Dómkirkjan

 

11. júní

Verið velkomin í bæna-og kyrrðarstund kl. 12.00 í dag. Léttur hádegisverður i safnaðarheimilinu eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/6 2024

Messa á sunnudaginn 9. júní kl. 11.00 séra Solveig Lára Guðmundsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 6/6 2024

Kjartan Ragnar verður með tónleika í Dómkirkjunni föstudaginn 7. júní kl. 13.00.

hitt hKjartan Ragnar Kjartansson er 17 ára nemandi hjá Svönu Víkingsdóttur í MÍT. Hann er á framhaldsstigi í píanónámi og á fyrsta ári í Menntaskóla Reykjavíkur. Kjartan Ragnar verður með tónleika í Dómkirkjunni föstudaginn 7. júní kl. 13.00.
Verkefnið heitir Njótum hverrar árstíðar og gengur út á að halda um það bil 50 mínútna tónleika þar sem lögin eru flokkuð eftir árstíðum. Byrjað væri á vorinu þar sem spiluð væri „vorleg“ tónlist, það er að segja tónlist sem minnir á vorið, upphaf og rólegheit, síðan væri sumarið með „sumarlega“ tónlist sem minnir á sumarið, gleði og hlýju. Þannig myndi það ganga í gegnum árstíðirnar fjórar.
Í heildina er lögð áhersla á klassíska tónlist en svo er einnig blandað inn lögum úr ýmsum áttum, svo sem kvikmyndum, sönglögum, tölvuleikjum og annað efni. Langflest lögin eru þó í rólegri kantinum til að skapa góða stemningu fyrir kirkjugesti.
Tónleikarnir er um 45. mínútur og aðgangur er ókeypis.
Verið velkomin að njóta fagrar tónlistar á föstudaginn klukkan 13.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/6 2024

Til hamingju með daginn kæru sjómenn. Falleg sjómannadagsmessa í dag í Dómkirkjunni. Níels Bjarki Finsen og Guðjón Arnar Elíasson lásu ritningarlestra í messunni í dag.

20240602_ernir_DSF0473

Laufey Böðvarsdóttir, 2/6 2024

Í vikunni fengum við góða gesti frá Færeyjum í heimsókn til okkar í Dómkirkjuna. Biskup Færeyinga Jógvan Friðriksson, prófastinn Ovi Brim, sr. Theodor Eli Dam Olsen og fleira gott fólk frá færeysku kirkjunni. Ovi Brim prófastur var með helgistund, séra Sveinn Valgeirsson lék á flygilinn og allir tóku undir í sálmasöngnum. Dásamlegur dagur með skemmtilegu fólki. Hjartans þakkir fyrir komuna kæru færeysku vinir

Laufey Böðvarsdóttir, 1/6 2024

Hátíðarmessa klukkan 11.00 í Dómkirkjunni á sjómannadaginn, Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Björnsson prédikar og séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðsson, dómorganista sem einnig leikur á orgelið. Dísella Lárusdóttir syngur einsöng. Níels Bjarki Finsen og Guðjón Arnar Elíasson lesa ritningarlestrana. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/5 2024

Bach og bænastundir alla þriðjudaga í Dómkirkjunni.

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu á morgun, þriðjudag. Létt máltíð eftir stundina í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld.
Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 27/5 2024

Sunnudaginn 26. maí er messa klukkan 11.00. Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 21/5 2024

„Skín á himni skír og fagur/hinn skæri hvítasunnudagur.“

Á hvítasunnudag 19. maí er fermingarmessa klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og félagar úr Dómkórnum. Annan í hvítasunnu er messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Athugið að engin gjaldkylda í bílastæði á hvítasunnudag né annan í hvítasunnu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 18/5 2024

Dómkórinn fagnaði vel eftir fjölsótta og vel heppnaða tónleika sl. laugardag 11. maí í Hallgrímskirkju þar sem flutt voru verk eftir Arvo Pärt fyrir kór og orgel. Innilegar þakkir til allra sem á hlýddu. Á hljóðfærið lék Lára Bryndís Eggertsdóttir. Stjórnandi var Guðmundur Sigurðsson.

Dómkórinn hall

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...