Á morgun, þriðjudag er tíðasöngur klukkan 9.15 með séra Sveini. Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og Bach tónleikar Ólafs Elíassonar klukkan 20.00-20.30. Verið velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2022
Mikið var nú gaman að fara nokkra áratugi aftur í tímann og hlusta á Karl Sigurbjörnsson rifja upp margt bráðfyndið frá bernskudögunum af Skólavörðuholtinu. Næsti gestur okkar í Opna húsinu er Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis og verðandi dómsmálaráðherra. Sjáumst á fimmtudaginn klukkan 13.00 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Fræðsla, kaffi, kræsingar og gott samfélag. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2022
Nú lætur Kári Þormar dómorganisti af störfum hjá Dómkirkjunni. Guðmundur Sigurðsson organisti í Hafnarfjarðarkirkju mun koma í afleysingu fram á sumar. Við þökkum Kára fyrir hans góða tónlistarstarf á liðnum árum í Dómkirkjunni og óskum honum velfarnaðar. Guðmund bjóðum við velkominn og hlökkum til samstarfsins í vetur.
Laufey Böðvarsdóttir, 17/10 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 15/10 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 12/10 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 10/10 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 7/10 2022
Laufey Böðvarsdóttir, 6/10 2022
Tíðasöngur með séra Sveini kl. 9.15 þri-mið-og fimmtudaga, einnig klukkan 17.00 á fimmtudögum. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20-20.30. á þriðjudagskvöldum. Örpílagrímaganga miðvikudaga klukkan 18.00 með séra Elínborgu. Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn er Guðfinna Ragnarsdóttir gestur okkar í Opna húsinu, Lækjargötu 14a. Byrjum klukkan 13.00 með kaffi og góðum veitingum. Sunnudaginn 9. október er messa kl. 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói Stefánsson og Dómkórinn. Hlökkum til að sjá ykkur!
Laufey Böðvarsdóttir, 4/10 2022
Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14
Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.
Skráning í fermingarfræðslu
Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi