Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir vígir, séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og Matthías Harðarson dómorganisti. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2025
Fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin til guðþjónustu 7. september kl. 11.00.
Í framhaldinu verður kynningarfundur um fermingarstarf vetrarins. Prestar Dómkirkjunnar eru í samstarfi við Hallgrímssöfnuð um fermingarstarf og er fyrirhugað að börnin fari í fermingarferðalag í Skálholtsbúðir helgina 3-5. október n.k.
Hlökkum til samstarfsins í vetur!
Sveinn Valgeirsson
Elínborg Sturludóttir
Laufey Böðvarsdóttir, 19/8 2025
Dæmalausi dómkórinn syngur í Menningarhúsinu Bergi 16.ágúst kl 15. Verið öll velkomin!
Næstkomandi laugardag heldur hinn dæmalausi dómkór opna æfingu í Bergi og býður ykkur öll hjartanlega velkomin! Fjölbreytt dagskrá og enginn aðgangseyrir!
Á æfingunni syngur kórinn Guði, náttúrunni, Grýlu og samfélagi manna dýrð. Á meðal ljóða- og lagahöfunda eru okkar fallni félagi Leifur Hauksson, okkar spelllifandi félagi Hjörleifur Hjartarson og svo einhverjir minni en ef til vill enn þekktari spámenn.
Kórinn skipa vinir sem sungu í kirkjunni við Austurvöll á þeim tíma sem Martein H. Friðriksson var þar dómorganisti, á árunum 1980 til 2010. Þess vegna kallar hópurinn sig líka stundum Sönghópinn Martein. Æfingar eru óreglulegar en best sóttar ef þeim fylgir partý, sérstaklega af Svarfdælingunum í hópnum.
Hópurinn hefur sungið víða síðustu ár; í Bjarnarfirði á Ströndum, Barcelona og Breiðholtskirkju, á Skógum, í Vestamannaeyjum og Kópavogi og leið eins og á heimavelli í Heilsustofnuninni í Hveragerði og á Tenerife.
Þrír meðlimir kórsins hafa leitt æfingar kórsins í gegnum tíðina og leitast við að hafa stjórn á honum við opinber tækifæri. Upp á síðkastið eru það tenórinn Sigmundur Sigurðsson, að öðru leyti mjólkurbílstjóri á Suðurlandi, og sópraninn Kristín Valsdóttir, sem annars er prófessor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Þriðji stjórnandinn hefur síðan verið Þórunn Björnsdóttir, landsfrægur kórstjóri úr Kópavogi, en hún gat ekki slegist í för í þetta sinn.
Dæmalaus dómkór á Dalvík, verið öll velkomin í Berg þann 16. ágúst n.k. kl. 15.
Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2025
Kirkjuklukkum víða um land, meðal annars í Dómkirkjunni í Reykjavík, Kópavogskirkju, Glerárkirkju á Akureyri og Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, var hringt klukkan eitt til stuðnings íbúum á Gaza-ströndinni og þar sem stríð ríkja í heiminum. Klukkurnar hringdu í sjö til fimmtán mínútur.
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segir klukknakallinu ætlað að hvetja til samstöðu og friðar.
Kirkjuklukkurnar voru nýttar í dag til þess að vekja athygli á og samstöðu með friði. Guðrún Karls Helgudóttir biskup íslands sagði m.a.: Guð gefi frið um heim allan og við leggjum Guð, í þínar hendur öll þau sem búa við hverskonar ófrið
Laufey Böðvarsdóttir, 7/8 2025