Dómkirkjan

 

Kæru vinir, alla  þriðjudaga er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu og létt máltíð í safnaðarheimilinu eftir stundina. Það er gott að koma í kirkjuna og gefa sér stund frá amstri hverdagsins. Hlusta, njóta og biðja.
Öll þriðjudagskvöld eru svo Bach tónleikarnir hans Ólafs Elíassonar. Þri-mið-og fimmtudaga er tíðasöngur klukkan 9. 15 með séra Sveini sem og klukkan 17.00 á fimmtudögum.
Vorferðin okkar er á fimmtudaginn austur á Eyrarbakka.  Förum kl. 10 frá Perlunnni. Á föstudaginn er norsk messa klukkan 14.00. Séra Þorvaldur Víðisson prédikar og organisti er Kári Þormar.
Á hvítasunnudag 19. maí er fermingarmessa klukkan 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og félagar úr Dómkórnum. Annan í hvítasunnu er messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Athugið að engin gjaldkylda í bílastæði á hvítasunnudag né annan í hvítasunnu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2024

Velkomin til messu í dag 12. maí klukkan 11.00. Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar, Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Þökkum Dómkórnum fyrir dásamlega tónleika í Hallgrímskirkju í gær. Minnum líka á að Sálmabandið verður í Hjallakirkju klukkan 15.00 í dag.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2024

Habemus episkopum! Sr. Guðrún Karls Helgudóttir er nýkjörinn Biskup Íslands. Dómkirkjan í Reykjavík fagnar henni sem nýjum biskupi og óskum við sr. Guðrúnu hjartanlega til hamingju með kosninguna. Við hlökkum til samstarfsins.

440748550_863813072455508_7561568004710956720_n(1)

Laufey Böðvarsdóttir, 8/5 2024

Dómkórinn flytur verk eftir Arvo Pärt laugardaginn 11. maí kl. 17:00 í Hallgrímskirkju. Á efnisskránni verða þrjú verk fyrir kór og orgel: The Beatitudes, þættir úr Berliner Messe og Cantate Domino canticum novum. Ennfremur leikur Lára Bryndís Eggertsdóttir á orgel verkið Spiegel im Spiegel, auk tveggja annarra orgelverka tónskáldsins. Lára Bryndís Eggertsdóttir leikur á Klaisorgel Hallgrímskirkju Stjórnandi Dómkórsins er Guðmundur Sigurðsson.

438077314_6534091222834_5897832671113002972_n

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2024

Kæru vinir á uppstigningardag 9. maí er messa klukkan 11.00. Séra Jón Ásgeir Sigurvinsson prédikar, Pétur Nói Stefánsson leikur á orgelið og félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Sunnudaginn 12. maí er messa klukkan 11.00, séra Jón Ásgeir prédikar, Guðmundur Sigurðsson organisti og félagar úr Dómkórnum. Verið velkomin til okkar í Dómkirkjuna!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2024

Alltaf gott að koma í kyrrðar-og bænastund í hádeginu á þriðjudögum. Létt máltíð í safnaðarheimilinu. Öll þriðjudagskvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.00-20.30. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 7/5 2024

Dýrmætir Dómkirkjuvinir á fallegum degi. Verið velkomin til messu á sunnudaginn klukkan 11.00. Séra Sveinn prédikar og þjónar fyrir altari, Guðmundur leikur á orgelið og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn.

maí

Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2024

Sunnudaginn 5. maí kl. 11.00 er messa.

Messa kl. 11.00 séra Sveinn Valgeirsson  prédikar og þjónar fyrir altari. Guðmundur Sigurðsson dómorganisti og Dómkórinn. Verið velkomin í Dómkirkjuna.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/5 2024

Bænastund og Bach!

Alla þriðjudaga er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í Dómkirkjunni. Eftir stundina er létt máltíð í safnðarheimilinu og góð samvera. Öll þriðjudagskvöld klukkan 20.00-20.30 eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í Dómkirkjunni. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/4 2024

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt !

blóm gulGleðilegt sumar kæru vinir og eins og segir í kvæðinu;
vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt !
Verið velkomin til messu í Dómkirkjunni á sunnudaginn klukkan 11.00. Séra Elínborg, Guðmundur dómorganisti og Dómkórinn leiðir sönginn.
Fimmtudaginn 16. maí er vorferðin okkar áætluð, hugmyndin er að heimsækja Bakkastofuhjónin; Ástu Kristrúnu og Valgeir Guðjónsson. Þar sem söngur og gleði eru við völd og fallega lagið hans Valgeirs við texta Jóhannesar úr Kötlu verður eflaust sungið.
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær – og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt !
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt !
Allt hið liðna er ljúft að geyma
- láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt !
Vorið kemur, heimur hlýnar,
hjartað mitt.
Lag: Valgeir Guðjónsson
Texti: Jóhannes úr Kötlum.

Laufey Böðvarsdóttir, 25/4 2024

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS