Dómkirkjan

 

FRÆÐSLUSTUNDIR FERMINGARBARNA Á VORMISSERI 2021

sun. 31. jan. kl. 11:00- 12:30
sun. 14. feb. kl. 11:00-12:30
þri. 2. mars kl. 16-20 Fermingarbarnasöfnun.
þri. 16. mars kl. 20-22 Foreldrar og fermingarbörn.

Hlýjar kveðjur úr Dómkirkjunni,
Elínborg Sturludóttir
Sveinn Valgeirsson

Laufey Böðvarsdóttir, 12/1 2021

Guð gefi ykkur öllum blessunarríkt ár! Hátíðarguðþjónusta í Dómkirkjunni á nýársdag, biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar. Organisti er Guðný Einarsdóttir og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Hátíðarguðsþjónustunni verður útvarpað beint klukkan 11.00. Forspil: Dúfan. Höfundur: Michael Jón Clarke Sálmar nr.: 102 Sem stormur hreki skörðótt ský. 109 Jesú, mín morgunstjarna. 104 Hvað boðar nýárs blessuð sól. 545 Vér fetum brautu bjarta. 516 Ó, guð vors land (Lofsöngur). Eftirspil: Prelúdía í Es-dúr eftir Johann Sebastian Bach Vinsamlegast athugið að vegna samkomutakmarkana er ekki rúm fyrir almenna kirkjugesti við guðsþjónustuna. Kór og annað starfsfólk fyllir uppí þann fjölda sem leyfilegur er. .Prestar og annað starfsfólk Dómkirkjunnar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og minnir á vonarríkan boðskap Jesaja spámanns: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur sér mikið ljós.” Erfiðleikarnir ganga yfir og það mun birta til.

135066952_10159018136565396_2248325397058660594_n15626215_10154748482770396_1602511772874984509_o

Laufey Böðvarsdóttir, 1/1 2021

Hátíðarmessa í Dómkirkjunni á nýársdag, biskup Íslands frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar. Organisti er Guðný Einarsdóttir og Dómkórinn syngur undir stjórn Guðnýjar Einarsdóttur. Hátíðarguðsþjónustunni verður útvarpað beint klukkan 11.00. Vinsamlegast athugið að vegna samkomutakmarkana er ekki rúm fyrir almenna kirkjugesti við guðsþjónustuna. Kór og annað starfsfólk fyllir uppí þann fjölda sem leyfilegur er. Prestar og annað starfsfólk Dómkirkjunnar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og minnir á vonarríkan boðskap Jesaja spámanns: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur sér mikið ljós.” Erfiðleikarnir ganga yfir og það mun birta til.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2020

Jólahugvekja. Nafn hans skal vera Immanúel, Guð með oss. Þannig er sagt í upphafi Mattheusarguðspjalls, þegar guðspjallamaðurinn fjallar um erindi Krists í heiminn. Með þessum orðum er grunntónn guðspjallsins sleginn, sem ómar það út í gegn. Í fæðingarfrásögn Mattheusar, – sem að vísu bliknar eilítið í samanburði við Lúkas, – heyrum við enduróm af þessum orðum í öllu starfi Jesú Krists, þegar hann boðar guðsríkið, bæði í orði en ekki síður því sem hann gerði og framkvæmdi. Við heyrum þennan tón þegar Hann gengur á Golgata og sterkastur er hann í undri páskadagsins; sonur Guðs gengur á hólm við dauðann og hefur sigur. Og hvernig lýkur svo guðspjallinu? Jú Jesús stendur á fjallinu, eftir upprisu sína og segir við lærisveinana: “Farið og gerið allar þjóðir að lærsveinum, skírið þá í nafni föður og sonar og heilags anda og kennið þeim að halda allt sem ég hef boðið yður. Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.” “Ég er með yður” segir hann. Þetta segir hann sjálfur og ég held það sé með ráðum gert að guðspjalla¬maðurinn innrammar guðspjallið á þennan hátt. Til að undirstrika það að Guð er kominn í heiminn í Jesú Kristi; hann verður eitt með sköpuninni, þó án þess að láta heiminn ná neinu siðferðilegu valdi yfir sér. “Ég er með yður.” þetta er margrætt; hann styður vissulega og er alls staðar nálægur þeim sem leita hans. En hann er líka að finna í hverjum þeim sem þarfnast aðstoðar okkar; “Allt sem þér gerið einum minna minnstu bræðra, það gerið þér mér” og „Hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta…” Ákallið er auðheyranlegt. Skilaboð hans heyrast enn, meira að segja í gegnum Kófið þykka og þrúgandi; Ég er með yður. Mitt inn í einmanaleika, kvíða og depurð – og einangrun berst erindi hans til þín: „Ég er með þér og rýf einangrunina og einsemd þína.” Guð var kominn í heiminn. Drengurinn nýfæddi skyldi látinn heita Jesús; Guð frelsar. Hann, sem er Orðið, frá upphafi hjá guði og er Guð; sá sem kom til eignar sinnar en heimurinn tók ekki við, þekkti ekki. Og þó hann hafi ekki fengið rúm hjá mönnum fyrstu nóttina sem hann lifði í heiminum þá útilokar hann mannkyn ekki frá náð sinni, heldur þvert á móti tekur hann þá að sér; hann er Immanúel; Guð meðal vor; Guð með oss. Þetta er erindi jólanna. Guð gefi þér uppbyggilega aðventu og gleðileg jól.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/12 2020

Aftansöngur í Dómkirkjunni.https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2020-12-24/5082283

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2020

Sálmarnir sem sungnir verða við aftansönginn klukkan 18.00. Sjá, himins opna hlið nr. 88, Gleð þig særða sál nr. 74 og Í Betlehem er barn oss fært. Stólversið Það aldin út er sprungið nr. 90. Eftir prédikun; Í dag er glatt í döprum hjörtum og Heims um ból nr. 82. Forspil In Dulce Jubilo, BWV 608 og eftirspil Preludia og fúga í G dúr BWV 541 eftir Bach Séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari. Kári Þormar dómorganisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Kári Þormar. Trompetleikarar : Sveinn Birgisson og Jóhann Stefánsson.

sálmarskrá659435396_3990563352716439994_n

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2020

Jólin laða huga og hjörtu unga sem gamalla að ljósinu sem á móti kemur. Aftansöngur klukkan 18.00, þar sem sálin fær næringu af boðskapnum um ljósið sem skín í myrkrinu og blessar líf og heim. Aftansöngnum verður útvarpað eins og venja er, en vinsamlega athugið að vegna samkomutakmarkana verður kirkjan lokuð. Eingöngu starfsfólk og kór verða í kirkjunni. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur prédikar og sr. Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari. Kári Þormar dómorganisti leikur á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn Kári Þormar. Trompetleikarar : Sveinn Birgisson og Jóhann Stefánsson.Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól!

Laufey Böðvarsdóttir, 24/12 2020

Aftansöng í Dómkirkjunni á aðfangadag kl. 18:00 verður útvarpað á Rás 1 líkt og verið hefur frá upphafi útvarps á Íslandi. Nýársdag kl. 11:00 predikar biskup Íslands við hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni og verður henni útvarpað beint. Vinsamlegast athugið að vegna samkomutakmarkana er ekki rúm fyriralmenna kirkjugesti við þessar guðsþjónustur. Kór og annað starfsfólk fyllir uppí þann fjölda sem leyfilegur er. Alla þriðjudaga kl. 12:00 er bænastund í Dómkirkjunni og er þar öllum heimill aðgangur meðan samkomutakmörkunum er ekki ofboðið. Dómkirkjan er opin alla virka daga frá 10-14 Prestar og annað starfsfólk Dómkirkjunnar óskar öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og minnir á vonarríkan boðskap Jesaja spámanns: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur sér mikið ljós.” Erfiðleikarnir ganga yfir og það mun birta til.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/12 2020

„Drottinn vitjaði Söru eins og hann hafði heitið henni og gerði við hana eins og hann hafði lofað. Sara varð þunguð og fæddi Abraham son í elli hans um þær mundir sem Guð hafði heitið honum. Abraham nefndi soninn, sem Sara ól honum, Ísak.“ (Gen. 21:1-3) Ein versta hugmynd sem við hjónin höfum fengið, er að ákveða í sameiningu rétt fyrir jól að gefa hvort öðru EKKI jólagjöf. Ástæðan var sú að við vorum blankir stúdentar. Þegar aðfangadagskvöld rann upp fann ég hvað ég saknaði þess að gefa manninum mínum ekkert og taka ekki heldur upp gjöf frá honum og geta þakkað fyrir með faðmlagi og kossi. Ég hef oft verið blönk fyrir jólin og margoft hef ég gefið gjafir sem hafa nánast ekki kostað neitt og ég hef aldrei aftur sleppt því að gefa manninum mínum jólagjöf. Hann hefur fengið vettlinga sem ég prjónaði sjálf, gamla bók úr Hjálpræðishernum, silkibindi úr Rauða Krossinum og eitt sinn gaf hann mér kvæði í afmælisgjöf! Allir þekkja tilfinninguna að verða fyrir vonbrigðum. Maður getur orðið fyrir vonbrigðum í stóru og smáu. Margir þekkja tilfinninguna að hafa þráð eitthvað svo heitt að þá langar til að gráta! Og nú er ég ekki að tala um að langa í jólagjafir eða e-a efnislega hluti. Í fyrstu bók Biblíunnar segir frá hjónunum Abraham og Söru. Þau höfðu um árabil lifað í ófrjósömu hjónabandi og það hafði valdið þeim mikilli sorg. En svo gerðist það að Guð vitjað Abrahams og sagði honum að taka sig upp og fara af stað til landsins sem hann myndi vísa honum til og hann ætti eftir að eignast marga afkomendur. Og með þetta fyrirheiti lögðu þau af stað út í óvissuna. Abraham hafði eignast son með ambátt sinni Hagar sem bar nafnið Ísmael. En svo gerast þau stórkostlegu undur að það, sem þau höfðu þráð heitast og voru án efa hætt að láta sig dreyma um, varð að veruleika og þau eignuðust son í elli sinni. Í 1. Mós. segir: „Sveinninn dafnaði og var vaninn af brjósti. Þann dag, er Ísak var vaninn af brjósti, gerði Abraham veislu mikla. Sá þá Sara son Hagar hinnar egypsku, sem hún hafði fætt Abraham, að leik og sagði við Abraham: „Rektu burt ambátt þessa og son hennar því að ekki skal ambáttarsonurinn taka arf með Ísak, syni mínum.“ Það er athyglisvert að skoða þessa sögu núna á jólaföstunni þegar samkennd og samhjálp er áberandi vegna þess að staðreynd málsins er sú að það er líka stutt í miskunnarleysi mannskepnunnar! Enda þótt Sara hefði sjálf þjáðst gríðarlega vegna barnleysisins og þráð svo heitt að eignast afkvæmi, þá var hún fær um að sýna annarri móður ómaklega illsku. Hagar var ambátt og átti ekki margra kosta völ. Hún er fulltrúi hinna kúguðu og varnarlausu. Þessi saga beinir sjónum okkar að því að þau sem njóta náðar, geta líka sýnt ískalda grimmd. Þau sem hafa verið frelsuð frá kúgun, geta tekið upp á því að kúga aðra. Þjóð, sem hefur verið í þeim sporum að eiga ekki neitt til skiptanna og þurft að reiða sig á fátækraþerrinn fyrir jólin, hefur á undraskömmum tíma orðið að hugsunarlausum neytendum sem sóa í alls kyns óþarfa og ganga með því á auðlindir heimsins og takmörkuð gæði jarðarinnar. Nú á aðventunni þegar við bíðum þess að mega fagna örlæti Guðs og elsku sem birtist í fæðingu Jesúbarnsins, mættum við biðja um það að við sjálf yrðum örlátari, fúsari til að fyrirgefa og hæfari til að sýna öllum þeim sem á vegi okkkar verða miskunnsemi og virðingu. Um daginn birti ég mynd af kransinum á útidyrahurðinni hjá okkur sem ég hafði sjálf búið til. Ég keypti efnið í hann hjá vinkonu mínni Hlín í blómabúð hennar í Mosó og fór síðan til vinkonu minnar Guðrúnar í Stíflisdal sem er besti bandamaður í föndri. Hann var ekki búinn að hanga á hurðinni nema í 10 daga þegar honum var stolið! (Hann hlýtur að hafa þótt flottur! ) Full vonbrigða hengdi ég nokkrar greinar á naglann á hurðinni í staðinn. Og í anda jólaföstunnar var tekið til í grænmetisskúffunni í ísskápnum í gær og búin til dýrindis grænmetissúpa. Meðlætið var salat og brauðmolar úr gömlu súrdeigsbrauði sem var velt upp úr dýrindis ólífuolíu sem Margrét Jónsdóttir Njarðvík, eigandi Mundo, flytur inn og selur. Þeir fóru í ofn í nokkrar mínútur og þetta varð að ljúffengri máltíð! Njótið jólaföstunnar en verið miskunnsöm hvert við annað! Séra Elínborg Sturludóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/12 2020

Gleðilega aðventu kæru vinir!

Kæru vinir!
Inn á fésbókarsíðu Dómkirkjunnar er slóð á aðventuhátíð í Dómkirkjunni
Aðventustund í Dómkirkjunni Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands flytur hugvekju. Félagar úr Dómkórnum syngja, Kári Þormar dómorganisti, dómkirkjuprestarnir séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir.
Njótið góðra orða, hugleiðingar, bæna og undurfallegar tónlistar, óskum ykkur öllum gleðiríkrar aðventu.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...