Dómkirkjan

 

Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari og prédikar við messu sunnudaginn 9. október klukkan 11.00. Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Verið hjartanlega velkomin í Dómkirkjuna.

Minnum á tónleika Dómkórsins 15. október klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju. Miðar komnir á sölu á tix.is
Johann Sebastian Bach: Messa í H-moll
Dómkórinn ásamt kammersveit
Hallveig Rúnarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Þorbjörn Rúnarsson
Jón Svavar Jósefsson
Stjórnandi: Kári Þormar
Takið daginn frá!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/10 2022

Guðfinna Ragnarsdóttir gestur okkar í Opna húsinu 6. október klukkan 13.00

Guðfinna Ragnarsdóttir er gestur okkar í safnaðarheimili Dómkirkjunnar, Lækjargötu 14a. fimmtudaginn 6. október klukkan 13.00. Guðfinna segir frá fjallferð með Grímsnesingum.
Guðfinna Ragnarsdóttir er fædd 1943. Hún er jarðfræðingur að mennt og kenndi jarðfræði og efnafræði við Menntaskólann í Reykjavík í rúman aldarfjórðung. Hún er einnig menntaður blaðamaður frá Blaðamannaháskólanum í Stokkhólmi og hefur ritstýrt Fréttabréfi Ættfræðifélagsins í tuttugu ár, en ættfræði er hennar fremsta áhugamál. Guðfinna gaf út bókina Sagnaþættir Guðfinnu árið 2017 og í haust kemur út eftir hana bókin Á vori lífsins, þar sem hún segir meðal annars frá Fjallferðinni sem hún ætlar að segja okkur frá í dag. Eiginmaður Guðfinnu er Magnús Grímsson framhaldsskólakennari og bóndi á Neðra-Apavatni í Grímsnesi. Guðfinna var tengd Hömrum í Grímsnesi frá frumbernsku en tengslin við Hamraheimilið hófust frostaveturinn mikla árið 1918, þegar spánska veikin geysaði og fátæk börn úr Reykjavík, meðal annarra Ragnar faðir Guðfinnu og Elías bróðir hans, voru send austur í sveitir. Hamrahjónin, Sigríður Bjarnadóttir og Jóhannes Jónsson, bændur þar, urðu vinir fjölskyldunnar til æviloka.
Verið velkomin í Opna húsið á fimmtudaginn, kaffi, gott meðlæti, fræðsla og skemmtun.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/10 2022

Tíðasöngur með séra Sveini kl. 9.15 þri-mið-og  fimmtudaga, einnig klukkan 17.00 á fimmtudögum. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20-20.30. á þriðjudagskvöldum.  Örpílagrímaganga  miðvikudaga  klukkan 18.00 með séra Elínborgu. Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Á fimmtudaginn er Guðfinna Ragnarsdóttir  gestur okkar í Opna húsinu, Lækjargötu 14a. Byrjum klukkan 13.00 með kaffi og góðum veitingum. Sunnudaginn 9. október er messa kl. 11.00. Prestur séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói Stefánsson og Dómkórinn.  Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 4/10 2022

Sunnudaginn 2. október er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar fyrir altari og prédikar. Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og Dómkórinn syngur. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2022

“Komið, allt til reiðu…” Dúkað borð fyrir fermingarbörn Dómkirkjunnar og foreldra þeirra, fyrir borðsamfélag í gærkvöldi!

F665F809-7064-4156-8EFD-841885FE6A74

Laufey Böðvarsdóttir, 28/9 2022

Velkomin í safnaðarstarfið!

Tíðasöngur með séra Sveini kl. 9.15 í dag og á morgun fimmtudag, einnig klukkan 17.00 á morgun. Örpílagrímaganga í dag, miðvikudag klukkan 18.00 með séra Elínborgu. Hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Á morgun er Ólafur Egilsson fv. sendiherra gestur okkar í Opna húsinu, Lækjargötu 14a. Byrjum klukkan 13.00 með kaffi og góðum veitingum. Ólafur flytur okkur spjall sem hann nefnir: “Upprifjanir úr utanríkisþjónustu”. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/9 2022

Góð vika framundan!

Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstund klukkan 12.00 á morgun, þriðjudag Bach tónleikar Ólafs Ólafur Elíasson eru klukkan 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni. Sveinn Valgeirsson er með tíðasöng þriðju-mið-og fimmtudagsmorgna klukkan 9. 15 einnig klukkan 17.00 á fimmtudögum. Örpílagrímaganga með sr. Elínborgu Sturludóttur klukkan 18.00 á miðvikudögum, hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Ólafur Egilsson fv. sendiherra er gestur okkar í Opna húsinu á fimmtudaginn. Byrjum kl. 13.00 með kaffi og góðu meðlæti. Minnum á tónleika Dómkórsins 15. október klukkan 17.00 í Hallgrímskirkju.
Johann Sebastian Bach: Messa í H-moll
Dómkórinn ásamt kammersveit
Hallveig Rúnarsdóttir
Hildigunnur Einarsdóttir
Þorbjörn Rúnarsson
Jón Svavar Jósefsson
Stjórnandi: Kári Þormar
Takið daginn frá!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/9 2022

Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin til guðþjónustu á sunnudaginn!

Sunnudaginn 25. september er fjölskylduguðþjónusta klukkan 11.00. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra er sérstaklega boðin velkomin. Séra Elínborg Sturludóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Douglas leikur á orgelið. Hressing og gott samfélag í safnaðarheimilinu eftir messu.
Vers vikunnar: 1Pét 5.7
Varpið allri áhyggju ykkar á hann því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2022

Kæru vinir, bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu á morgun, þriðjudag er í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Ólafur Elíasson eru klukkan 20.00-20.30 öll þriðjudagskvöld í Dómkirkjunni. Sveinn Valgeirsson er með tíðasöng þriðju-miðviku-og fimmtudagsmorgna klukkan 9. 15 einnig klukkan 17.00 á fimmtudögum. Örpílagrímaganga með sr. Elínborgu Sturludóttur klukkan 18.00 á miðvikudaginn, hefst með stuttri hugleiðingu í Dómkirkjunni. Haustferðin okkar er á fimmtudaginn. Farið verður Í Borgarnes og munum við snæða hádegismat hjá Möggu Rósu í Englendingarvík. Nauðsynlegt að skrá sig á domkirkjan@domkirkjan.is eða í síma 5209700 eða 8989703. Skráning til hádegis á þriðjudag. Verið velkomin í safnaðarstarfið!

Laufey Böðvarsdóttir, 22/9 2022

Hátíðardagur í Dómkirkjunni í dag.

_GV_5338+ Prestsvígsla, biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir vígði þrjár konur. Megi Guðs blessun fylgja ykkur í lífi og starfi, séra Hafdís Davíðsdóttir, séra Heiðrún Helga Bjarnadóttir Back og séra Helga Bragadóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 18/9 2022

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS