Dómkirkjan

 

Í dag ætlum við að fjölmenna úr Opnu húsi í Mörkina, Suðurlandsbraut.

Í dag fimmtudag, 18. febrúar verður breyting á dagskrá í Opna
húsinu. Við ætlum að fjölmenna á sýningu á íslenskum þjóðlífsmyndum eftir Sigríði Kjaran í tengigangi Markarinnar, Suðurlandsbraut. Listaverkin sem eru sextán talsins endurspegla íslenskt þjóðlíf á árum áður. Brúðurnar eru í íslenskum búningum og sýna fólk við hversdagsleg störf í borg og sveit. Sigríður, sem nú er látin, sagði um brúður sínar: Tilgangur minn er sá að tryggja að vinnubrögð og andi hins liðna gleymist ekki yngri kynslóðum, heldur geti þær í gegnum brúðurnar séð hvernig lifnaðarhættir forfeðra þeirra voru.”
Við ætlum að sameinast í bíla frá Safnaðarheimilinu, sumir ætla að fara beint í Mörkina. Okkur er boðið í kaffi í Mörkinni, þetta verður skemmtilegur fimmtudagur.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/2 2016

Samtal um trú heldur áfram, í kvöld miðvikudag kl. 18. mun Karl Sigurbjörnsson, biskup fjallar um Biblíuna og Kóraninn, sem eru áreiðanlega áhrifaríkustu rit allra tíma og sem býsna fróðlegt er að bera saman. Þar er sannarlega margt sem sameinar en ótal margt sem ólíkt er. Hlökkum til að sjá þig!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2016

Á fimmtudaginn ætlum við í Opna húsinu að fara í Mörkina, Suðurlandsbraut.

Næst komandi fimmtudag, þann 18. febrúar verður breyting á dagskrá í Opna
húsinu. Við ætlum að fjölmenna á sýningu á íslenskum þjóðlífsmyndum eftir Sigríði Kjaran í tengigangi Markarinnar, Suðurlandsbraut. Listaverkin sem eru sextán talsins endurspegla íslenskt þjóðlíf á árum áður. Brúðurnar eru í íslenskum búningum og sýna fólk við hversdagsleg störf í borg og sveit. Sigríður, sem nú er látin, sagði um brúður sínar: Tilgangur minn er sá að tryggja að vinnubrögð og andi hins liðna gleymist ekki yngri kynslóðum, heldur geti þær í gegnum brúðurnar séð hvernig lifnaðarhættir forfeðra þeirra voru.”
Við ætlum að sameinast í bíl frá Safnaðarheimilinu, sumir ætla að fara beint í Mörkina. Okkur er boðið í kaffi í Mörkinni, þetta verður skemmtilegur fimmtudagur.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2016

Dægradvöl í vetrarfríi.

Dómkirkjan býður uppá dægradvöl fyrir börn í 1.-3. bekk í vetrarfríi grunnskólans 25.-26. febrúar n.k. kl. 8-16 í safnaðarheimilinu við Lækjargötu 14. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg undir leiðsögn presta, kennara og æskulýðsfulltrúa Dómkirkjunnar.

Dægradvölin er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan kr. 1.500 vegna máltíða.

Skráning á kirkjan@domkirkjan.is og nánari upplýsingar í síma 520-9700.
barnastarfirkjan@domkirkjan.is eða í síma 520 9709 fyrir 21. febrúar.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/2 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 14. febrúar séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Barnastarfið á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganista.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/2 2016

Iðunn Steinsdóttir, rithöfundur verður gestur okkar í Opna Húsinu á morgun, fimmtudag. Við byrjum klukkan 13.30 með veislukaffi að hætti Ástu. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/2 2016

Ungdóm í Laser Tag á morgun, mæting þar

Á morgun verdur farid í laser tag i Kópavoginum (hja Netto) vid byrjum klukkan 7 ad þessu sinni svo endilega verid mætt 15 minutum fyrr: Vid hittumst i laser taginu. Þad kostar 1700kr og innifalid i þvi eru 2 leikir. Vid verdum liklega buin svona rett um 8.
Svo til ad draga þetta saman þá er:
Mæting 18:45 i Kópavoginum buid klukkan 20:00.
Muna eftir pening (1700kr)
Hlökkum til ad sjá ykkur
Kv.
Siggi og Óli

Laufey Böðvarsdóttir, 8/2 2016

640pix__MG_6224+

Laufey Böðvarsdóttir, 7/2 2016

Mag. theol. Hildur Björk Hörpudóttir verður vígð til prestsþjónustu í Reykhólaprestakalli og Áslaug Helga Hálfdánardóttir, djáknakandídat, til djáknaþjónustu í Lindaprestakalli.

Sunnudaginn 7. febrúar kl. 11.00

Vígsluvottar eru:
Sr. Sveinn Valgeirsson,
sr. Jóhanna Gísladóttir,
sr. Guðni Már Harðarson,
sr. Guðmundur Karl Brynjarsson, sem lýsir vígslu, og
Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni.

Björn Samúelsson, fulltrúi frá Reykhólaprestakalli les ritningarlestur.

Barnastarfið á kirkjuloftinu hjá Óla Jóni og Sigga Jóni.
Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/2 2016

Páll Einarsson, jarðfræðingur verður gestur okkar í Opna Húsinu á morgun, fimmtudag. Við byrjum klukkan 13.30 með veislukaffi að hætti Ástu. Allir velkominr.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/2 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...