Dómkirkjan

 

Laudes, eða tíðagjörð að morgni verður sungin á þriðjudögum miðvikudögum og fimmtudögum kl. 9.15 í vetur.

Allir eru velkomnir að syngja með eða sitja og hlusta. Þetta tekur um 15 mínútur en stendur með manni allan daginn.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/9 2024

Örpílagrímagöngur verða frá Dómkirkjunni á miðvikudögum kl.18.00 í vetur.

Göngurnar hefjast með með stuttu helgihaldi í kirkjunni síðan verður lagt af stað í stutta gönguferð um nágrenni miðborgarinnar þar sem stef pílagrímsins verða í brennidepli. Sr. Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur mun leiða göngurnar, en hún hefur staðið fyrir pílagrímagöngum í Borgarfirði og leitt pílagrímagöngur á Skálholtshátíð. Jafnframt hefur hún verið einn af leiðsögumönnum Mundo í kvennaferðum um Jakobsveginn á Spáni. Verið velkomin á miðvikudaginn klukkan 18.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/9 2024

Öll þriðjudagskvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30 í Dómkirkjunni.

Ólafur hefur undanfarin ár leikið tónlist eftir J.S. Bach á flygilinn á þriðjudagskvöldum.
Þessir tónleikar munu nú hefjast aftur og verða öll þriðjudagskvöld í vetur. Hlökkum til að sjá ykkur!
Ólafur var nemandi Rögnvaldar Sigurjónssonar en stundaði framhaldsnám fyrst í París hjá hinum heimsþekkta píanóleikara Vlado Perlemuter og síðar í Englandi, meðal annars við konunglega tónlistarháskólann í London (Royal Academy of Music) þar sem hann lauk einleikaraprófi 1994.
Ólafur hefur haldið tónleika víða, bæði hérlendis og erlendis, einkum á Bretlandi. Hann hefur leikið inn á nokkra geisladiska, meðal annars píanókonserta bæði eftir Bach og Mozart ásamt sinfóníuhljómsveitinni London Chamber Group og hafa þeir fengið frábæra dóma.
Ólafur hefur einnig leikið sem meðleikari með Sigurði Bragasyni baritón og hafa þeir haldið fjölda tónleika víða, og í sumum þekktustu tónleikahúsum heims svo sem Carnegie Hall í New York, Wigmore Hall í London og Kennedy Center í Washington. Washington Post hrósaði meðal annars leik Ólafs og sagði ,,…að leikur hans væri bæði nákvæmur og líflegur!

Laufey Böðvarsdóttir, 17/9 2024

Í haust hefst fermingarfræðslan með messu og kynningarfundi sunnudaginn 15. september. Messan er klukkan 11.00 og kynningarfundurinn klukkan 12.10.

Í haust hefst fermingarfræðslan með messu og kynningarfundi sunnudaginn 15. september. Messan er klukkan 11.00 og kynningarfundurinn klukkan 12.10.
Fyrirhugaðir fermingardagar vorið 2025
Pálmasunnudagur 13. apríl klukkan 11.00
Skírdagur 17. apríl klukkan 11.00
Hvítasunnudagur 8. júní klukkan 11.00
Með góðum kveðjum
séra Elínborg Sturludóttir og
séra Sveinn Valgeirsson
elinborg@domkirkjan.is
Sveinn@domkirkjan.is

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2024

Í ljósi erfiðra atburða og frétta á Íslandi að undanförnu kalla kristin trúfélög saman til bænastundar í Hallgrímskirkju laugardaginn 7. september. Við komum saman og biðjum fyrir friði, einingu og samheldni. Við komum saman í bæn fyrir framtíð okkar allra. Velkomin í Hallgrímskirkju, laugardaginn 7. september kl. 17. Sýnum í verki að ofbeldi og ótti á sér engan stað í samfélagi okkar.

sameinuð

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2024

Sunnudaginn 8. september er messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/9 2024

Biskupsvígslan í gær var hátíðleg og falleg. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands vígði séra Guðrúnu Karls Helgudóttur sem biskup Íslands. Hamingjuuóskir til sr. Guðrúnar Karls Helgudóttur, biðjum að Guðs blessun fylgi henni í lífi og embætti. Þakklæti til Agnesar M. Sigurðardóttur fyrir einstaklega gott samstarf og allt hennar starf fyrir þjóðkirkjuna.

guðrún g plús a

Laufey Böðvarsdóttir, 2/9 2024

Það verður engin messa í Dómkirkjunni sunnudaginn 1. september vegna biskupsvígslu séra Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups Íslands í Hallgrímskirkju klukkan 14.00. Þangað eru allir velkomnir, meðan húsrúm leyfir.

Laufey Böðvarsdóttir, 31/8 2024

Frábær dagskrá á kirkjudögum. Um 250 manns fengu viðurkenningar fyrir að hafa sungið í kirkjukór í 30 ár eða lengur. Síðan var Sálmafoss þar sem kirkjukórar af öllu landinu tóku þátt. Sálmafossinn í gær endaði með helgistund með séra Sveini og Sálmabandið lék undir fjöldasöng. Þakkkæti til allra þeirra sem komið hafa að Kirkjudögum. Í dag er fjölskylduhátíð í Lindakirkju.

kirkjudagar kirkjudagar 3

Laufey Böðvarsdóttir, 31/8 2024

Kirkjudagar 2024

Fólk af öllu landinu kemur saman í Lindakirkju til að fagna, njóta, gleðjast, fræðast, syngja, biðja og uppbyggjast með því að taka þátt í allskonar dagskrá fyrir alla aldurshópa.

Kirkjudagar fara fram 25. ágúst til 1. september. Þeir hefjast með kveðjumessu biskups í Dómkirkjunni, en svo verður pílagrímaganga í Lindakirkju þar sem fer fram setning Kirkjudaga.

Mánudag til fimmtudags verða málstofur í Lindakirkju og á föstudeginum Sálmafoss með þátttöku kóra af öllu landinu og sungnir verða valdir sálmar í ýmsum útsetningum. Á laugardeginum verður fjölbreytt dagskrá í Lindakirkju; hoppukastalar, völundarhús, fyrirlestrar, kynningar og margt fleira. og Kirkjudögum lýkur með vígslu nýs biskups í Hallgrímskirkju.

Þema Kirkjudaga 2024 er „Sælir eru friðflytjendur“ (Mt. 5.9). Friður kemur víða við í Biblíunni og getur merkt eining, innri ró, velferð og gleði. Englarnir á Betlehemsvöllum sungu um frið á jörðu og Jesús boðar að sannan frið sé að finna í kærleikanum og voninni. Að vera friðflytjandi er stuðla að einingu og réttlæti, sýna samhygð og virðingu.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/8 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Mánudagur

Annan mánudag í mánuði kl. 18.00, samvera hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar yfir vetrartímann

Dagskrá ...