Dómkirkjan

 

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

10. september – Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga

Sunnudaginn 10. september kl.20 verður haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni í Reykjavík til að heiðra minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Dagskrá:
• Sr. Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju flytur hugvekju
• Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson syngur nokkur lög við undirleik Ásgeirs Aðalsteinssonar.
• Sigurþóra Bergsdóttir aðstandandi segir frá reynslu sinni.
• Kveikt verður á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Að kyrrðarstundinni standa Geðhjálp, Geðsvið Landspítala, Hugarafl, Landlæknisembættið, Minningarsjóður Orra Ómarssonar, Ný dögun, Pieta, Rauði kross Íslands og Þjóðkirkjan.

Einnig verða kyrrðarstundir haldnar á Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík og í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Byrja þær allar klukkan 20.

Á Akranesi verður ljósinu varpað á sjálfsvíg og safnað fyrir Pieta í kvöldmessu þeirra klukkan 20 á sunnudaginn.

Á Ísafirði verður minningarstund laugardaginn 23. September klukkan 17.

Kyrrðarstundirnar eru öllum opnar og aðgangur er ókeypis

Laufey Böðvarsdóttir, 7/9 2017

Fyrsti miðvikudagstíminn í fermingarfræðslunni er miðvikudaginn 13. september kl. 16 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a

Laufey Böðvarsdóttir, 6/9 2017

Opna húsið byrjar 21. september

Kæru vinir Opna húsið byrjar fimmtudaginn 21. september kl. 13.30 í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a.
Dagskrá Opna hússins:
21. sept. Söngur, spjall og slúður. Vinafundur.
28. september Haustferð. Farið í Hafnarfjörð og Álftanes.
5. október Nýi dómkirkjupresturinn
12. október Unnur Halldórsdóttir fer með gamanmál og kvæði.
19. október Lísbet Guðmundsdóttir, Skálinn við Lækjargötu
26. október Rósa Jóhannesdóttir og fjölskylda syngja og leika
2. nóvember Kaffihúsastemning við Tjörnina.
9. nóvember Ármann Reynisson skáld
16. nóvember Hrólfur Jónsson spilar og syngur eigin lög.
23. nóvember Karl Sigurbjörnsson, biskup. Myndin af Jesú
30. nóvember Aðventustund, heitt súkkulaði og kræsingar.
Verið hjartanlega velkomin!IMG_2911

Laufey Böðvarsdóttir, 6/9 2017

Sunnudaginn 10. september mun Karl Sigurbjörnsson biskup prédika og þjóna kl. 11. Helga Hjálmtýsdóttir les ritningarlestrana. Dómkórinn syngur og Kári er organisti. Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Hlökkum til að sjá ykkur og minnum á bílastæðin við Alþingi. Á morgun þriðjudag er bæna-og kyrrðarstund í hádeginu. Létt máltíð í safnaðarheimilinu á eftir. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/9 2017

21078572_741984999337937_4389771015999349855_n

Laufey Böðvarsdóttir, 30/8 2017

Tónleikar í kvöld, miðvikudag kl. 20.

posterArctic String Quartet Violins Martin Frewer & Ágústa María Jónsdóttir Viola Kathryn Harrison Cello Ólöf Sesselja Óskarsdóttir The Quartet started meeting for rehearsals in 1994. They met in the Iceland Symphony. Their first official concert with Popular Music was in the Nordic House in the summer of 1996. The Quartet has performed in England and on various occasions in Iceland: Corporate Events, Weddings and all sorts of Ceremonies. Martin Frewer In 1983 Martin became a member of the Iceland Symphony Orchestra and has lived in Iceland since. He has participated in diverse projects both as soloist and in chamber music. He enjoys painting, walking and gardening. Using his mathematic skills he has worked as a software designer along with his music. Ágústa M. Jónsdóttir Ágústa M. Jónsdóttir has been in the Icelandic Symphony Orchestra since 1979 and played in varios groups over the years. Studied in Reykjavík and Vienna. She likes a lot to knit and go to coffee houses for cakes. Kathryn Harrison Kate has been in the Icelandic symphony since 1986 although the intention was to move to Iceland for only one year…. Obviously she fell in love with the country. She also enjoys coffee houses and cakes with her friends. Ólöf S. Óskarsdóttir Ólöf S Óskarsdóttir, born in Reykjavík, has played with these guys for over 20 years in this quartett and in the Iceland Symphony Orchestra. She has also played the viola da gamba in renaissance and baroque groups. Ólöf loves the international language; that is, music! Concert Celebration of Icelandic Songs Wednesday, 30th August 2017 8pm in Dómkirkjan Programme Sigvaldi Kaldalóns Á Sprengisandi On Horseback Across Highlands Icelandic Folksong Krummi svaf í klettagjá The Raven’s Song Friðrik Bjarnason Hafið bláa hafið The Blue Ocean Icelandic Folksong Dalvisa, Fifilbrekka gróin grund Dandylion hill Icelandic Folksong Sofðu unga ástin mín Sleep my young love Hörður Torfason Ég leitaði blárra blóma I looked for blue flowers Haukur Morthens Ó, borg mín borg Oh My Hometown Vilberg V. Vilbergsson Eitt kvöld í Paris One evening in Paris Icelandic Folksong Móðir mín í kví kví Sleep my young love Gísli Helgason Kvöldsigling Evening Boat Trip Sigvaldi Kaldalóns Suðurnesjamenn Sailors from Southern Peninsula Sigfús Halldórsson Dagný Lady’s name Jón Jónsson frá Hvanná Capri Katarína Lady’s name Sigfús Halldórsson Við eigum samleið We Will Share Árni Thorsteinsson Nótt Night Þórarinn Guðmundsson Þú ert yndið mitt You are my darling Svavar Benediktsson Nótt í Atlavík Night in Atlavík

Laufey Böðvarsdóttir, 30/8 2017

Jón og séra Jón verða með sunnudagaskólann í vetur í Dómkirkjunni. Upphaf fermingarfræðslunnar og sunnudagaskólans sunnudaginn 3. september kl. 11

16708240_10154904654340396_4600199643471366149_n

Þeir prýðispiltar séra Ólafur Jón og Sigurður Jón verða í fjölskylduguðþjónustunni sunnudaginn 3. september kl. 11.
Þá er upphaf fermingarfræðslunnar og sunnudagaskólans þennan veturinn. Fermingarbörn og forráðamenn þeirra mæta og eftir messu er fundur með þeim þar sem farið verður yfir fermingarstarfið í vetur. Séra Sveinn Valgeirsson þjónar og spilar á gítarinn. Næg bílastæði við Alþingishúsið.
Hlökkum til að sjá ykkur, kaffi og kleinur eftir messu.

Laufey Böðvarsdóttir, 29/8 2017

Fermingarstarfið hefst sunnudaginn 3. september með messu kl.11

Sumri hallar, hausta fer, skólar hefjast og hversdagurinn fellur senn í sínar föstu skorður. Orðið haust merkir uppskera, og það er hugtak og reynsla sem er þrungið von og framtíð á nýju vori. Trúin horfir fram í slíkri von. Kirkjunni er ætlað að glæða og næra þá von með helgihaldi, fræðslu og þjónustu. Vetrarstarf Dómkirkjunnar hefst með fjölskylduguðsþjónustu sunnudaginn 3. september þar sem væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra eru boðin velkomin til fermingarstarfa vetrarins. Einnig hefst sunnudagaskólinn þá í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. Eftir messu er boðið upp á kaffi og samtal í Safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14. Opið hús í Safnaðarheimilinu hefst þann 21. september. Þar verður sem fyrr fjölbreytt dagskrá, fræðandi og skemmtileg samvera. Byrjað er með veislukaffi kl. 13.30 og í framhaldi af því fyrirlestur til fræðslu og skemmtunar, og svo samræður á eftir. Að venju mun efnt til haustferð- ar opna hússins og verður hún fimmtudaginn 28. september. Um þessar mundir eru tímamót í sögu Dómkirkjunnar, séra Hjálmar Jónsson lét af embætti sóknarprests og séra Sveinn Valgeirsson var skipaður í hans stað. Nýr dómkirkjuprestur tekur svo við embætti við hlið hans 1. október. Messur eru alla helgidaga kl.11 og barnastarf verður á sama tíma á kirkjuloftinu. Æðruleysismessur eru mánaðarlega. Bænastundir eru alla þriðjudaga kl. 12 og einfaldur málsverður á eftir. Æskulýðsfélagið Ungdóm, Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar starfa yfir vetrarmánuðina og prjónakvöld eru mánaðarlega. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar eru öll þriðjudagskvöld kl. 20.30 til 21.00 Nánari upplýsingar um dagskrá Dómkirkjunnar má finna á domkirkjan.is og á fésbókarsíðu. Hjartanlega velkomin í gott samfélag í Dómkirkjunni. Taktu á móti blessun haustsins: Verði loftið tært í kringum þig, uppskera þín ríkuleg, dagarnir góðir og friðsælar nætur.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/8 2017

Á morgun sunnudag er messa í Dómkirkjunni kl. 11 og í Viðeyjarkirkju kl. 14. Sr. Sveinn Valgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Dómkórnum leiða sönginn. Kári Þormar leikur á orgelið. Sr. Þórir Stephensen fv. dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey leiðir staðarskoðun að messu í Viðeyjarkirkju lokinni. Síðasta ferja fyrir messu heldur frá Skarfabakka kl. 13:15. Ferjugjald er 1.500 kr. Minnum líka á Kolapotrsmessuna kl. 14. Allir velkomnir! Það er gaman að skoða gamlar myndir úr safnaðarstarfi Dómkirkjunnar, hér koma nokkrar.

IMG_3648 IMG_3657 IMG_3658 IMG_3664 IMG_3665 IMG_3673 IMG_3678

Laufey Böðvarsdóttir, 26/8 2017

Ekkert barn útundan! Hjálparstarf kirkjunnar styður efnalitlar fjölskyldur í upphafi skólaárs
_28A9338-TH-Thorkelsson-14.08.2017-20x30 fyrir vef

 

Skólataska, vetrarfatnaður, skór og stígvél, allt kostar þetta peninga svo ekki sé minnst á útgjöld vegna íþrótta- og tómstundastarfs sem falla til á haustin sem og kostnað vegna námsgagna þar sem greiða þarf fyrir þau.

Foreldrar grunnskólabarna sem búa við kröpp kjör geta leitað stuðnings hjá Hjálparstarfinu við að útbúa börnin í skólann. Við erum á Háaleitisbraut númer 66, neðri hæð Grensáskirkju. Það er opið hjá okkur frá 8 – 16 á virkum dögum.

Í fyrrahaust fengu foreldrar um 200 barna aðstoð hjá okkur og við búumst við svipuðum fjölda umsókna um stuðning nú. Efnaleysi á ekki að hindra börn í námi eða í íþrótta- og frístundastarfi með jafnöldrum sínum.  Öll börn eiga að geta hlakkað til að byrja í skóla!

Við söfnum nú fyrir verkefninu og höfum stofnað valgreiðslukröfu með skýringunni Styrkur í heimabanka landsmanna að uphæð 2.600 krónur en einnig er hægt að senda sms í símanúmerið 1900 með textanum Styrkur og þá gjaldfærast 1.300 krónur af næsta símreikningi.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/8 2017

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS