Dómkirkjan

 

Kyndilmessa – Ljósganga frá Hallgrímskirkju í Dómkirkjuna í Reykjavík. Laugardaginn 3. febrúar kl. 17.30.

 

Stundin hefst á bænastund í Hallgrímskirkju kl. 17:30 og svo fer ljósaganga niður Skólavörðustíg leggur af stað um 17.45.
Stundinni lýkur með helgistund í Dómkirkjunni.
Borin verða lifandi ljós milli kirknanna í luktum.
Ljósin tendruð í Hallgrímskirkju og göngunni lýkur í Dómkirkjunni.
Á leiðinni niður Skólavörðustíginn verða skoðuð ljóslistaverk á vetrarhátíð.
Ljósagangan tengist Kyndilmessudegi sem er föstudaginn 2. febrúar). Á kyndilmessu er fagnað að 40 dagar eru frá fæðingu Jesú en þá voru kertin blessuð í kirkjunum sem nota átti næsta árið.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/2 2024

„Þá gengur þú í Guðshús inn“

Þegar maður kemur inn í Dómkirkjuna, þá blasir við augum fagurlega skrifað 9. versið í 24. Passíusálminum sem hefst á orðunum „Þá gengur þú í Guðshús inn“ Það er í ramma úr rósaviði, sem Ríkharður Jónsson skar út 1918. Efst á rammanum er Kristsmynd, en neðst fyrir miðju er opin Biblía, þar sem vitnað er í 20 vers 18. kapítula Mattheusarguðspjalls. Þar segir:„ Hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal þeirra“ Séra Lárus Halldórsson skrautritaði sálmaversið. Árni Árnason tók myndina.

AAZ_5195-Enhanced-NR

Laufey Böðvarsdóttir, 31/1 2024

Örgöngur alla miðvikudaga klukkan 18.00 með séra Elínborgu. Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni og göngunni lýkkur við kirkjuna um kl. 19.00. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 31/1 2024

Sunnudaginn 4. febrúar sem er 2. sunnudagur í níuviknaföstu er messa klukkan 11.00 í Dómkirkjunni. Séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn leiðir sönginn. Fermingarbörn og fjölskyldur sérstaklega boðin til messu. Öllum kirkjugestum er síðan boðið í messukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2024

Dásamlegar stundir öll þríðjudagskvöld í Dómkirkjunni eða eins og Ólafur Elíasson segir ,,Öll þriðjudagskvöld klukkan átta í Dómkirkjunni. Þá sit ég við flygilinn í kirkjunni og á stund með vini mínum, honum Jóhanni Sebastian Bach sem ég er búinn að þekkja frá barnæsku og upplifa sem minn helsta sálufélaga í gegnum lífið”.

+Olafur Elíasson

Laufey Böðvarsdóttir, 30/1 2024

AF HIMNUM OFAN 2. febrúar klukkan 21.00. Apparat Organ Quartet og Dómkórinn koma saman þegar vika er liðin af Þorra með flutningi klassískra ópusa, nýrra verka og rafmagnaðra sálma. Á tónleikunum kallast rafmögnuð tónlist Apparatsins á við ómþíðan sálmasöng Dómkórins. Fluttir verða nýir og sígildir sálmar í bland við ný og gömul Apparatslög og að lokum sameina kórinn og orgelkvartettinn krafta sína í eftirminnilegum hápunkti.

APPATARMeðlimir Apparat Organ Quartet leika á rafmögnuð afkvæmi meira en tvöþúsund ára þróunar orgela, sem knúin hafa verið af vatni, vindi, rafmagni og stafrænum straumum. Á tónleikunum sameinast þeir sögunni í húsinu sem hýsti fyrsta pípuorgel landsins. Dómkórinn fullkomnar svo hljóðmyndina, ýmist í forgrunni, bakgrunni eða í sameiginlegri hljómkviðu.

Apparat Organ Quartet skipa þeir Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson og Úlfur Eldjárn sem leika á mis-rafmögnuð orgel og hljóðgerfla, og Arnar Geir Ómarsson sem leikur á trommur.
Organisti og stjórnandi Dómkórsins er Guðmundur Sigurðsson.
FROM HEAV´N ABOVE
Apparat Organ Quartet and the Reykjavík Cathedral Choir celebrate the second wee of the old Icelandic month of Þorri by performing classic opuses, new compositions and electrified psalms.
The elecronic melodies of Apparat resonate with the harmonious psalms of the Cathedral Choir In this unique concert. Classic and contemporary psalms will be performed along with new and older Apparat songs, completed with a praise and glory in unison.
The members of Apparat play instruments that are the pinnacle of more than two thousand years of development of the organ. Through that time, sounds have been created with water, wind, electricity and digital currents. In this concert the Quartet goes back to the roots in the building that housed the first pipe-organ in Iceland. The Cathedral Choir completes the acoustic image, sometims in front and sometimes back, and lastly in a joint performance of voices and currents.
Apparat Organ Quartet‘s members are Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson and Úlfur Eldjárn who play variously electrified keyboards and synths and Arnar Geir Ómarsson on drums. Organist and director of the Cathedral is Guðmundur Sigurðsson

Laufey Böðvarsdóttir, 28/1 2024

Næstkomandi sunnudag er Dómkirkjufólki boðið að messa í Bessastaðakirkju klukkan 14.00. Það er tilhlökkun og gleði hjá okkur að fá að þjóna þar. Dómkirkjuprestar, dómorganisti, Dómkórinn og Álftanesskórinn syngja og Ástvaldur Traustason, Vilborg Ólöf Sigurðardóttir og sr. Hans Guðberg Alfreðsson. Boðið verður í messukaffi. Því verður ekki messað í Dómkirkjunni klukkan 11.00 eins og venjan er. Fjölmennum í Besstastaðkirkju!

bessastaðakirkja

Laufey Böðvarsdóttir, 23/1 2024

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar falla niður í kvöld 23. janúar vegna veikinda.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/1 2024

safno

Laufey Böðvarsdóttir, 22/1 2024

Sunnudaginn 21. janúar er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/1 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...