Dómkirkjan

 

Helgihald um jólin er með hefðbundnum hætti. Aftansöngurinn í Dómkirkjunni kl. 18 á aðfangadagskvöld lýkur upp hliðum hátíðarinnar fyir landsmönnum. Þá verður heilagt þegar klukknahljómurinn úr turni Dómkirkjunnar berst yfir landið á öldum ljósvakans. Að þessu sinni prédikar sr. Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Á jólanótt klukkan hálf tólf er miðnæturguðsþjónusta. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar. Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11 þar sem biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og dómkirkjuprestar þjóna. Á annan jóladag eru messa kl. 11 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar. Á Gamlárskvöld er aftansöngur kl. 18 og messa á nýjársdag kl. 11. Dómkirkjan óskar öllum blessaðrar aðventu og gleðilegrar jólahátíðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2016

Nýr hátíðarhökull í Dómkirkjunni, séra Sveinn Valgeirsson skrýðist höklinum við aftansöng í kvöld kl. 18. Dómkirkjunni hefur borist nýr hátíðarhökull að gjöf. Gefandi vill ekki láta nafn síns getið. Hökullinn er hvítur, ofinn í damasktækni með íofnum gullþræði og fóðraður með sérlituðu silkifóðri. Á baki er gylltur kross, sem ber svip af silfurkrossinum sem prýðir altarisklæði kirkjunnar. Sitthvoru megin eru grísku stafirnir, alfa og ómega, sem vísa í orð Jesú: Ég er alfa og ómega, upphafið og endirinn. Að framan er svonefnd Lúthersrós, sem var innsigli Marteins Lúthers. Krossinn í hjartanu, tákn trúar og kærleika í hvítri rós, sem er tákn gleðinnar og umhverfis er gylltur hringur, tákn eilífa lífsins. Elín Stefánsdóttir, veflistarkona, vann og óf hökulinn í samvinnu við Karl Sigurbjörnsson biskup. Þessi fagra gjöf er kærleikstjáning og þakklætis til Dómkirkjunnar og þess Drottins sem hún er helguð, og þess sem hún stendur fyrir með helgri iðkun um ársins hring. Guð launi fagra gjöf og blessi þann góða hug sem að baki býr.

IMG_1283

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2016

image1

Laufey Böðvarsdóttir, 23/12 2016

JÓLASTUND Í Dómkirkjunni

JÓLASTUND Í Dómkirkjunni
(English below)

Á Þorláksmessu, 23. desember kl 20:30

Hátíðleg sönglög og dúettar úr íslenskum þjóðlagaarfi, óperum og óratoríum í bland við sígild amerísk jólalög.

Fram koma
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran
Guja Sandholt, mezzo-sópran
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó

Miðaverð
3000 kr við innganginn
2500 kr í forsölu á https://midi.is/concerts/1/9877
1500 fyrir 16 ára og yngri
posi verður á staðnum

***
A Christmas concert
Reykjavík Cathedral at Austurvöllur
December 23rd at 8.30 pm

A festive selection of songs and duets – ranging from Icelandic folk music to American Christmas classics and pieces from operas and oratorios.

Performers:
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, soprano
Guja Sandholt, mezzo-soprano
Matthildur Anna Gísladóttir, piano

Ticket price:
3000 ISK at the door
2500 ISK via https://midi.is/concerts/1/9877
1500 ISK for 16 year old and younger
***
www.arnadottir.info
www.gujasandholt.com

Laufey Böðvarsdóttir, 23/12 2016

„Mozart við kertaljós“ sem Camerarctica heldur 22. desember kl. 21:00. Það er ljúft að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu og njóta ljúfrar tónlistar Mozarts. Á Þorláksmessu, 23. desember kl 20:30 verða tónleikar þar sem fram koma: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran, Guja Sandholt, mezzo-sópran og Matthildur Anna Gísladóttir, píanó. Hátíðleg sönglög og dúettar úr íslenskum þjóðlagaarfi, óperum og óratoríum í bland við sígild amerísk jólalög. Helgihald um jólin er með hefðbundnum hætti. Aftansöngurinn í Dómkirkjunni kl. 18 á aðfangadagskvöld lýkur upp hliðum hátíðarinnar fyir landsmönnum. Þá verður heilagt þegar klukknahljómurinn úr turni Dómkirkjunnar berst yfir landið á öldum ljósvakans. Að þessu sinni prédikar sr. Hjálmar Jónsson og séra Sveinn Valgeirsson þjónar. Á jólanótt klukkan hálf tólf er miðnæturguðsþjónusta. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar. Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11 þar sem biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og dómkirkjuprestar þjóna. Á annan jóladag eru messa kl. 11 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar. Á Gamlárskvöld er aftansöngur kl. 18 og messa á nýjársdag kl. 11. Dómkirkjan óskar öllum blessaðrar aðventu og gleðilegrar jólahátíðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2016

Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík þann 21. desember kl. 22. Sungin verða hefðbundin jólalög í bland við ný jólalög og útsetningar eftir meðlimi kórsins. Fluttar verða útsetningar eftir Birgit Djupedal og Sigmund Sigurðarson auk þess sem nýtt jólalag eftir Erlu Ragnarsdóttur og Grétu Sigurjónsdóttur í útsetningu Ásbjargar Jónsdóttur verður frumflutt. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/12 2016

IMG_1250
Aðventan setur mark sitt á borgina og laðar hugi og hjörtu unga sem gamalla að ljósinu sem á móti kemur. Í Dómkirkjunni er boðið upp á guðsþjónustur, bænastundir og margvíslega viðburði, tónleika og samverur þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim.
Föstudagurinn 16. desember kl. 20 eru Jólatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík, þar sem efnisskráin er afar fjölbreytt og verður boðið upp á úrval af því besta úr vetrarstarfinu.
Síðasta sunnudag fyrir jól, 18. desember, er boðið til fjölskyldumessu kl. 11, undir yfirskriftinni „Þökkum fyrir ljósið og lífið.“ Stundin er sérstaklega helguð ljósmæðrunum og þjónustu þeirra í þágu lífsins. Ljósmæður munu lesa texta og sungnir verða aðventu og jólasálmar. Karlakór KFUM syngur undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur, sem einnig syngur einsöng. Ljúf og notaleg samverustund í anddyri jólanna.
Norsk messa er kl. 14 þar sem sr. Þorvaldur Víðisson prédikar og sr. Hjálmar Jónsson þjónar.
Kl. 20 er æðruleysismessa, þessi klukkutími verður fylltur ró, góðri nærveru, bæn og íhugun. Sr. Anna Sigríður mun leiða stundina, sr. Karl Matthíasson mun tala til okkar, félagi mun deila reynslu sinni, Díana fer fyrir bæn, Ástvaldur verður á píanóinu og Berglind Magnúsdóttir kemur og syngur fyrir okkur og með okkur, ljúf og góð stund.
Jólatónleikar Dómkórsins verða 21. desember kl 22:00. Stjórnandi er Kári Þormar, dómorganisti. Í huga margra eru jólatónleikar Dómkórsins í dimmasta skammdeginu ómissandi sem hluti aðventu og jólaundirbúningsins.
Sama er að segja um hina árlegu kertaljósatónleika „Mozart við kertaljós“ sem Camerarctica heldur 22. desember kl. 21:00. Það er ljúft að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu og njóta ljúfrar tónlistar Mozarts.
Á Þorláksmessu, 23. desember kl 20:30 verða tónleikar þar sem fram koma: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran, Guja Sandholt, mezzo-sópran og Matthildur Anna Gísladóttir, píanó. Hátíðleg sönglög og dúettar úr íslenskum þjóðlagaarfi, óperum og óratoríum í bland við sígild amerísk jólalög.
Helgihald um jólin er með hefðbundnum hætti. Aftansöngurinn í Dómkirkjunni kl. 18 á aðfangadagskvöld lýkur upp hliðum hátíðarinnar fyir landsmönnum. Þá verður heilagt þegar klukknahljómurinn úr turni Dómkirkjunnar berst yfir landið á öldum ljósvakans. Að þessu sinni prédikar sr. Hjálmar Jónsson. Á jólanótt klukkan hálf tólf er miðnæturguðsþjónusta. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Karl Sigurbjörnsson, biskup, prédikar.
Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11 þar sem biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar. Á annan jóladag eru messa kl. 11 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar. Á Gamlárskvöld er aftansöngur kl. 18 og messa á nýjársdag kl. 11.
Dómkirkjan óskar öllum blessaðrar aðventu og gleðilegrar jólahátíðar.

Laufey Böðvarsdóttir, 16/12 2016

ÆÐRULEYSISMESSA 18. DESEMBER KL. 20

Aðventan er mörgum góður tími ríkur af tilhlökkun, ljósum og notalegum stundum en aðventan er líka mörgum erfið. Það er sama hvernig aðstæður eru það er alltaf gott að taka sig frá og gefa sér tíma.
Nú er tækifæri því Æðruleysismessa verður sunnudaginn 18. Desember 2016 kl. 20:00 í Dómkirkjunni.
Þessi klukkutími verður fylltur ró, góðri nærveru, bæn og íhugun. Sr. Anna Sigríður mun leiða stundina, Sr. Karl Matthíasson mun tala til okkar, félagi mun deila reynslu sinni, Díana fer fyrir bæn, Ástvaldur verður á píanóinu og Berglind Magnúsdóttir kemur og syngur fyrir okkur og með okkur :)
Verið öll velkomin ;) Sjáumst sem flest <3

Laufey Böðvarsdóttir, 14/12 2016

Hlökkum til að sjá ykkur í bæna-og kyrrðarstundinni á morgun, þriðjudag kl. 12.10. Gott að gefa sér tíma í amstri dagsins og eiga góða stund í kirkjunni. Kári spilar á orgelið, en þeir flinku feðgar Björgvin og Júlíus voru að stilla það í vikunni. Veislumatur hjá Ástu okkar. Hjartanlega velkomin.

IMG_1208

Laufey Böðvarsdóttir, 12/12 2016

Velkomin til messu á sunnudaginn, séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Helgu Kolbeinsdóttur. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Hlökkum til að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/12 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS