Dómkirkjan

 

Föstudagurinn 22. desember Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni kl.21.00. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika. Hópurinn hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart við kertaljós í tuttugu og fjögur ár og verðu þetta því í tuttugasta og fimmta skiptið sem þessi tónleikaröð er haldin og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu. Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Svava Bernharðsdóttir, víóluleikari og Sigurður Halldórsson, sellóleikari. Á efnisskránni er tvær af perlum Mozarts hinn gullfallegi kvintett fyrir klarinettu og strengi og glitrandi kvartett fyrir flautu og strengi. Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum”, sem er úr Töfraflautunni eftir Mozart. Tónleikarnir eru klukkustundarlangir og hefjast þeir allir klukkan 21.00. Aðgangseyrir er kr. 2800, og kr. 2000 fyrir nemendur og eldri borgara.. Frítt er inn fyrir börn.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/12 2017

Jólatónleikar Dómkórsins verða haldnir í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 21. desember kl. 22. Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. The Cahtedral Choir gives it´s annual Christmas concert tuesday 21st December at 10 p.m. Free entrance.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/12 2017

Kæru vinir, hlökkum til að sjá ykkur í Dómkirkjunni í hádeginu í dag, þriðjudag. Síðasta kyrrðar-og bænastundin á þessu ári. Jólamatur og góð samvera í safnaðarheimilinu!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/12 2017

Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 17. desember. Aurora Erika Luciano leikur á básúnu, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Síðasti sunnudagaskólinn á þessu ári á kirkjuloftinu. Ólafur Jón og Sigurður Jón sjá um fræðandi og skemmtilegt barnastarf. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/12 2017

Upptaka á jólamessu biskups í Sjónvarpinu fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 13. desember nk. kl. 18. Jólamessunni er sjónvarpað á aðfangadagskvöld kl. 22. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormars, fermingarbörn úr Dómkirkjunni taka þátt í upptökunni. Prúðbúnir gestir eru velkomnir í Dómkirkjuna til að vera viðstaddir upptökuna. Mæting kl. 17:45.

Sunnudagurinn 17. desember.

Messa kl. 11:00  Sveinn Valgeirsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns.

Kolaportsmessa kl. 14 í kaffiporti, séra Sveinn Valgeirsson, Ragnheiður Sverrisdóttir og Hjalti Jón Sverrisson pr

Æðruleysismessa kl. 20. Séra Fritz Már Berndsen og Díana Ósk Óskarsdóttir, séra Anna Sigríður leiða stundina, Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn.

Þriðjudaginn 19. desember  kl. 20.30 -21.00.

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar, frítt inn.

 

Fimmtudaginn 21. desember Jólatónleikar Dómkórsins kl. 22
Flutt verða hefðbundin jólalög í bland við ný, erlend sem innlend.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.

Föstudagurinn 22. desember Mozart við kertaljós í Dómkirkjunni kl.21.00. Kammerhópurinn Camerarctica heldur sína árlegu kertaljósatónleika. Aðgangseyrir er kr. 2800, og kr. 2000 fyrir nemendur og eldri borgara.. Frítt er inn fyrir börn.

Aðfangadagur 24. desember

Dönsk messa kl. 15:00,  séra Þórhallur Heimisson prédikar.

 

Aftansöngur kl. 18:00,  Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og séra Hjálmar Jónsson þjónar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar

Miðnæturguðsþjónusta kl. 23:30  sr. Karl  Sigurbjörnsson biskup og Hamrahlíðarkórinn stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir. Kári Þormar dómorganisti.

 

Jóladagur 25. desember

Messa kl. 11:00  Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson þjónar.

Annar í jólum 26. desember

Messa kl. 11:00 sr. Sveinn Valgeirsson prédikar,  Dómkórinn og organisti Kári Þormar.

 

Gamlársdagur 31. desember

Aftansöngur kl. 18:00   sr. Sveinn Valgeirsson prédikar.

 

Nýársdagur 1. janúar 2018

Hátíðarmessa kl. 11:00, Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir, sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn  og organisti er Kári Þormar.

 

 

Dómkirkjan óskar sóknarbörnum sínum og landsmönnum öllum gleðiríkra jóla og Guðs blessunar á nýju ári, með þakklæti fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Sjá nánar á fésbókinni eða domkirkjan.is.

 

Hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2017

Falleg messa á þessum fallega degi!

19059097_10155892567425396_7669793520815982579_n 24862650_10155892567555396_3064877466799997580_n 24899972_10155892567420396_7090244248125983045_n 24991502_10155892567560396_9098530017212593148_n 25152210_10155892567430396_3148451271117319792_n 25158051_10155892567435396_4319375203931317595_n

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2017

Á morgun kveikjum við á Betlehemkertinu. Messur kl. 11, 14 og 20. Sunnudaginn 10. desember verða þrjár messur í Dómkirkjunni. Klukkan 11 er messa þar sem Karl Sigurbjörnsson,biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng og Baldvin Oddsson leikur á trompet. Eygló Rut og Oddur Björnsson lesa ritningarlestrana. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga. Minni á bílastæðin við Alþingi. Klukkan 14 er norsk messa, þar prédikar séra Þorvaldur Víðisson, fallegir jólasálmar, börn eru með atriði, tónlistarfólkið Helgi Snorri, Jon Ingvi Seljeseth, Inge-Maren Fjeldheim, Romain Denuit og Kári Þormar organisti. Klukkan 20 er Kvennakirkjan með guðþjónustu. Friður kirkjunnar, hljómlist og kertaljós og hugleiðum styrk fyrirgefningarinnar og möguleika hennar í dögum okkar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir jólasálma og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar Á þriðjudaginn er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar kl. 20.30. Verið velkomin!

24909573_10155891196890396_3897373749544296230_n

Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2017

Sunnudaginn 10. desember verða þrjár messur í Dómkirkjunni. Klukkan 11 er messa þar sem Karl Sigurbjörnsson, prédikar og þjónar fyrir altari. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng og Baldvin Oddsson leikur á trompet. Klukkan 14 er norsk messa, þar prédikar séra Þorvaldur Víðisson og klukkan 20 er Kvennakirkjan með guðþjónustu. Við önnumst guðþjónustuna í sameiningu í friði kirkjunnar, hljómlist og kertaljósi og hugleiðum styrk fyrirgefningarinnar og möguleika hennar í dögum okkar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir jólasálma og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Anna Guðmundsdóttir hitar okkur kaffi og súkkulaði á kirkjulofti og þær sem sjá sér fært að koma með góðgerðir fá alúðar þakkir.

Laufey Böðvarsdóttir, 7/12 2017

Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar sunnudaginn 3. desember sem er fyrsti sunnudagur í aðventu. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigga Jóns. Ragnar Pétur Jóhannsson syngur einsöng og Ása Ólafsdóttir leikur forspil og eftirspil Dómkórinn og Kári Þormar er organisti. Eftir messu er boðið uppá kaffi og heimabakaðar smákökur í safnaðarheimilinu. Minnum á bílastæðin við Alþingi. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.Sænsk messa kl. 14, sr. Þórhallur Heimisson prédikar.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/12 2017

Opna húsið í dag fimmtudag kl. 13.30. Heitt súkkulaði með rjóma og kræsingar. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/11 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...