Kæru vinir síðasta Opna húsið okkar á þessum vetri verður fimmtudaginn 18. apríl klukkan 13.00-14.30. Guðfinna Ragnarsdóttir verður gestur okkar. Gott með kaffinu og skemmtilegt samfélag. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.
Vorferðin verður farin í maí og auglýst nánar á næstunni.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2024
Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn leiðir söng. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2024
Aðalsafnaðarfundur
Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn sunnudaginn 21.apríl 2024 kl.13.30
í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf:
Önnur mál.
Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2024
Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2024
Í kvöld klukkan 18.00 er fundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Þri-mið-og fimmtudag er tíðasöngur kl. 9.15 og einnig kl. 17.00 á fimmtudaginn. Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 á morgun, þriðjudag og létt máltíð eftir hana. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar falla niður þessa vikuna vegna veikinda. Á fimmtudaginn kl. 13.00-14.30 er Opna húsið og nú verðum við í kirkjunni. Séra Sveinn segir frá helgitáknum og siðum í kirkjunni. Á sunnudaginn er messa klukkan 11.00. Hlökkum til að sjá ykkur í safnaðarstarfinu.
Laufey Böðvarsdóttir, 8/4 2024
Tilvalið fyrir vinahópa að skella sér í miðbæinn, fá sér kaffi og meðlæti, hlusta og njóta samfélagsins.
Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2024