Dómkirkjan

 

Sænsk messa í dag 3. desember klukkan 14.00 Séra Guðrún Karls Helgudóttir, Kári Þormar organisti og sænskur kór. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2023

Þjóðbúningamessa fyrsta í aðventu klukkan 11.00. Þjóðbúningamessa í Dómkirkjunni 1. sunnudag í aðventu kl. 11.00. Eftir messu verður messukaffi í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Nokkar myndir af prúðbúnu þjóðbúningafólki í Dómkirkjunni. Ási og Hildur verða komin í safnaðarheimilið klukkan 10 og aðstoða. Fermingarbörnin eru hvött til að mæta með fjölskyldum sínum og bjóða ömmum og öfum með til messu.

22829571_10155772171755396_6118311543307120378_o 18588909_10155246866585396_5437751041615508860_o 87285311_10158049538080396_9077380059739717632_n 103901955_10158488061245396_2623637339757000613_n 202530497_10159451643045396_4824520127815238756_n

Laufey Böðvarsdóttir, 1/12 2023

Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja hugleiðingu í aðdragnada aðventu og jóla í síðasta opna húsinu á þessu ári.

Opna húsið er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Kaffiveitingar og gott samfélag. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2023

Næstkomandi sunnudag sem er fyrsti í aðventu, eru tvær guðþjónustur og aðventukvöld í Dómkirkjunni. Klukkan er 11.00 er þjóðbúningamessa/ömmu- og afamessa. Þar sem fermingarbörnin eru hvött til að bjóða ömmum sínum og öfum til messu. Einnig bjóðum við sérstaklega velkomna gesti frá þjóðbúningafélaginu og eru kirkjugestir hvattir til að mæta í þjóðbúningun, ef þeir eiga þessu kost. Hildur og Ási verða mætt í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a klukkan 10.00 til að aðstoða. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Messukaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna. Klukkan 14.00 er sænsk messa, séra Guðrún Karls-Helgudóttir og Kári Þormar. Aðventukvöld, klukkan 20.00. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er ræðumaður kvöldsins, börn úr Landakotsskóla syngja nokkur lög undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti flytja falleg tónverk, Dómkirkjuprestarnir halda svo utan um þetta að kirkjulegum hætti. Að samkomunni lokinni verður boðið upp á kaffi, heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið hjartanlega velkomin!

18595417_10155246864630396_3661939906019149933_o

Laufey Böðvarsdóttir, 27/11 2023

Guðsþjónusta 26. nóvember klukkan 11.00 á síðasta sunnudegi kirkjuársins. Haldinn er hátíðlegur 227. kirkjudagur Dómkirkjunnar sem var vígð 23. sunnudag eftir þrenningarhátíð árið 1796. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Matthías Guðmundsson les upphafsbæn. Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Messunni verður útvarpað.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2023

Séra Skúli S. Ólafsson flutti afar áhugavert erindi um Gerði Helgadóttur listakonu í Opna húsinu. Þökkum Skúla kærlega fyrir.Í dag, fimmtudag verður gestur okkar Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður. Opna húsið er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a frá klukkan 13.00-14.30. Kaffiveitingar og gott samfélag. Verið velkomin!

skúli

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2023

Það gladdi okkur á þessum hráslagalega nóvemberdegi, þegar María H. Kristinsdóttir formaður kvenfélagsins í Árbæjarkirkju kom með þessi fallegu blóm til okkar. Með þakklæti frá kvenfélagi Árbæjarkirkju til kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar fyrir gestrisni og gleðiríka stund í liðinni viku. Við erum ákveðnar í að kvenfélögin eiga eftir að gera eitthvað skemmtilegt saman í framtíðinni. Kærar þakkir!

kkd

Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2023

Góð vika framundan

Þriðjudagur tíðasöngur kl. 9.15. Bænastund kl. 12.00, létt máltíð og samvera í safnaðarheimilinu og Bach tónleikar kl. 20.00-20.30.
Miðvikudagur tíðasöngur kl. 9.15 og örganga kl. 18.00.
Fimmtudagur tíðasöngur kl. 9.15 og kl. 17.00. Opna húsið kl. 13.00 -14.30. Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður er gestur okkar. Kaffi og góðar veitingar.
Laugardagur kl. 16.00
Vinirnir og samverkamennirnir Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson organleikari verða með kynningu á nýjum geisladiski, sem nefnist „Söngur fuglanna“ í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a.
Geisladiskurinn er tileinkaður minningu Braga Haukssonar (24.02.1959-20.06.2023), sem lést um aldur fram síðastliðið sumar og verður til sölu á þessari kynningu. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Sunnudagur messa klukkan 11.00.
Séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Verið velkomin í samfélagið í Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/11 2023

Næstkomandi laugardag klukkan 16.00 er útgáfuhóf í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Þar munu Gunnar Kvarnan og Haukur Guðlaugsson verða með kynningu á nýjum geisladiski, sem nefnist „Söngur fuglanna“. Diskurinn inniheldur 16 velþekkt lög, sem þeir félagar hafa m.a. leikið saman í gegnum tíðina við hin ýmsu tækifæri. Geisladiskurinn er tileinkaður minningu Braga Haukssonar (24.02.1959-20.06.2023), sem lést um aldur fram síðastliðið sumar og verður til sölu á þessari kynningu. Boðið verður upp á léttar veitingar. Verið hjartanlega velkomin!

í blað

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2023

Vikan framundan:

Þriðjudagur tíðasöngur kl. 9.15. Bænastund kl. 12 og Bach tónleikar kl. 20.00.
Miðvikudagur tíðasöngur kl. 9.15 og örganga kl. 18.00.
18.30 Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar fær góða gesti í heimsókn.
Fimmtudagur tíðasöngur kl. 9.15 og kl. 17.00. Opna húsið kl. 13.00 -14.30. Séra Skúli S. Ólafsson heldur erindi um Gerði Helgadóttur listakonu. Kaffi og góðar veitingar.
Sunnudagur messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.
Verið velkomin í samfélagið í Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/11 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS