Dómkirkjan

 

Tíðasöngur  þriðjudag kl 9.15. Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu kl. 12.00. Léttur hádegisverður og samvera eftir stundina í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar kl. 20.00- 20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 13/5 2025

Sunnudaginn 11. maí eru tónleikar kl. 17.00 hjá íslenska- úkraníska- og rússneska rétttrúnaðarkórnum.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/5 2025

Sunnudaginn 11. maí er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Lenka organisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 8/5 2025

Guðmundur Sigurðsson dómorganisti hefur látið af störfum hjá Dómkirkjunni. Við þökkum fyrir samstarfið og óskum honum Guðs blessunar í lífi og starfi.

gs

Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2025

Alltaf gott að koma í bæna-og kyrrðarstund í hádeginu á þriðjudögum. Hádegisverður eftir stundina og opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Tíðasöngur kl. 9.15 með séra Sveini og Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/5 2025

Athugið! Bæna-og kyrrðarstundin verður í safnaðarheimilinu í dag, þriðjudag. kl. 12.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2025

Á sunnudaginn sem er fyrsti sunnudagur eftir páska er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Matthías Harðarson organisti og Dómkórinn. Vers vikunnar: „Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum.“ (1Pét 1.3) Á morgun miðvikudag er tíðasöngur með sr. Sveini kl. 9.15 og örganga með séra Elínborgu kl. 18.00. Hlökkum til að sjá ykkur!

Dómk

Laufey Böðvarsdóttir, 22/4 2025

Gleðilega páska. Kristur er upprisinn! Kristur er sannarlega upprisinn!

Hægt er að hlusta á hátíðarmessu á https://www.ruv.is/utvarp/spila/gudsthjonusta/24228/7hi3n5páskadagur

Laufey Böðvarsdóttir, 20/4 2025

Kæru vinir! Starfsfólk og sóknarnefnd Dómkirkjunnar óskar ykkur öllum gleðilegra páska. Á morgun páskadag er hátíðarmessa kl 8:00 Biskup Íslands, Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og Dómkirkjuprestarnir sr. Elínborg Sturludóttir og sr. Sveinn Valgeirsson þjóna. Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar sem leikur á orgelið. Hátíðarmessa kl 11:00 Sr. Sveinn Valgeirssson prédikar og sr. Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari. Dómkórinn og Guðmundur Sigurðsson. Annar í páskum Messa kl 11:00 Á öðrum degi páska verður gengið af stað frá Dómkirkjunni kl. 08:00 í „Emmaus-göngu“ um vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnes. Á leiðinni fetum við í fótspor sr. Geirs Vídalín sem var vígður dómkirkjuprestur árið 1791 og varð fyrsti Biskup Íslands eftir siðaskipti. Hann bjó um tíma á Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Rifjaðar verða upp ýmsar sögur á leiðinni. Hugað verður að „Emmaus-göngum“ kristinna einstaklinga og svo lýkur vegferðinni með guðsþjónustu í Dómkirkjunni kl. 11:00 þar sem verður skírnarminning og hugvekja um Emmausfarana. Hægt verður að koma inn í gönguna á leiðinni, en þá þarf að afla sér upplýsinga um það áður hjá: elinborg@domkirkjan.is Sr. Elínborg Sturludóttir leiðir gönguna og þjónar fyrir altari við guðsþjónustuna. Félagar úr Dómkórnum leiða söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar organista. Fylgist með á facebooksíðu eða heimasíðu Dómkirkjunnar. Frítt í bílastæði borgarinnar: páskadag og annan í páskum.

278001536_10160002408890396_2098009865807709388_n

Laufey Böðvarsdóttir, 19/4 2025

Messa í dag kl. 20.00 skírdag. Í lok messu verður Getsemanestund. Þá verður altari Dómkirkjunnar afskrýtt. Ljós kirkjunnar eru slökkt og bæn Jesú í Getsemane er íhuguð. Eftir stundina er gengið út í þögn. Frítt er í bílastæði á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Nafnið Dymbilvika mun dregið af trékólfinum sem settur var í klukkurnar til að hljómur þeirra verði mattur og dimmur. Skírdagur og föstudagurinn langi kallast Bænadagarnir. Á skírdag er þess minnst að Jesús stofnaði heilaga kvöldmáltíð. Föstudagurinn langi er dagurinn er Jesús var krossfestur. Sá dagur er ólíkur öllum dögum í kristninni, sorgardagur og djúprar kyrrðar. Í helgihaldi dymbilviku og páska fáum við tækifæri að ganga inn á sögusvið guðspjallanna.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/4 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...