Skírdagur
Fjölskyldutónleikar kl. 15.00
Okkar eini sanni Valgeir Guðjónsson ásamt Joel Durksen og Kristrúnu Steingrímsdóttur.
Sungið er um fugla og smádýr i íslenskri náttúru sem á vel við þegar vor og sumar er handan við hornið.
Gleði, en um leið fræðandi skemmtun.
Messa kl. 20:00
Prestar sr. Elínborg Sturludóttir
og sr. Sveinn Valgeirsson
Dómkórinn syngur,
Guðmundur Sigurðsson dómorganisti
Getsemanestund, andakt meðan altari
er afskrýtt.
Föstudagurinn langi
Guðþjónusta kl. 11:00
Prestur sr. Sveinn Valgeirsson
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðurðsson.
Hátíðarmessa kl 8:00
Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og
Dómkirkjuprestarnir þjóna.
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti.
Hátíðarmessa kl 11:00
Sr. Sveinn Valgeirssson prédikar
sr Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir
altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson.
Á öðrum degi páska verður gengið af stað frá Dómkirkjunni kl. 08:00 í „Emmaus-göngu“ um vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnes. Á leiðinni fetum við í fótspor sr. Geirs Vídalín sem var vígður dómkirkjuprestur árið 1791 og varð fyrsti Biskup Íslands eftir siðaskipti. Hann bjó um tíma á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Rifjaðar verða upp ýmsar sögur á leiðinni. Hugað verður að „Emmaus-göngum“ kristinna einstaklinga og svo lýkur vegferðinni með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 11:00 þar sem verður skírnarminning og hugvekja um Emmausfarana.
Hægt verður að koma inn í gönguna á leiðinni, en þá þarf að afla sér upplýsinga um það áður hjá: elinborg@domkirkjan.is
sr. Elínborg Sturludóttir leiðir gönguna og þjónar fyrir altari við guðsþjónustuna. Félagar úr Dómkórnum leiða söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista.
Fylgist með á facebooksíðu Dómkirkjunnar varðandi frekara starf.
Frítt í bílastæði borgarinnar: skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.