Dómkirkjan

 

Upplestur úr ævisögu Karls Sigurbjörnssonar biskups, þriðjudaginn 25. nóvember

Séra Þorvaldur Karl Helgason kemur í Opna húsið og les úr ævisögu Karl Sigurbjörnssonar biskups. Karl skildi eftir sig handrit að sjálfsævisögu þegar hann lést í febrúar árið 2024. Þar lýsir hann uppvexti sínum og daglegu lífi í Reykjavík um miðja síðustu öld, segir frá litríkum persónum, skólagöngu, áhrifavöldum, prestsárum og fjallar sömuleiðis um erfið mál á biskupsstóli og dregur ekkert undan. Bæna-og kyrrðarstund er klukkan 12.00 í kirkjunni. Upplagt að njóta þeirrar góðu stundar og koma síðan í safnaðarheimilið í veitingar, upplestur og gott samfélag.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2025

Hátíðarguðþjónusta sunnudaginn 23. nóvember klukkan 11.00

Guðþjónusta klukkan 11.00 í Dómkirkjunni á kristniboðsdaginn og á kirkjudegi Dómkirkjunnar, er var vígð 1796. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn í Reykjavík leiðir safnaðarsönginn.
Verið hjartanlega velkomin til messu á sunnudaginn!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2025

Aðventukvöld Dómkirkjunnar 30. nóvember klukkan 17.00

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra flytur hugleiðingu. Börn úr Landakotsskóla syngja nokkur lög undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Séra Elínborg Sturludóttir, séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn. Kirkjunefndarkonur Dómkirkjunnar bjóða í heitt súkkulaði, kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti

Laufey Böðvarsdóttir, 19/11 2025

Gæti verið mynd af Texti þar sem stendur "STYRKTARTÓNLEIKAR TIL STUĐNINGS FYRIR KRISTNA FLÓTTAMENN FRÁ NAGORNO KARABAKH Miavikudagur 12. nóvember 2025 kl. 19.30 Hallgrímskirkja í Saurbae, Hvalfjarđarsveit Fimmtudagur 13. nóvember 2025 kl. 19.30 Dómkirkjan í Reykjavík Birgir Pórarinsson Irina Hayrapetyan Artak Beglaryan -Kim Hartzner Ađgangur er ókeypis. Safnaa veraur framlögum og hvatt til ad styaja hjálparstarf Mission10forty fyrir hina kristnu flóttamenn frá Nagorno Karabakh."

Laufey Böðvarsdóttir, 9/11 2025

Laudes – morgunsöngur – klukkan 9:15 í dag, þriðjudag. Bæna-og kyrrðarstund i hádeginu. Léttur hádegisverður og gott samfélag í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í kvöld kl. 20.00-20.30. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/11 2025

„Frá ómi til hljóms“ verður til sýninga í Bíó Paradís frá 4. nóvember. Heimildamynd þessi er m.a. tekin upp í Dómkirkjunni.

Sveinn Þórarinsson amtskrifari á Möðruvöllum (1821-1868) hélt dagbók frá unglingsaldri þar til hann lést. Dagbókarfærslur, sem lúta á tónlist eru fjölmargar og mynda leiðarstef í heimildamyndinni „Frá ómi til hljóms, — tónlistin á dögum Sveins Þórarinssonar amtskrifara“. Hún fjallar um breytingarnar, sem urðu á íslensku tónlistarlífi á 19. öld. Tónlistariðkun Íslendinga hafði helst verið rímnasöngur, grallarasöngur, þulur og tvísöngslög. Annar fjölraddaður söngur þekktist ekki. Oft var sungið í fornum kirkjutóntegundum, svo sem lydíska skalanum. Einu hljóðfærin, sem almenningur hafði aðgang að, voru langspilið og íslenska fiðlan. Þá gerðist það fyrir miðja 19. öld, að ákveðið var að bæta þyrfti kirkjusönginn í Dómkirkjunni. Þær lagfæringar urðu upphafið á umsnúningi á íslensku tónlistarlífi, sem ruddi braut „hinum nýja söng“, en svo var hinn fjölradda söngur í dúr og moll kallaður, sem barst frá meginlandinu. Alþýðan tók þó líka frumkvæði, ekki síst á Norðurlandi á miðri öldinni; fiðlur og flautur voru keyptar inn og nótnahefti og fiðlueign almennings varð með eindæmum.

„Frá ómi til hljóms“ verður til sýninga í Bíó Paradís frá 4. nóvember.

 

Laufey Böðvarsdóttir, 1/11 2025

Á allra sálna messu á morgun sunnudaginn 2.nóvember kl. 11:00 minnumst við látinna. Séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar organisti og Dómkórinn í Reykjavík. Verið velkomin til messu í Dómkirkjunni!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/11 2025

Sunnudaginn 2. nóvember er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kári Þormar leikur á orgelið og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2025

Laudes – morgunsöngur – klukkan 9:15 í dag og örganga kl. 18.00. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/10 2025

Sunnudaginn 26. október mun séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédika, Matthías Harðarson leika á orgelið og Dómkórinn leiða safnaðarsönginn. Laudes – morgunsöngur – klukkan 9:15 í dag, fimmtudag og Vepser verður sunginn kl 17:00. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/10 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS