Dómkirkjan

 

Gleðilegt sumar, næsta Opna hús er fimmtudaginn 26. apríl!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2018

Nú styttist í að sunnudagaskólinn fari í sumarfrí, aðeins tvö skipti eftir. Fjölmennum á sunnudaginn á kirkjuloftið kl. 11.00, Óli og Siggi taka vel á móti ykkur. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar, Dómkórinn syngur og Kári Þormar er organisti. Þórður Hallgrímsson nemandi í MÍT spilar í messunni. Bílastæði við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2018

Jón Benedikt Guðlaugsson verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Hann mun fjalla um skáldið Pál Ólafsson í gleði og sorg. Í liðinni viku var það Sigurbjörn Þorkelsson, rithöfundur sem gladdi okkur með sinni einlægnu frásögn og ljóðum sínum. Kærar þakkir Sigurbjörn fyrir þín góðu orð. Í dag, þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni í hádeginu. Alttaf gott að gefa sér frí frá amstri dagsins og njóta friðar og bænar í þessum fagra helgidómi.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2018

Á sunnudaginn eru messur kl. 11 og 20. Í morgunmessunni prédikar og þjónar sr. Sveinn Valgeirsson , Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista. Skemmtilegur sunnudagaskóli á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Kl. 20 er æðruleysismessa þar sem sr. Sveinn, sr. Fritz og sr. Díana Ósk þjóna og Kristján Hrannar leikur á flygilinn. Kyrrð, ró, Tólf sporin, hugleiðing, bæn, söngur, samvera. Njótum þess að koma saman, taka okkur úr amstri dagsins, leita inn á við, leita Æðri máttar, tengja okkur og endurnærast. Verið velkomin í Dómkirkjuna!

IMG_6053

Laufey Böðvarsdóttir, 11/4 2018

Bach tónleikarnir falla niður í kvöld, 10. apríl.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/4 2018

Skemmtileg stund hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í kvöld. Fengum þessa fallegu herramenn í heimsókn, þar sem þeir fóru yfir ýmsa góða mannasiði. Albert og Bergþór hjartans þakkir fyrir skemmtunina.

received_10158234807456959-1 received_10158234807816959

Laufey Böðvarsdóttir, 9/4 2018

Messa og sunnudagaskóli á morgun sunnudag kl. 11. Séra Sveinn prédikar og þjónar. Dómkórinn og Kári Þormar. Aurora Erica Lucian nemandi í MÍT, leikur á básúnu í messunni. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

IMG_1967

Laufey Böðvarsdóttir, 7/4 2018

Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur verður gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Byrjum kl. 13.30 á veislukaffi hjá Ástu okkar. Sjáumst á fimmtudaginn í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.

IMG_1772

Laufey Böðvarsdóttir, 5/4 2018

Sunnudaginn 8. apríl prédikar séra Sveinn Valgeirsson við messu kl.11. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu hjá Óla og Sigga.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2018

Kæru vinir, hlökkum til að hitta ykkur i dag kl. 12.10 í bæna-og kyrrðarstundinni í Dómkirkjunni. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. Athugið Bach tónleikarnir falla niður í kvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...