Dómkirkjan

 

Hlekkur á hátíðarmessuna í dag, nýársdag. Guðrún Karls Helgudóttir biskup íslands prédikaði, séra Elínborg Sturludóttir þjónaði fyrir altari, Baldvin Oddsson lék á trompet , Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn. Njótið!

https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2026-01-01/5458514

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2026

Messa sunnudaginn 4.janúar klukkan 11.00. Séra Elínborg, Matthías og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2026

Hátíðarmessa á nýársdag kl.11.00. Guðrún Karls Helgudóttir biskup íslands prédikar, séra Elínborg Sturludóttir þjónar, Baldvin Oddsson leikur á trompet , Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn. Frítt er í bílastæðin á nýársdag. Gleðilegt ár!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2026

Aftansöngur á gamlársdag kl. 18.00, séra Elínborg Sturludóttir prédikar. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng, Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn. Hátíðarmessa á nýársdag kl. 11, Guðrún Karls Helgudóttir biskup íslands prédikar, séra Elínborg Sturludóttir þjónar, Baldvin Oddsson leikur á trompet , Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/12 2025

Viltu vera vinur Dómkirkjunnar?

Dómkirkjan þessi fagra bygging er í hjarta borgarinnar, hún var vígð 1796 og á næsta ári eru því 230 ár frá vígslu hennar. Dómkirkjan er ekki einungis sóknarkirkja, heldur er hún kirkja biskups, Alþingis og með sérstökum hætti allrar þjóðarinnar. Þessi fallegi helgidómur er dýrmætt djásn sem tengist sterkt trú, sögu og menningu þjóðar okkar og mun gegna því hlutverki um ókomna tíð.
Dómkirkjusöfnuðurinn ber ábyrgð á rekstri og viðhaldi Dómkirkjunnar og Safnaðarheimilisins, Lækjargötu 14a, sem bæði eru friðuð hús og með merkustu og fegurstu byggingum borgarinnar.
Félagsgjöld sóknarbarna, svonefnd sóknargjöld sem greidd eru sem hlutfall af tekjuskatti, hafa hvergi nærri fylgt verðlagsþróun og einnig hefur gjaldendum fækkað. Því viljum við gefa fólki kost á því að gerast Vinir Dómkirkjunnar og styðja við starf hennar með framlögum á reikning sóknarinnar. Bankaupplýsingar: 513-26-3565 eða tónlistarsjóð kirkjunnar: 358-22-1350, kennitala: 500169-5839.
Margt smátt gerir eitt stórt og þitt framlag skiptir máli. Með nýjum lögum um almannaheillastarfsemi er hægt að styðja við Dómkirkjuna og fá skattafrádrátt. Er einstaklingum heimilt að draga allt að 350 þúsund krónur á ári frá skattskyldum tekjum sínum utan atvinnurekstrar vegna framlaga til almannaheillastarfsemi. Til þess að einstaklingur fái frádrátt þurfa gjafir/framlög hans á árinu að vera a.m.k. 10.000 kr. Framlög/gjafir veita afslátt af tekjuskattsstofni. Þessi nýju lög eru hvatning almenningi til að láta gott af sér leiða á vettvangi frjálsra félagasamtaka. Eins og þáverandi fjármálaráðherra sagði við samþykkt laganna, þá eru þau „skýr skilaboð til þeirra þúsunda sjálfboðaliða sem starfa við almannaheillastarfsemi um allt land um að störf þeirra séu mikils metin og skipti okkur öll máli.“
Dómkirkjan hefur verið helgidómur Reykvíkinga í á þriðju öld, á helgum og hátíðum, gleði og sorgum.
Viltu skrá þig í Þjóðkirkjuna? Það er einfalt og þú getur gert það á netinu https: //kirkjan.is/skraning-i-thjodkirkjuna

Laufey Böðvarsdóttir, 29/12 2025

Laudes -morgunsöngur í Dómkirkjunni 30. des kl 9:15. Allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/12 2025

Vesper – aftansöngur í Dómkirkjunni laugardaginn 27. des kl 17:00. Sunnudaginn 28. desember er messa klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/12 2025

Aftansöngur á gamlársdag kl. 18.00, séra Elínborg Sturludóttir prédikar. Dagbjört Andrésdóttir syngur einsöng, Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn. Hátíðarmessa á nýársdag, Guðrún Karls Helgudóttir biskup íslands prédikar, séra Elínborg Sturludóttir þjónar, Baldvin Oddsson leikur á trompet , Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn. Gleðilegt ár!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/12 2025

Messa 26. desember klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari Matthías Harðarson og Dómkórinn í Reykjavík. Frítt í bílastæðin. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/12 2025

Á jóladag er hátíðarmessa kl. 11.00 þar sem biskup Islands, Guðrún Karls Helgadóttir prédikar. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari, Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn.

26. desmber er messa kl. 11.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/12 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...