Dómkirkjan

 

Velkomin til messu 21. júlí klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Pétur Nói Stefánsson og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/7 2024

Messa sunnudaginn 14. júlí klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Pétur Nói Stefánsson og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/7 2024

Bæna-og kyrrðarstund 9. júlí klukkan 12.00. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Minnum líka á Bach tónleika Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30. Verið velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/7 2024

Strengjakvartettinn Eyja og SPÍRA verða með tónleika í Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. júní klukkan 16:30. Aðgangur er ókeypis. Strengjakvartettinn Eyja er skipaður fiðluleikurunum Söru Karín Kristinsdóttur og Elísabetu Önnu Dudziak, víóluleikaranum Diljá Finnsdóttur og sellóleikaranum Ágústu Bergrós Jakobsdóttur. Þær kynntust við nám í tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Í sumar mun Strengjakvartettinn Eyja leika bæði þjóðlega tónlist og tónlist innblásna af þjóðlögum, og lífga þannig upp á fallega sumardaga í Reykjavíkurborg. Á tónleikunum verður flutt þjóðleg dagskrá, bæði íslensk þjóðlög og tónverk innblásin af þjóðlegri tónlist. SPÍRA er tónlistarverkefni Hafrúnar Birnu Björnsdóttur, sem lauk B.Mus í víóluleik frá Listaháskóla Íslands nú í vor. Í sumar mun Spíra kynna víóluna fyrir almenningi með flutningi á frumsamdri spunatónlist. Við flutninginn notast hún við looper pedal sem gerir henni kleift að vefa saman ólík hljóð víólunnar.

11. júlí 11

Laufey Böðvarsdóttir, 8/7 2024

Messa klukkan 11.00 sunnudaginn 7. júlí.Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða safnaðarsönginn. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/7 2024

Kæru vinir. Bæna-og kyrrðarstund alla þriðjudaga kl. 12.00 í Dómkirkjunni. Á morgun verður kaffi og brauðmeti í skrúðhúsinu eftir stundina. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar öll þriðjudagskvöld kl. 20.00-20.30. Gott verður að sjá ykkur.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/7 2024

Sunnudaginn 30. júní er messa klukkan 11.00

Messa klukkan 11.00 séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar, Elísa Elíasdóttir leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 25/6 2024

Sunnudaginn 23. júní er messa klukkan 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Hrafnkell Karlsson organisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/6 2024

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 16. júní. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/6 2024

Sönghópurinn Hljómeyki býður gestum og gangandi upp á samsöng ættjarðarlaga ásamt nýjum og eldri kórperlum þann 17. júní kl.16.00-17.00 í Dómkirkjunni í Reykjavík. Tilefnið er 50 ára afmæli kórsins og 80 ára afmæli lýðveldisins. Á samsöngstónleikunum flytur kórinn ásamt áheyrendum þekkt og elskuð ættjarðarlög og einnig verða frumfluttar tvær glænýjar útsetningar Hafliða Hallgrímssonar á íslensku þjóðlögunum Björt mey og hrein og Liljulagi. Einnig fá áheyrendur meðal annars að heyra tvö lög úr nýafstaðinni tónsmíðakeppni um nýtt ættjarðarlag. Stjórnandi á tónleikunum verður Stefan Sand. Aðgangur ókeypis og öllum söng- og tónlistarelskum heimill.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/6 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...