Dómkirkjan

 

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar við messu sunnudaginn 1. júlí klukkan 11. Félagar úr Dómkórnum syngja og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/6 2018

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag gott að gefa sér tíma og njóta í helgidómnum. í kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/6 2018

Séra Hjálmar Jónsson prédikar sunnudaginn 24. júní kl. 11.00

Laufey Böðvarsdóttir, 20/6 2018

GÓÐIR HÁLSAR Mókrókar bregða enn og aftur á leik í sumartónleikaröð sinni í miðbæ Reykjavíkur. HVAR? – Dómkirkjunni í Reykjavík, Kirkjustræti HVENÆR? – fim. 21. júní, kl 17:00 …og aðgangur er ókeypis! Á boðstólum verður splúnkunýr frumsaminn djass í huggulegri kantinum sem hljómsveitarmeðlimir hafa unnið að hörðum höndum undanfarnar tvær vikur. Þetta verða í raun ekki tónleikar heldur ferðalag. Lifandi spuni mun leiða hlustendur um hugarheim þessara ungu tónskálda. Áætlaður ferðatími er ein klukkustund og það eru engir neyðarútgangar. Mókrókar eru: Benjamín Gísli Einarsson – flygill & hljóðgervlar Tumi Torfason – trompet, rafbassi, hljóðgervill & konga-trommur Þorkell Ragnar Grétarsson – rafgítar Þórir Hólm Jónsson – trommur & gjallir Mókrókar starfa sem listhópur hjá Hinu húsinu í sumar og munu gæða götur Reykjavíkurborgar lífi með fjölbreyttum tónlistarflutningi. Auk þess spila þeir frumsamið efni á fernum stærri tónleikum í sumar.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/6 2018

Minnum á Bach tónleikana öll þriðjudagskvöld kl. 20.30-21.00.

IMG_4315

Laufey Böðvarsdóttir, 17/6 2018

Á morgun, sunnudag 10. júní er messa kl.11.00. Séra Ólafur Jón Magnússon prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Björg Þórhallsdóttir leiðir sönginn. Hjartanlega velkomin.

IMG_1649

Laufey Böðvarsdóttir, 10/6 2018

Séra Ólafur Jón Magnússon prédikar og þjónar í Dómkirkjunni við messu kl.11.00 sunnudaginn 10. júní.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/6 2018

Hér er mynd frá sjómannadagsmessunni í gær, sem Jón Páll Ásgeirson tók. Halldór B. Nellett skipherra á Þór og Ásgrímur L. Ásgrímsson framkvæmdastjóri Aðgerðasviðs lásu ritningarlestrana og sitjandi er Ásgeir R. Guðjónsson sprengjusérfræðingur LHG. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar við altarið.

IMG_2329

Laufey Böðvarsdóttir, 4/6 2018

Á sjómannadaginn er messa kl.11.00. Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson þjónar. Dómkórinn og einsöngvari er Elmar Gilbertsson. Lesarar frá Landhelgisgæslunni. Organisti er Kári Þormar. Bílastæði við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/5 2018

Kórverkið Northern Lights eftir norska tónskáldið Ola Gjeilo túlkar tryllta fegurð norðurljósanna. Það er hluti af fjölbreyttri efnisskrá sem verður flutt á tónleikum Dómkórsins í Hallgrímskirkju 3. Júní 2018 kl. 17:00. Á tónleikunum verður einnig flutt Requiem eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé ásamt einsöngvurum og orgeli. Önnur verk sem flutt verða eru eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Önnu Þorvaldsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Francis Poulenc, Maurice Duruflé, Eric Whitacre og Ēriks Ešenvalds. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi kórsins fyrir tónleika sem hann heldur í París 10. júní í Saint-Étienne-du-Mont kirkjunni í latínuhverfinu þar sem franska tónskáldið Maurice Duruflé var einmitt organisti. Stjórnandi: Kári Þormar Orgel: Steingrímur Þórhallsson Einsöngur: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzosópran, Jón Svavar Jósefsson baritón og Guðbjörg Hilmarsdóttir sópran. Miðaverð: 3.500 kr. á Tix.is en 3.000 kr. hjá kórfélögum. Miðar verða einnig seldir við innganginn. The Reykjavík Cathedral Choir – Concert The choral piece Northern Lights by the Norwegian composer Ola Gjeilo interprets the “terriffic” beauty of the northern lights. It is part of a varied repertoire that will be performed in concert by the Reykjavík Cathedral choir in Hallgrímskirkja church on 3 June 2018 at 5 pm. The choir will also be performing Requiem by the French composer Maurice Duruflé with organ and soloists. The programme also includes pieces by the composers Þorkell Sigurbjörnsson, Anna Þorvaldsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir, Francis Poulenc, Maurice Duruflé, Eric Whitacre, and Ēriks Ešenvalds. The choir will repeat the concert in Saint-Étienne-du-Mont church in Paris on 10 June 2018 at 3 pm where the French composer Maurice Duruflé held the post of Titular Organist from 1929 until his death in 1986. Conductor: Kári Þormar Organ: Steingrímur Þórhallsson Soloists: Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-soprano, Jón Svavar Jósefsson baritone and Guðbjörg Hilmarsdóttir soprano. Tickets: ISK 3.500 on Tix.is and ISK 3.000 in from members of the choir. Tickets also available at the entrance.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/5 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...