Dómkirkjan

 

Á sunnudaginn sem er fyrsti sunnudagur eftir páska er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Matthías Harðarson organisti og Dómkórinn. Vers vikunnar: „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum.“ (1Pét 1.3) Á morgun miðvikudag er tíðasöngur með sr. Sveini kl. 9.15 og örganga með séra Elínborgu kl. 18.00. Hlökkum til að sjá ykkur!

Dómk

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2025

Gleðilega páska. Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn!

Hægt er að hlusta á hátíðarmessu á https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/7hi3n5páskadagur

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2025

Kæru vinir! Starfsfólk og sóknarnefnd Dómkirkjunnar óskar ykkur öllum gleðilegra páska. Á morgun páskadag er hátíðarmessa kl 8:00 Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og Dómkirkjuprestarnir sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar sem leikur á orgelið. Hátíðarmessa kl 11:00 Sr. Sveinn Valgeirssson prédikar og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson. Annar í páskum Messa kl 11:00 Á öðrum degi páska verður gengið af stað frá Dómkirkjunni kl. 08:00 í „Emmaus-göngu“ um vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnes. Á leiðinni fetum við í fótspor sr. Geirs Vídalín sem var vígður dómkirkjuprestur árið 1791 og varð fyrsti Biskup Íslands eftir siðaskipti. Hann bjó um tíma á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Rifjaðar verða upp ýmsar sögur á leiðinni. Hugað verður að „Emmaus-göngum“ kristinna einstaklinga og svo lýkur vegferðinni með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 11:00 þar sem verður skírnarminning og hugvekja um Emmausfarana. Hægt verður að koma inn í gönguna á leiðinni, en þá þarf að afla sér upplýsinga um það áður hjá: elinborg@domkirkjan.is Sr. Elínborg Sturludóttir leiðir gönguna og þjónar fyrir altari við guðsþjónustuna. Félagar úr Dómkórnum leiða söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista. Fylgist með á facebooksíðu eða heimasíðu Dómkirkjunnar. Frítt í bílastæði borgarinnar: páskadag og annan í páskum.

278001536_10160002408890396_2098009865807709388_n

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2025

Messa í dag kl. 20.00 skírdag. Í lok messu verður Getsemanestund. Þá verður altari Dómkirkjunnar afskrýtt. Ljós kirkjunnar eru slökkt og bæn Jesú í Getsemane er íhuguð. Eftir stundina er gengið út í þögn. Frítt er í bílastæði á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Nafnið Dymbilvika mun dregið af trékólfinum sem settur var í klukkurnar til að hljómur þeirra verði mattur og dimmur. Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagarnir. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Í helgihaldi dymbilviku og páska fáum við tækifæri að ganga inn á sögusvið guðspjallanna.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/4 2025

valli

Laufey Böðvarsdóttir, 17/4 2025

Þær Hólmfríður og Ástríður Alda ætla að flytja nokkur lög í Opna húsinu á morgun, þriðjudag kl. 13.00. Byrjum daginn á tíðasöng með séra Sveini 9.15. Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12.00 og í framhaldinu Opna húsið í safnaðrheimilinu. Léttur hádegisverður og kaffiveitingar. Öll þriðjudagskvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 14/4 2025

Í dag, mánudag ætla kirkjunefndarkonur að hittast í Kastalakaffi Suðurlandsbraut 72 kl. 16.00 og fara síðan á tónleika hjá Önnu Siggu og Aðalheiði kl. 18.00 í Laugarneskirkju. Hér er mynd frá síðasta stjórnarfundi Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar, en í ár eru 95 ár síðan kirkjunefndin var stofnuð.

stjórnin

Laufey Böðvarsdóttir, 14/4 2025

Helgihald og tónleikar um Páskana í Dómkirkjunni

Skírdagur
Fjölskyldutónleikar kl. 15.00
Okkar eini sanni Valgeir Guðjónsson ásamt Joel Durksen og Kristrúnu Steingrímsdóttur.
Sungið er um fugla og smádýr i íslenskri náttúru sem á vel við þegar vor og sumar er handan við hornið.
Gleði, en um leið fræðandi skemmtun.
Messa kl. 20:00
Prestar sr. Elínborg Sturludóttir
og sr. Sveinn Valgeirsson
Dómkórinn syngur,
Guðmundur Sigurðsson dómorganisti
Getsemanestund, andakt meðan altari
er afskrýtt.
Föstudagurinn langi
Guðþjónusta kl. 11:00
Prestur sr. Sveinn Valgeirsson
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðurðsson.
Páskadagur
Hátíðarmessa kl 8:00
Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og
Dómkirkjuprestarnir þjóna.
Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti.
Hátíðarmessa kl 11:00
Sr. Sveinn Valgeirssson prédikar
sr Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir
altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson.
Annar í páskum
Messa kl 11:00
Á öðrum degi páska verður gengið af stað frá Dómkirkjunni kl. 08:00 í „Emmaus-göngu“ um vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnes. Á leiðinni fetum við í fótspor sr. Geirs Vídalín sem var vígður dómkirkjuprestur árið 1791 og varð fyrsti Biskup Íslands eftir siðaskipti. Hann bjó um tíma á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Rifjaðar verða upp ýmsar sögur á leiðinni. Hugað verður að „Emmaus-göngum“ kristinna einstaklinga og svo lýkur vegferðinni með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 11:00 þar sem verður skírnarminning og hugvekja um Emmausfarana.
Hægt verður að koma inn í gönguna á leiðinni, en þá þarf að afla sér upplýsinga um það áður hjá: elinborg@domkirkjan.is
sr. Elínborg Sturludóttir leiðir gönguna og þjónar fyrir altari við guðsþjónustuna. Félagar úr Dómkórnum leiða söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista.
Fylgist með á facebooksíðu Dómkirkjunnar varðandi frekara starf.
Frítt í bílastæði borgarinnar: skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum.

Laufey Böðvarsdóttir, 14/4 2025

Á þessum fallega pálmasunnudegi er fermingarmessa kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir og séra Sveinn Valgeirsson, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson dómorganisti.

Karl Sigurbjörnsson skrifaði þessi góðu orð um ferminguna.
Fermingin hefur um aldir verið mikilvægur þáttur í trúarlífi og samfélagi okkar. Fyrrum fylgdu ýmis borgaraleg réttindi fermingunni en það er löngu liðin tíð. Flestum finnst samt sem áður að fermingin sé ómissandi hátíð sem marki skil bernsku og unglingsára. Fermingin er reyndar eina hátíðin í okkar samfélagi sem snýst um unglinginn sérstaklega. Fjölskyldan og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Þakklætið og kærleikurinn sem umvefur barnið á sér dýpri vídd og skýrskotun, vegna þess að það er þökk og gleði yfir Lífinu, sem við þiggjum úr hendi Guðs. Í þeirri hendi erum við aldrei ein. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, samfélag kristninnar sem umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Orðið ferming merkir staðfesting. Fermingin er staðfesting þess að viðkomandi er skírður og vill játast því og staðfesting kirkjunnar á því að hinn skírði hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/4 2025

Fyrsta fermingin á þessu vori í Dómkirkjunni er á pálmasunnudag klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, séra Elínborg Sturludóttir, Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson.

Fermingarbörnin fá Biblíur að gjöf frá Dómkirkjunni í minningu Ágústu K. Johnson. Þegar Ágústa fagnaði áttræðisafmæli sínu árið 2019 þá kom Karl Sigurbjörnsson heitinn með þá góðu hugmynd að vinir hennar stofnuðu „Ágústusjóð.“ Sjóðurinn er hugsaður meðal annars til þess að kaupa Biblíur fyrir fermingarbörn Dómkirkjunnar. Ágústa þekkti vel orð frelsarans að sælla er að gefa en þiggja, og lifði samkvæmt því. Síðan hafa fermingarbörn Dómkirkjunnar þegið Biblíuna að gjöf á fermingardegi sínum í minningu hennar. Fermingin er áminning um og staðfesting þess að unglingurinn tilheyrir kristnu samfélagi sem er meir en blóðbönd og vinatengsl, og umlykur fortíð og framtíð í óslitinni keðju kynslóðanna í þúsund ár í landinu okkar. Það er sterk keðja, tengd saman af bæn og kærleika, trú og von. Ágústa var sterkur hlekkur í þeirri keðju með bænum sínum, trú og vongleði sem vinum hennar er svo dýrmæt í minningunni.
Nú á pálmasunnudag og á hvítasunnudag mun hópur barna ganga að altari Dómkirkjunnar til fermingar. Fjölskyldur og vinir fagna með og yfir fermingarbarninu, þakkar þá gæfu og gjöf sem það er og hefur verið og treysta jafnframt heit sín að styðja það og leiða á þroskabraut og gæfuvegi. Orðið ferming merkir staðfesting, staðfesting þess að barnið er skírt og vill játast því og um leið er hún staðfesting kirkjunnar á því að það hafi hlotið uppfræðslu í grundvallaratriðum trúarinnar. Fermingarbarnið játar trúna, þiggur fyrirbæn og blessun til áframhaldandi lífsferðar sem samverkamaður Guðs í heiminum. Guð blessi fermingarbörnin öll og fjölskyldur þeirra á mikilvægum tímamótum. Guð blessi minningu Ágústu K. Johnson
Gæti verið mynd af candle holder og white lily

Laufey Böðvarsdóttir, 10/4 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...