Eftir sérlega gott sumar er vetrarstarf Dómkirkjunnar að hefjast. Fermingarbörnin komu til messu um daginn og hittast þau næst núna á miðvikudaginn kl. 16 í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a.
Opna húsið hefst á fimmtudaginn í safnaðarheimilinu kl. 13.30 þangað fáum við góða gesti og alltaf er gott með kaffinu. Haustferð Opna hússins verður farin fimmtudaginn 22. september.
Safnaðarstarfið mun á haustmánuðum mótast af því að hinn 30. október næst komandi eru 220 ár liðin frá því að Dómkirkjan var vígð. Í 220 ára sögu sinni hefur hún helgast af hljómum söngs og bæna,
Messur eru alla helgidaga kl. 11 og bænastundir á þriðjudögum kl. 12.10 og á þriðjudagskvöldum eru Bach tónleikar kl. 20-30-21.00. Kirkjunefnd kvenna, æskulýðsstarfið og prjónakvöldin verða auglýst síðar.
Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2016
Opna húsið byrjar fimmtudaginn 15. september kl. 13.30.
Haustferðin okkar verður 22. september og nú verður haldið í Hvalfjörðinn.
Laufey Böðvarsdóttir, 6/9 2016
Til fermingarbarna 2017 og forráðamanna þeirra.
Hvaða máli skiptir það að fermast?
Á fermingaraldrinum vakna ýmsar spurningar um lífið og tilveruna, Guð og okkur sjálf og samskipti okkar við aðra, réttlæti, jafnrétti, og hvers vegna böl og þjáning er hlutskipti svo margra.
Í fermingarfræðslunni munum við velta fyrir okkur ýmsum spurningum varðandi þessi mál; óvíst er að við finnum svör en það er mikilvægt að ræða saman um þessi mál og þau svör sem gefin eru, í ljósi trúarinnar.
Nú er er komið að því að kalla saman fermingarárganginn 2017.
Sunnudaginn 4. september n.k. mun fermingarstarf Dómkirkjunnar hefjast með messu kl. 11:00 og fundi með fermingarbörnum og forráðamönnum þeirra að lokinni messu. Á þeim fundi verður farið yfir tilhögun fræðslunnar og starf vetrarins. Fræðslustundirnar verða á miðvikudögum og áformuð ferð í Vatnaskóg verður dagana 6.-7. október.
Fermingardagar 2017 eru:
9. apríl – pálmasunnudagur
13. apríl – skírdagur
4. júní – hvítasunna.
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi fermingarstarfið hikaðu þá ekki við að hafa samband við okkur:
hjalmar@domkirkjan.is
karlsig@simnet.is
sveinn@domkirkjan.is
laufey@domkirkjan.is
Enn fremur viljum við benda á vefinn ferming.is og kynningarmyndbandið sem finna má á youtube: https://www.youtube.com/watch?v=1ZD7haN0_B0
Við hlökkum til að hitta ykkur
Dómkirkjan
Laufey Böðvarsdóttir, 28/8 2016
Laufey Böðvarsdóttir, 16/8 2016