Dómkirkjan

 

Það verður áhugavert að hlusta á Heimi segja frá Hólavallagarði á fimmtudaginn. Opna húsið er í safnaðarheimilinu kl. 13.00-14.30. Á morgun, miðvikudag er tíðasöngur kl. 9.15 með séra Sveini. Athugið að örpílagrímagangan fellur niður á morgun. Á fimmtudaginn er síðan tíðasöngur bæði kl. 9. 15 og kl. 17.00. Sunnudaginn 17. nóvember er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin í safnaðarstarfið í Dómkirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/11 2024

Tíðasöngur, 9,15 í dag þriðjudag. Bænastund kl.12 í safnaðarheimilinu og Bach tónleikar klukkan 20.00 í kvöld. Athugið pílagrímagangan fellur niður á morgun, miðvikudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/11 2024

Hátíðarguðþjónusta á sunnudag 10. nóvember klukkan 11.00 á kristniboðsdaginn og á kirkjudegi Dómkirkjunnar, er var vígð 1796.

Í messunni verða fluttir sungnir messuliðir eftir Þorvald Halldórsson söngvara í minningu hans, og þess kristniboðsstarfs sem hann sinnti á Íslandi um áratuga skeið. Sr. Elínborg Sturludóttir, séra Sveinn Valgeirsson, Sigríður Schram, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Messukaffi.
Í dag, miðvikudag klukkan 18.00 er örpílagrímaganga með séra Elínborgu frá Dómkirkjunni. Á morgun, fimmtudag er tíðasöngur með séra Sveini kl. 9.15 og kl. 17.00 .Á morgun, fimmtudag ætlar séra Elínborg að fjalla um Ólafíu þessa stórmerku konu í safnaðarheimilinu kl. 13.00. Kaffiveitingar og gott samfélag.
Verið hjartanlega velkomin í safnaðarstarf Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/11 2024

Tíðasöngur kl. 9.15 í dag, miðvikudag með séra Sveini og örpílagrímaganga með séra Elínborgu klukkan 18.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/11 2024

Bach tónleikarnir 5. nóvember falla niður vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2024

Tíðasöngur með séra Sveini kl. 9.15 í dag, þriðjudag. Bæna- og kyrrðarstund klukkan 12.00, hádegisverður eftir stundina í safnaðarheimilinu. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/11 2024

Séra Sveinn prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 3. nóvember klukkan 11.00, Guðmundur og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/11 2024

Kæru vinir, á fimmtudaginn er bingó í Opna húsinu klukkan 13.00. Sr. Bára Friðriksdóttir verkefnastjóri Eldriborgararáðs verður bingóstjóri. Gott með kaffinu.

Örganga kl. 18.00 á miðvikudaginn með sr. Elínborgu og tíðasöngur á fimmtudaginn klukkan 9.15 og kl. 17.00 með séra Sveini.
Á laugardaginn kl.16.00 heldur Gunnar Kvaran sína þriðju og síðustu tónleika í tilefni af áttræðisafmæli sínu á árinu. Að þessu sinni verður gestur hans Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari.
Leikin verða verk eftir Vivaldi, Hoffmeister, Beethoven, Atla Heimi Sveinsson, Glière og Pablo Casals. Veitingar í safnaðarheimilinu eftir tónleikana.
Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2024

Bænastundin þriðjudaginn 29. október verður í safnaðarheimilinu klukkan 12.00

Laufey Böðvarsdóttir, 28/10 2024

Gunnar Kvaran heldur sína þriðju og síðustu tónleika í tilefni af áttræðisafmæli sínu á árinu, laugardaginn 2. nóvember klukkan 16.00. Að þessu sinni verður gestur hans Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari. Leikin verða verk eftir Vivaldi, Hoffmeister, Beethoven, Atla Heimi Sveinsson, Glière og Pablo Casals. Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/10 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...