Dómkirkjan

 

Fermingarstarfið í Dómkirkjunni í vetur. Fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin til guðþjónustu 7. september kl. 11.00. Í framhaldinu verður kynningarfundur um fermingarstarf vetrarins. Prestar Dómkirkjunnar eru í samstarfi við Hallgrímssöfnuð um fermingarstarf og er fyrirhugað að börnin fari í fermingarferðalag í Skálholtsbúðir helgina 3-5. október n.k. Hlökkum til samstarfsins í vetur! Sveinn Valgeirsson Elínborg Sturludóttir

Fermingarmynd

Laufey Böðvarsdóttir, 27/8 2025

Alltaf gaman með Sálmabandinu og í gær léku einnig Gunnar Gunnarsson á flygilinn og harmónikku og Matthías Harðarson á saxófón. Takk fyrir skemmtunina og þakkir til ykkar allra sem komuð í Dómkirkjuna.

537374924_1220717610098384_301857266204384324_n (1)538276695_1220713926765419_5114048608720770958_n

Laufey Böðvarsdóttir, 26/8 2025

Kæru vinir, það verður gott að eiga bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í kirkjunni. Súpa og kaffi í safnaðarheimilinu. Klukkan 20.00-20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar eins og öll önnur þriðjudagskvöld. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/8 2025

Guðs blessun fylgi þeim í lífi og starfi.

 

Í dag voru tveir prestar og einn djákni vígð til helgrar þjónustu. Vígslan fór fram við hátíðlega messu.

 

Hinar nývígðu eru sr. Elísa Mjöll Sigurðardóttir, sr. Margrét Rut Valdimarsdóttir og Eva Lín Traustadóttir. Þær munu þjóna á Hólmavík, á Skagaströnd og í Hafnarfirði.

 

Vígsluvottar voru: sr. Sveinn Valgeirsson, sr Magnús Erlingsson.
sr. Sigríður Óladóttir, sr. Arnór Bjarki Blomsterberg, Vilborg Ólöf Sigurðardóttir, sr. Sigríður Gunnarsdóttir og sr. Sunna Dóra Möller.

 

 

537989964_122161557704520888_9218522784863573499_n (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 24/8 2025

Mikil gleði og söngur með Sálmabandinu, Matthíasi Harðarsyni og Gunnari Gunnarssyni. Takk fyrir frábæra skemmtun!

538276695_1220713926765419_5114048608720770958_n537374924_1220717610098384_301857266204384324_n (1)

Laufey Böðvarsdóttir, 24/8 2025

Nú má fara að hlakka til! Sálmabandið og saxófónn á Menningarnótt í Dómkirkjunni kl. 16.00. Sálmabandið er skipað þeim Sveini, Ásu, Jóni, Telmu Rós og Sigmundi og á þessum tónleikum leikur dómorganistinn nýi, Matthías Harðarson á saxófón.

524494622_1197846625718816_4378835081118469303_n 525862768_1197847642385381_6015475220706300530_n

Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2025

Prests-og djáknavígsla sunnudaginn 24. ágúst klukkan 11.00

Biskup Íslands Guðrún Karls Helgudóttir vígir, séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og Matthías Harðarson dómorganisti. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2025

Fermingarstarfið í Dómkirkjunni í vetur.

Fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin til guðþjónustu 7. september kl. 11.00.
Í framhaldinu verður kynningarfundur um fermingarstarf vetrarins. Prestar Dómkirkjunnar eru í samstarfi við Hallgrímssöfnuð um fermingarstarf og er fyrirhugað að börnin fari í fermingarferðalag í Skálholtsbúðir helgina 3-5. október n.k.
Hlökkum til samstarfsins í vetur!
Sveinn Valgeirsson
Elínborg Sturludóttir

Laufey Böðvarsdóttir, 19/8 2025

Bæna- og kyrrðarstund alla þriðjudaga kl. 12.00. Bach tónleikar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30. Verið velkomin í Dómkirkjuna!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/8 2025

Vinir Marteins/gamli Dómkórinn á Dalvík laugardaginn 16. ágúst.

Dæmalausi dómkórinn syngur í Menningarhúsinu Bergi 16.ágúst kl 15. Verið öll velkomin!

Næstkomandi laugardag heldur hinn dæmalausi dómkór opna æfingu í Bergi og býður ykkur öll hjartanlega velkomin! Fjölbreytt dagskrá og enginn aðgangseyrir!
Á æfingunni syngur kórinn Guði, náttúrunni, Grýlu og samfélagi manna dýrð. Á meðal ljóða- og lagahöfunda eru okkar fallni félagi Leifur Hauksson, okkar spelllifandi félagi Hjörleifur Hjartarson og svo einhverjir minni en ef til vill enn þekktari spámenn.
Kórinn skipa vinir sem sungu í kirkjunni við Austurvöll á þeim tíma sem Martein H. Friðriksson var þar dómorganisti, á árunum 1980 til 2010. Þess vegna kallar hópurinn sig líka stundum Sönghópinn Martein. Æfingar eru óreglulegar en best sóttar ef þeim fylgir partý, sérstaklega af Svarfdælingunum í hópnum.
Hópurinn hefur sungið víða síðustu ár; í Bjarnarfirði á Ströndum, Barcelona og Breiðholtskirkju, á Skógum, í Vestamannaeyjum og Kópavogi og leið eins og á heimavelli í Heilsustofnuninni í Hveragerði og á Tenerife.
Þrír meðlimir kórsins hafa leitt æfingar kórsins í gegnum tíðina og leitast við að hafa stjórn á honum við opinber tækifæri. Upp á síðkastið eru það tenórinn Sigmundur Sigurðsson, að öðru leyti mjólkurbílstjóri á Suðurlandi, og sópraninn Kristín Valsdóttir, sem annars er prófessor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands. Þriðji stjórnandinn hefur síðan verið Þórunn Björnsdóttir, landsfrægur kórstjóri úr Kópavogi, en hún gat ekki slegist í för í þetta sinn.
Dæmalaus dómkór á Dalvík, verið öll velkomin í Berg þann 16. ágúst n.k. kl. 15.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/8 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS