Kæru foreldrar og forráðamenn!
Okkur langar að bjóða barn þitt/ykkar velkomið ásamt þér/ykkur í sunnudagaskólann.
Sunnudagaskóli Dómkirkjunnar er alla* sunnudaga frá og með 6. september 2015 til 24. apríl 2016. Stundin hefst kl. 11 á kirkjuloftinu. Samveran byggist á söngvum, bænum, Biblíusögum, leikjum og leikritum og lýkur kl. 12:00. Undir lok samverunnar fá börnin djús og kex og mynd til að lita auk lítils glaðnings. Fyrsta sunnudag hvers mánaðar er breytt út af venju og boðið uppá skemmtilegt föndur í stað hefðbundinnar samveru.
Við hvetjum þig/ykkur að láta sunnudagaskólann ekki fram hjá ykkur fara. Öll börn eru velkomin en samverurnar miðast við aldurshópinn 3 ára – 8 ára.
Hægt er að hafa samband og fá nánari upplýsingar um sunnudagaskólann í síma 520-9700 (sími Dómkirkjunnar). Þú/þið getið líka nálgast þær á http://www.domkirkjan.is/sunnudagaskoli/. Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda línu á domkirkjan@domkirkjan.is
*Sunnudagaskólinn fer í frí kringum jól og páska.
Laufey Böðvarsdóttir, 2/9 2015
Pílagrímamessa í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 6. sept. kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Pétur Pétursson les bæn í messubyrjun, Karólína Hulda Guðmundsdóttir og Margrét Jónsdóttir Njarðvik lesa ritningarlestrana.
Sunnudagsskólinn vetrarins byrjar, barnastarfið er á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.
Fyrir messuna verður boðið upp á stutta pílagrímagöngu um nágrennið. Lagt verður af stað frá Landakotskirkju kl. 10. Gengið verður um Hofsvallagötu-Ásvallagötu-Hólavallagarð og til Dómkirkjunnar. Íhugunarefni á göngunni verður líf mannsins frá vöggu til grafar.
Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 1/9 2015
Opna húsið í Safnaðarheimilinu byrjar fimmtudaginn 17. september. Það er frá kl. 13-30-15.30. Við fáum marga góða gesti til okkar í vetur.
Haustferðin verður farin fimmtudaginn 24. september. Dagskráin fram að jólum kemur inn á heimasíðuna nú í vikunni. Hlökkum til að sjá ykkur. Allir velkomnir.
Laufey Böðvarsdóttir, 31/8 2015
Laufey Böðvarsdóttir, 29/8 2015
Einnig er messa í Kolaportinu á sunnudaginn kl. 14.00 séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir djákni þjóna. Þorvaldur Halldórsson og Margrét Scheving leika og syngja. Verið velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/8 2015
Í Dómkirkjunni á Menningarnótt kl. 19:00 Guðrún Árný syngur og leikur á píanó, frumsamin lög og lög eftir bróður sinn Hilmar Karlsson. Með henni eru Pétur Valgarð á gítar, Ingólfur Sigurðsson á trommur og Birgir Steinn á bassa. Gestasöngvarar Jónína Aradóttir, Arnar Jónsson og Soffía Karlsdóttir
Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2015
,,Rökkrið yljar” – Tónlistin tengist öll dekkri hliðum mannlegrar tilivistar og verður flutt í myrkri, við kertaskímu. Efnisskráin uppistendur af þjóðlögum og endurreisnartónlist. Mikið er lagt upp úr að skapa dulúðlega stemningu með leikrænu ívafi þar sem frásagnir af verkunum fléttast á milli verkanna í einni samfellu hljóðfæraleiks og söngs.
Tónleikar kl. 20.00 á Menningarnótt í Dómkirkjunni.
Kammerhópurinn Umbra: Alexandra Kjeld – Kontrabassi og söngur, Arngerður María Árnadóttir – keltnesk harpa og söngur, Guðbjörg Hlín Hilmarsdóttir – barokkfiðla, Lilja Dögg -söngur.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/8 2015
Álfheiður Erla Guðmundsdóttir sópransöngkona og Anni Aurora Laukkanen píanóleikari auk góðra gesta koma fram á tónleikum á Menningarnótt þann 22. ágúst kl. 21:00 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Á efnisskránni verða norrænir ljóðasöngvar og glaðværar aríur úr Suðri.
Laufey Böðvarsdóttir, 19/8 2015