Dómkirkjan

 

Guð gefi frið um heim allan og við leggjum Guð, í þínar hendur öll þau sem búa við hverskonar ófrið og ofbeldi, hvar sem er í heiminum.

Kirkjuklukkum víða um land, meðal annars í Dómkirkjunni í Reykjavík, Kópavogskirkju, Glerárkirkju á Akureyri og Lágafellskirkju í Mosfellsbæ, var hringt klukkan eitt til stuðnings íbúum á Gaza-ströndinni og þar sem stríð ríkja í heiminum.  Klukkurnar hringdu í sjö til fimmtán mínútur.

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, segir klukknakallinu ætlað að hvetja til samstöðu og friðar.

Kirkjuklukkurnar voru nýttar í dag til þess að vekja athygli á og samstöðu með friði. Guðrún Karls Helgudóttir  biskup íslands sagði m.a.: Guð gefi frið um heim allan og við leggjum Guð, í þínar hendur  öll þau sem búa við hverskonar ófrið

Laufey Böðvarsdóttir, 7/8 2025

Sunnudaginn 10. ágúst er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Matthías Harðarson dómorganisti og félagar úr Dómkórnum. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/8 2025

Verið velkomin til messu sunnudaginn 3. ágúst klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og félagar úr gamla Dómkórnum leiða safnaðarsönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/8 2025

Nú má fara að hlakka til! Sálmabandið og saxófónn á Menningarnótt í Dómkirkjunni kl. 16.00. Sálmabandið er skipað þeim Sveini, Ásu, Jóni, Telmu Rós og Sigmundi og á þessum tónleikum leikur dómorganistinn nýi, Matthías Harðarson, á saxófón.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/7 2025

Bænastund í hádeginu og Bach tónleikar kl. 20.00. Alla þriðjudaga í Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/7 2025

Verið velkomin til messu sunnudaginn 27. júlí klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða safnaðarsönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/7 2025

Kæru vinir, það er gott að eiga kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni. Sjáumst klukkan 12.00 í dag, þriðjudag. Hressing og gott samfélag í safnaðarheimilinu eftir stundina. Í kvöld klukkan 20.00-20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2025

Kæru vinir, þriðjudags Bach tónleikarnir falla niður annað kvöld vegna veikinda. Bæna-og kyrrðarstundin á sínum stað í hádeginu á morgun kl. 12.00. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 14/7 2025

Þann 13. júlí sem er 4. sunnudagur eftir þrenningarhátíð er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Matthías Harðarsson dómorganisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Komið fagnandi.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/7 2025

Góð messa og messukaffi. Fyrsta messa Matthíasar Harðarsonar sem dómorganista. Kirkjugestir komu víða að. Matthías er frá Vestmannaeyjum og ánægjulegt að þaðan fengu við gesti í gær. Jón B. Guðlaugsson las ritningarlestrara og góðar raddir úr Dómkórnum leiddu safnaðarsönginn. Séra Sveinn þjónaði. Hjartans þakkir fyrir!

517018116_1180299444140201_7203689419948788742_n 515111387_1180288194141326_7285305633016858730_n

Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...