Dómkirkjan

 

Þriðjudaginn 11. mars er tíðasöngur kl. 9.15. Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 og í framhaldinu af henni er hádegisveðrur í safnaðarheimilinu og Opna húsið. Þangað fáum við hjónin Óttar Guðmundsson lækni og Jóhannu V. Þórhallsdóttur í heimsókn. Þau munu segja frá Sigurði Breiðfjörð. Kaffiveitingar. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 8/3 2025

Sveinn Valgeirsson sóknarprestur verður með Biblíulestur 4 fimmtudaga á föstunni frá 17:30-18:30; hinn fyrsta þann 6. mars. Tíðasöngur í kirkjunni kl. 17.00 og síðan er Biblíulesturinn í safnaðarheimilinu. Við rifum upp biblíusögurnar úr Fyrstu Mósebók og veltum fyrir okkur persónum og leikendum; samhengi og sögu. Biblíulesturinn er öllum opinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/3 2025

Öskudagsmessa miðvikudag kl. 17.30-18.00 Örganga klukkan 18.00. Verið hjartanlega velkomin! Sterkt helgihald sem markar upphaf föstunnar.

öskudagsmessa

Laufey Böðvarsdóttir, 4/3 2025

Tíðasöngur kl. 9.15 í dag, þriðjudag með séra Sveini. Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 og síðan hádegisverður og opna húsið í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Bach tónleikar Ólafs kl. 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/3 2025

Sveinn Valgeirsson sóknarprestur verður með Biblíulestur 4 fimmtudaga á föstunni frá 17:30-18:30; hinn fyrsta þann 6. mars. Við rifum upp biblíusögurnar úr Fyrstu Mósebók og veltum fyrir okkur persónum og leikendum; samhengi og sögu. Biblíulesturinn er öllum opinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2025

Sunnudaginn 2. mars er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 1/3 2025

Á morgun, þriðjudag er tíðasöngur með séra Sveini kl 9.15. Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 og síðan Opna húsið í safnaðarheimilinu með hádegisverði og góðu samfélagi. Minnum á Bach tónleika Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 24/2 2025

Sunnudaginn 23. febrúar er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Á morgun fimmtudag er tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 með séra Sveini. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 19/2 2025

Tíðasöngur kl. 9.15 með séra Sveini á morgun, þriðjudag. Bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 og í framhaldinu Opna húsið í safnaðarheimilinu. Góður hádegisverður, gott samfélag, kaffi og góðar veitingar. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2025

Klukkan 18.00 í dag, mánudag er fundur hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar í safnaðarheimilinu. Kirkjunefndin var stofnuð 1930 til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS