Dómkirkjan

 

Séra Laufey Brá Jónsdóttir vígð í dag við hátíðlega athöfn í Dómkirkjunni. Séra Laufey Brá mun þjóna í Setbergsprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi. Megi Guðs blessun fylgja Laufeyju Brá í lífi og starfi.

_GV_6923+

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2023

Ekki missa af!

PosterTrio1

Laufey Böðvarsdóttir, 8/12 2023

Á sunnudaginn er prestsvígsla klukkan 11.00. Vígð verður Laufey Brá Jónsdóttir mag. theol til þjónustu í Setbergsprestakalli í Vesturlandsprófastsdæmi. Klukkan 14 er norsk guðþjónusta. Séra Þorvaldur Viðisson, Dan Roger Lid, Dómkórinn og Kári Þormar organisti. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/12 2023

Kvöldkirkjan fimmtudagskvöldið 7. desember kl. 20.00-22.00 Kvöldkirkjan er óhefðbundin að formi og innihaldi. Stuttar hugleiðingar, þögn, tónlist og lýsing, skapa einstakt umhverfi kyrrðar og friðar. Við bjóðum þér að hugleiða, biðja, kveikja á kertum. Á mismunandi stöðvum í kirkjunni er hægt að skrifa niður hugsanir sínar eða bænir og setjast í bekkina eða leggjast á dýnur og slaka á í kirkjunni. Tónlist: Kira kira og Hermigervill Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Hallgrímskirkju og Dómkirkjunnar. Dómkirkjan í Reykjavík: 7. desember Hallgrímskirkja: 21. desember –ENGLISH– The Evening Church. Thursday 7th of November between 20:00-22:00 We invite you to relax and enjoy the silence and stillness of the Church for prayer and meditation. You are welcome to light candles, write down your thoughts or prayers, sit on the benches or lie on the mattresses. There are short readings every 30 minutes. Music: Kira kira and Hermigervill Evening church is a joint project of Hallgrímskirkja and Dómkirkjan í Reykjavík (Reykjavík Cathedral). The Evening Church 2023@ 20.00-22.00 The Reykjavík Cathedral 7th of December Hallgrímskirkja: 21st of December

Laufey Böðvarsdóttir, 7/12 2023

Vikan framundan

Þriðjudagur 5. desember
Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00
Bach tónleikar kl. 20.00-20.30
Miðvikudagur 6. desember
Tíðasöngur kl. 9.15
Fimmtudagur 7. desember
Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00
Kvöldkirkjan kl. 20.00-22.00
Kvöldkirkjan er óhefðbundin að formi og innihaldi.
Stuttar hugleiðingar, þögn, tónlist og lýsing, skapa einstakt umhverfi kyrrðar og friðar.
Við bjóðum þér að hugleiða, biðja, kveikja á kertum.
Á mismunandi stöðvum í kirkjunni er hægt að skrifa niður hugsanir sínar eða bænir og setjast í bekkina eða leggjast á dýnur og slaka á í kirkjunni.
Tónlist: Kira kira og Hermigervill
Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Hallgrímskirkju og Dómkirkjunnar.
Dómkirkjan í Reykjavík:
7. desember
Hallgrímskirkja
21. desember
Föstudagur 8. desember
Sycamore Tree / Jólatónleikar kl. 19.30
Sunnudagur 10. desember
Prestsvígsla 11.00
Norsk messa kl.14.00
Séra Þorvaldur Víðisson, Kári Þormar og félagar úr Dómkórnum.
Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.
Gæti verið mynd af pinecone

Laufey Böðvarsdóttir, 5/12 2023

Sænsk messa í dag 3. desember klukkan 14.00 Séra Guðrún Karls Helgudóttir, Kári Þormar organisti og sænskur kór. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2023

Þjóðbúningamessa fyrsta í aðventu klukkan 11.00. Þjóðbúningamessa í Dómkirkjunni 1. sunnudag í aðventu kl. 11.00. Eftir messu verður messukaffi í safnaðarheimili kirkjunnar. Allir velkomnir og hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Nokkar myndir af prúðbúnu þjóðbúningafólki í Dómkirkjunni. Ási og Hildur verða komin í safnaðarheimilið klukkan 10 og aðstoða. Fermingarbörnin eru hvött til að mæta með fjölskyldum sínum og bjóða ömmum og öfum með til messu.

22829571_10155772171755396_6118311543307120378_o 18588909_10155246866585396_5437751041615508860_o 87285311_10158049538080396_9077380059739717632_n 103901955_10158488061245396_2623637339757000613_n 202530497_10159451643045396_4824520127815238756_n

Laufey Böðvarsdóttir, 1/12 2023

Séra Elínborg Sturludóttir mun flytja hugleiðingu í aðdragnada aðventu og jóla í síðasta opna húsinu á þessu ári.

Opna húsið er í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Kaffiveitingar og gott samfélag. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2023

Næstkomandi sunnudag sem er fyrsti í aðventu, eru tvær guðþjónustur og aðventukvöld í Dómkirkjunni. Klukkan er 11.00 er þjóðbúningamessa/ömmu- og afamessa. Þar sem fermingarbörnin eru hvött til að bjóða ömmum sínum og öfum til messu. Einnig bjóðum við sérstaklega velkomna gesti frá þjóðbúningafélaginu og eru kirkjugestir hvattir til að mæta í þjóðbúningun, ef þeir eiga þessu kost. Hildur og Ási verða mætt í safnaðarheimilið, Lækjargötu 14a klukkan 10.00 til að aðstoða. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Messukaffi í safnaðarheimilinu eftir messuna. Klukkan 14.00 er sænsk messa, séra Guðrún Karls-Helgudóttir og Kári Þormar. Aðventukvöld, klukkan 20.00. Jón Kalman Stefánsson rithöfundur er ræðumaður kvöldsins, börn úr Landakotsskóla syngja nokkur lög undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti flytja falleg tónverk, Dómkirkjuprestarnir halda svo utan um þetta að kirkjulegum hætti. Að samkomunni lokinni verður boðið upp á kaffi, heitt súkkulaði og smákökur í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið hjartanlega velkomin!

18595417_10155246864630396_3661939906019149933_o

Laufey Böðvarsdóttir, 27/11 2023

Guðsþjónusta 26. nóvember klukkan 11.00 á síðasta sunnudegi kirkjuársins. Haldinn er hátíðlegur 227. kirkjudagur Dómkirkjunnar sem var vígð 23. sunnudag eftir þrenningarhátíð árið 1796. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar, Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Matthías Guðmundsson les upphafsbæn. Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Messunni verður útvarpað.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2023

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...