Dómkirkjan

 

Frábær dagskrá á kirkjudögum. Um 250 manns fengu viðurkenningar fyrir að hafa sungið í kirkjukór í 30 ár eða lengur. Síðan var Sálmafoss þar sem kirkjukórar af öllu landinu tóku þátt. Sálmafossinn í gær endaði með helgistund með séra Sveini og Sálmabandið lék undir fjöldasöng. Þakkkæti til allra þeirra sem komið hafa að Kirkjudögum. Í dag er fjölskylduhátíð í Lindakirkju.

kirkjudagar kirkjudagar 3

Laufey Böðvarsdóttir, 31/8 2024

Kirkjudagar 2024

Fólk af öllu landinu kemur saman í Lindakirkju til að fagna, njóta, gleðjast, fræðast, syngja, biðja og uppbyggjast með því að taka þátt í allskonar dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Kirkjudagar fara fram 25. ágúst til 1. september. Þeir hefjast með kveðjumessu biskups í Dómkirkjunni, en svo verður pílagrímaganga í Lindakirkju þar sem fer fram setning Kirkjudaga.

Mánudag til fimmtudags verða málstofur í Lindakirkju og á föstudeginum Sálmafoss með þátttöku kóra af öllu landinu og sungnir verða valdir sálmar í ýmsum útsetningum. Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá í Lindakirkju; hoppukastalar, völundarhús, fyrirlestrar, kynningar og margt fleira. og Kirkjudögum lýkur með vígslu nýs biskups í Hallgrímskirkju.

Þema Kirkjudaga 2024 er „Sælir eru friðflytjendur“ (Mt. 5.9). Friður kemur víða við í Biblíunni og getur merkt eining, innri ró, velferð og gleði. Englarnir á Betlehemsvöllum sungu um frið á jörðu og Jesús boðar að sannan frið sé að finna í kærleikanum og voninni. Að vera friðflytjandi er stuðla að einingu og réttlæti, sýna samhygð og virðingu.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/8 2024

Fjölmenni var við kveðjumessa frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands í Dómkirkjunni sl. sunnudag.

Frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikaði,  dómkirkjuprestarnir þjónuðu og vígslubiskuparnir í Skálholti og á Hólum tóku þátt í athöfninni. Kammerkór Dómkirkjunar söng undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar dómorganista; Lára Bryndís Eggertsdóttir lék með á orgel í Laudate Dominum. Margrét Hannesdóttir söng einsöng. Messunni verður útvarpað sunnudaginn 1. september klukkan 11.00. Kaffisamsæti var í safnaðarheimilinu,  þar sem Einar S. Gottskálksson hélt þakkarræðu og færði Agnesi blómvönd og gjöf frá Dómkirkjunni. Einnig hélt sr. Gunnþór Ingason ræðu.  Góð messa á fallegum degi.
terta Einar S. agnes agnes og

Laufey Böðvarsdóttir, 27/8 2024

Blásarakvintettinn Vindtro heldur tónleika í Dómkirkjunni föstudaginn 30. ágúst kl. 18:00

Þau munu flytja fjölbreytta efnisskrá samansetta af verkum með þjóðlegum innblæstri eftir dönsk, færeysk og íslensk tónskáld.

Almennt miðaverð 2500 kr./1500 kr. fyrir stúdenta og eldri borgara (hægt að greiða með peningum, aur, kass eða með því að leggja inn á reikning).
Kvintettinn hefur verið starfræktur frá árinu 2020 en meðlimirnir kynntust við nám við Konunglega Tónlistarháskólann í Kaupmannahöfn. Þau hafa komið fram á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í Skandinavíu og unnið til verðlauna í alþjóðlegum kammertónlistarkeppnum. Þau voru ein af viðtakendum Léonie Sonnings Talentpris árið 2023.
Meðlimir kvintettsins eru:
Erika Tani, óbó.
Julie Norén Solevad, horn.
Kamilla Steinkjer Bentzen, klarínetta.
Kristín Ýr Jónsdóttir, þverflauta.
Peder Ravn Jensen, fagott.
Tónleikarnir eru seinustu tónleikar kvintettsins á tónleikaferðalagi þeirra um Danmörku, Færeyjar og Ísland.
Tónleikarnir eru styrktir af Carl Nielsen og Anne Marie Nielsen Legat, Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde og Marie Rasmussens Fond.
Verið velkomin!
????????????????????
English:
????Vindtro woodwind-quintet performs in Dómkirkjan in Reykjavík Friday, 30th of August at 18 o’clock????
They will perform a varied program with pieces by Danish, Faroese and Icelandic composers.
Tickets are 2500 kr./1500 kr. for students and elderly (possible to pay with cash, aur, kass or by bank transfer).
The quintet’s members met whilst pursuing their studies at The Royal Danish Academy of Music in Copenhagen and have been playing together since 2020. They have performed at various festivals throughout Scandinavia, won first prizes at international chamber music competitions and were one of the recipients of the Léonie Sonnings Talent Prize in 2023.
Vindtro’s members are:
Erika Tani, oboe.
Julie Norén Solevad, horn.
Kamilla Steinkjer Bentzen, clarinet.
Kristín Ýr Jónsdóttir, flute.
Peder Ravn Jensen, bassoon.
The concert is supportered by Carl Nielsen og Anne Marie Nielsen Legat, Fondet for Dansk-Islandsk Samarbejde og Marie Rasmussens Fond.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/8 2024

Það verður engin messa í Dómkirkjunni sunnudaginn 1. september vegna biskupsvígslu séra Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands í Hallgrímskirkju klukkan 14.00. Þangað eru allir velkomnir.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/8 2024

Poppmessa á Menningarnótt klukkan 18.00

Núna á Laugardaginn 24. ágúst kl. 18 ætlar KSS að halda Poppmessu í Dómkirkjuni???? Öll eru velkomin, og alveg ókeypis bara skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna????

Laufey Böðvarsdóttir, 24/8 2024

Kveðjumessa frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands 25. ágúst klukkan 11.00

Kveðjumessa frú Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands sunnudaginn 25. ágúst klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson og séra Elínborg Sturludóttir þjóna fyrir altari. Kammerkór Dómkirkjunnar syngur, Margrét Hannesdóttir syngur einsöng með kórnum við meðleik Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Organisti og kórstjóri er Guðmundur Sigurðsson, dómorganisti.
Messukaffi í safnaðarheimilinu.
Kirkjudagar fara fram 25. ágúst til 1. september. Þeir hefjast með kveðjumessu biskups Íslands, en svo verður pílagrímaganga í Lindakirkju þar sem fer fram setning Kirkjudaga.
Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2024

Sálmabandið í Dómkirkjunni á Menningaarnótt

Almennur sálmasöngur við undirleik Sálmabandsins verður í Dómkirkjunni á Menningarnótt, 24. ágúst kl. 15:00. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2024

Kirkjudagar 2024

Fólk af öllu landinu kemur saman í Lindakirkju til að fagna, njóta, gleðjast, fræðast, syngja, biðja og uppbyggjast með því að taka þátt í allskonar dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Kirkjudagar fara fram 25. ágúst til 1. september. Þeir hefjast með kveðjumessu biskups í Dómkirkjunni, en svo verður pílagrímaganga í Lindakirkju þar sem fer fram setning Kirkjudaga.

Mánudag til fimmtudags verða málstofur í Lindakirkju og á föstudeginum Sálmafoss með þátttöku kóra af öllu landinu og sungnir verða valdir sálmar í ýmsum útsetningum. Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá í Lindakirkju; hoppukastalar, völundarhús, fyrirlestrar, kynningar og margt fleira. og Kirkjudögum lýkur með vígslu nýs biskups í Hallgrímskirkju.

Þema Kirkjudaga 2024 er „Sælir eru friðflytjendur“ (Mt. 5.9). Friður kemur víða við í Biblíunni og getur merkt eining, innri ró, velferð og gleði. Englarnir á Betlehemsvöllum sungu um frið á jörðu og Jesús boðar að sannan frið sé að finna í kærleikanum og voninni. Að vera friðflytjandi er stuðla að einingu og réttlæti, sýna samhygð og virðingu.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2024

Alltaf gott að gefa sér stund í amstri hverdagsins og njóta kyrrðar- og bænastundar í hádeginu alla þriðjudaga. Létt máltíð eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld klukkan 20.00-20.30. Velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/8 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...