Dómkirkjan

 

Dómkórinn fagnaði vel eftir fjölsótta og vel heppnaða tónleika sl. laugardag 11. maí í Hallgrímskirkju þar sem flutt voru verk eftir Arvo Pärt fyrir kór og orgel. Innilegar þakkir til allra sem á hlýddu. Á hljóðfærið lék Lára Bryndís Eggertsdóttir. Stjórnandi var Guðmundur Sigurðsson.

Dómkórinn hall

Laufey Böðvarsdóttir, 17/5 2024

Kæru vinir, alla  þriðjudaga er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og létt máltíð í safnaðarheimilinu eftir stundina. Það er gott að koma í kirkjuna og gefa sér stund frá amstri hverdagsins. Hlusta, njóta og biðja.
Öll þriðjudagskvöld eru svo Bach tónleikarnir hans Ólafs Elíassonar. Þri-mið-og fimmtudaga er tíðasöngur klukkan 9. 15 með séra Sveini sem og klukkan 17.00 á fimmtudögum.
Vorferðin okkar er á fimmtudaginn austur á Eyrarbakka.  Förum kl. 10 frá Perlunnni. Á föstudaginn er norsk messa klukkan 14.00. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og organisti er Kári Þormar.
Á hvítasunnudag 19. maí er fermingarmessa klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og félagar úr Dómkórnum. Annan í hvítasunnu er messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Athugið að engin gjaldkylda í bílastæði á hvítasunnudag né annan í hvítasunnu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2024

Velkomin til messu í dag 12. maí klukkan 11.00. Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Þökkum Dómkórnum fyrir dásamlega tónleika í Hallgrímskirkju í gær. Minnum líka á að Sálmabandið verður í Hjallakirkju klukkan 15.00 í dag.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2024

Habemus episkopum! Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er nýkjörinn Biskup Íslands. Dómkirkjan í Reykjavík fagnar henni sem nýjum biskupi og óskum við sr. Guðrúnu hjartanlega til hamingju með kosninguna. Við hlökkum til samstarfsins.

440748550_863813072455508_7561568004710956720_n(1)

Laufey Böðvarsdóttir, 8/5 2024

Dómkórinn flytur verk eftir Arvo Pärt laugardaginn 11. maí kl. 17:00 í Hallgrímskirkju. Á efnisskránni verða þrjú verk fyrir kór og orgel: The Beatitudes, þættir úr Berliner Messe og Cantate Domino canticum novum. Ennfremur leikur Lára Bryndís Eggertsdóttir á orgel verkið Spiegel im Spiegel, auk tveggja annarra orgelverka tónskáldsins. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á Klaisorgel Hallgrímskirkju Stjórnandi Dómkórsins er Guðmundur Sigurðsson.

438077314_6534091222834_5897832671113002972_n

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2024

Kæru vinir á uppstigningardag 9. maí er messa klukkan 11.00. Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Sunnudaginn 12. maí er messa klukkan 11.00, séra Jón Ásgeir prédikar, Guðmundur Sigurðsson organisti og félagar úr Dómkórnum. Verið velkomin til okkar í Dómkirkjuna!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2024

Alltaf gott að koma í kyrrðar-og bænastund í hádeginu á þriðjudögum. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. Öll þriðjudagskvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2024

Dýrmætir Dómkirkjuvinir á fallegum degi. Verið velkomin til messu á sunnudaginn klukkan 11.00. Séra Sveinn prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur leikur á orgelið og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn.

maí

Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2024

Sunnudaginn 5. maí kl. 11.00 er messa.

Messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson  prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2024

Bænastund og Bach!

Alla þriðjudaga er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni. Eftir stundina er létt máltíð í safnðarheimilinu og góð samvera. Öll þriðjudagskvöld klukkan 20.00-20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í Dómkirkjunni. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

- 13.00- 14.30 Opna húsið í safnaðarheimilinu, samvera, fræðsla og gott með kaffinu. Yfir vetrarmánuðina.
Tíðasöngur kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...