Dómkirkjan

 

Amen.is býður þér að taka þátt í og upplifa fjölbreytt kristið bænahald. Hvort sem þú vilt hvíla í náð og kyrrð, vera með í tíðasöng eða biðja með börnunum þínum eða barnabörnum, þá getur Amen.is hjálpað.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2020

Kæru vinir. Á meðan Kófið er hvað þykkast höldum við að okkur höndunum hvað varðar hefðbundið safnaðarstarf og er það í samræmi við tilmæli kirkjustjórnarinnar. Að sjálfsögðu leggjum við okkar af mörkum til að koma veirunni fyrir kattarnef. Opinbert helgihald fellur niður í október í Dómkirkjunni en við munum senda frá okkur hugleiðingar og helgistundir á netinu líkt og í fyrsta-kófi. Við munum heldir ekki láta af fyrirbænum og taka prestar og kirkjuvörður við fyrirbænarefnum. Varðandi sálgæsluna minnum á síma prestanna: Sveinn 862-5467, sveinn@domkirkjan.is og Elínborg: 847-1475, elinborg@domkirkjan.is. Dómkirkjan verður opin alla virka daga frá 10-14 og og á messutíma á sunndögum, þótt ekki verði um skiplagt helgihald að ræða þá. Þetta ástand reynir auðvitað á og skiptir miklu að við sameinumst í því að styðja hvert annað til að komast í gegnum þetta saman. Viðhorfið skiptir máli; þrátt fyrir þrengingarnar, þá borgar sig að ergja sig ekki yfir því sem við ráðum ekki við heldur þakka fyrir það sem við þó getum gert. Þakklæti fer betur með mann en gremja. Höfum í huga orð postulans í Rómverjabréfinu: „Við fögnum líka í þrengingum þar eð við vitum að þrengingin veitir þolgæði, þolgæði gerir mann fullreyndan og fullreyndur á vonina. Og vonin bregst okkur ekki.” Hittumst heil þegar kófinu léttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/10 2020

Kæru vinir, bæna og kyrrðarstundin verður í hádeginu á morgun, þriðjudag. Gætum vel að sóttvörnum!

Laufey Böðvarsdóttir, 5/10 2020

Guðþjónusta sunnudaginn 4. október klukkan 11.00. Prestur séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Pétur Nói Stefánsson leikur for-og eftirspil á orgelið.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2020

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu, þriðjudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2020

Sunnudaginn 27. september klukkan 11.00. Prestsvígsla. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígir, Kári Þormar dómorganisti og Dómkórinn. Mag. theol. Guðrún Eggerts Þórudóttir mun vígjast til þjónustu í Ólafsfjarðarprestakalli. Vígsluvottar: Séra Elínborg Sturludóttir, sem þjónar fyrir altari séra Sigurður Grétar Helgason ,séra Guðrún Karls Helgudóttir, séra Arnfríður Guðmundsdóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/9 2020

Kvöldkirkjan í Dómkirkjunni 25. september. Dagskrá Kl. 18.00 Fjölskyldustund, kl. 20.00 Kyrrðin hefst með hugvekja KL. 20.00-21.00 Bryndís Jakobdsdóttir. Hugleiðslu-og bænatónlist á gong. Kl.21.00 Hugvekja Kl. 21.45-22.00 Kvöldsöngur. Kvöldkirkjan er samstarfsverkefni Dómkirkjunnnar og Hallgrímskirkju. Prestar og starfsfólk þessara miðborgarkirkna starfa saman og öflugt tónlistarfólk sér um tónlistarflutning. Tilgangur kvöldkirkjunnar er að opna kirkjurnar fyrir fólki, sem finnur sig ekki í venjulegu og hefðubundnu helgihaldi dagkirkjunnar eða vill dýpka enn frekar trúarlega upplifun sína. Margir leita einhvers, sem er djúptækt og persónulega gefandi. Tónlist, þögn, íhugun og kyrrð er þema kvöldkirkjunnar. Sumir staldra við í nokkrar mínútur og aðrir lengi. Verið hjartanlega velkomin

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2020

Guðþjónusta kl.11.00 á morgun sunnudag. Séra Sveinn Valgeirsson, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Æðruleysismessa klukkan 20.00. Verið velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/9 2020

Bæna- og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag klukkan 12.00. Á sunnudaginn er guðþjónusta klukkan 11.00 eins og alla sunnudaga og klukkan 20.00 er æðruleysismessa. Verið velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 15/9 2020

13. september, guðþjónusta klukkan 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Kári dómorganisti og Dómkórinn.

Útvarpsmessa
Dómkórinn flytur sálminn í svörtum himingeim eftir Arngerði Maríu Árnadóttur og Davíð Þór Jónsson og sálma eftir Sigurð Flosason og Aðalstein Ásberg Sigurðsson, ásamt öðru.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/9 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...