst samt sem áður að fermingin sé ómissandi hátíð sem marki skil bernsku og unglingsára. Fermingin er reyndar eina hátíðin í okkar samfélagi sem snýst um unglinginn sérstaklega. Fjölskyldan og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Þakklætið og kærleikurinn sem umvefur barnið á sér dýpri vídd og skýrskotun, vegna þess að það er þökk og gleði yfir Lífinu, sem við þiggjum úr hendi Guðs. Í þeirri hendi erum við aldrei ein. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, samfélag kristninnar sem umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Orðið ferming merkir staðfesting. Fermingin er staðfesting þess að viðkomandi er skírður og vill játast því og staðfesting kirkjunnar á því að hinn skírði hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum.

B869BC53-61DE-40DF-8CDE-4CF2EF61A874

Laufey Böðvarsdóttir, 28/5 2023

69B30A3B-8753-4DE5-AF55-E7841A790614

Laufey Böðvarsdóttir, 28/5 2023

Hvítasunnudagur klukkan 11.00, hátíðar-og fermingarmessa. Séra Sveinn, séra Elínborg, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Hvítasunnudagur

Laufey Böðvarsdóttir, 25/5 2023

Sálmabandið og prófasturinn okkar Helga Soffía Konráðsdóttir við upphaf héraðsfundarins í gær. Góður fundur og Sálmabandið fær sérstakar þakkir????????????

Sálmabandið

Laufey Böðvarsdóttir, 25/5 2023

Sunnudaginn 21. maí er messa klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Matthías Harðarson organisti og félgar úr Dómkórnum syngja. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/5 2023

Gleðilega hátíð uppstigningardags! Drottinn, þú yfirgafst þessa jörð til að geta verið hjá okkur öllum alls staðar. Í fjörutíu vikur hvíldir þú í lífi Maríu. Í fjörutíu daga fastaðir þú í eyðimörkinni. Í fjörutíu stundir hvíldirðu í gröfinni. Í fjörutíu daga varstu á sérstakan hátt meðal okkar, upprisinn frá dauðum. Nú ertu hjá okkur þar sem við erum, óháð tíma og rúmi, stað og stund, einmana og með öðrum, gleði og sorg, vinnu og hvíld, þar hefur þú verið og allt hefur þú borið í okkar stað. Þökk sé þér fyrir návist þína í heiminum, í kirkjunni, í lífi okkar. Þökk sé þér að þú ERT. (Martin Lönnebo. Bænabókin)

Laufey Böðvarsdóttir, 18/5 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS