Dómkirkjan

 

Í dag  fimmtudag er tíðasöngur klukkan 9.15 og kl. 17.00 í kirkjunni og síðan Biblíulestur kl 17.30-18.30 í safnaðarheimilinu. Á laugardag kl 17.00 eru tónleikar Dómkórsins og Jazzkvartett Sigurðar Flosasonar. Dómkórinn í Reykjavík og jazzkvartett Sigurðar Flosasonar flytja sálma eftir Sigurð við texta eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og fleiri. Flutt verður sálmasvíta þar sem jazzkvartett kallast á við söng kórsins. Einnig verða nýir sálmar frumfluttir. Stjórnandi kórsins er Lenka Mátéová. Kvartettinn skipa þeir Eyþór Gunnarsson, píanó, Birgir Steinn Theódórsson, kontrabassi, Einar Scheving, trommur auk Sigurðar Flosasonar á saxófón. Tónleikagestir eiga von á skemmtilegum tónleikum með kórsöng í bland við jazz og spuna. Á sunnudaginn er messa kl. 11.00 sr. Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn.  Aðalfundur safnaðarins kl. 12.15  á sunnudag í safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2025

Tíðasöngur með séra Sveini kl. 9. 15 í dag, miðvikudag og örganga með séra Elínborgu kl. 18.00 í dag. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 2/4 2025

Tíðasöngur með séra Sveini þriðjudag kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstundirnar í hádeginu alla þriðjudaga í Dómkirkjunni eru dýrmætar. Þar er gott að koma og gefa sér stund frá amstri hverdagsins Eftir stundina er hádegisverður og opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Öll þriðjudags kvöld eru Bach tónleikar kl. 20.00-20.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2025

480360512_1154803829760125_746709085607497385_n

Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2025

Laugardaginn 5. apríl kl.17.00. Dómkórinn í Reykjavík og jazzkvartett Sigurðar Flosasonar flytja sálma eftir Sigurð við texta eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og fleiri. Flutt verður sálmasvíta þar sem jazzkvartett kallast á við söng kórsins. Einnig verða nýir sálmar frumfluttir. Stjórnandi kórsins er Lenka Mátéová. Kvartettinn skipa þeir Eyþór Gunnarsson, píanó, Birgir Steinn Theódórsson, kontrabassi, Einar Scheving, trommur auk Sigurðar Flosasonar á saxófón. Tónleikagestir eiga von á skemmtilegum tónleikum með kórsöng í bland við jazz og spuna.

https://tix.is/event/19199/af-jordu-domkorinn-og-jazzkvartett-sigurdar-flosasonar?fbclid=IwY2xjawJThItleHRuA2FlbQIxMAABHQFWDTV-VLTCDITwWBuMyFI_icO_F2oeHwxOgoqUaQv01Xye556k7x4n6g_aem_-QPAVHKdBcqCRCtfJ44gQg

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2025

Sunnudaginn 30. mars er messa klukkan 11.00, séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2025

Aðalsafnaðarfundur Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn sunnudaginn 6. apríl 2025 kl.12.15 í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf: Önnur mál. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2025

Biblíulestur sem séra Sveini fimmtudag kl. 17.30-18.30 í safnaðarheimilinu, en gott er að byrja með tíðasöng kl. 17.00 í kirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/3 2025

Tíðasöngur í dag, miðvikudag kl. 9.15 með séra Sveini, örganga með séra Elínborgu kl. 18.00. Á morgun, fimmtudag er tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 og Biblíulestur með séra Sveini kl. 17.30-18.30 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2025

Á morgun, þriðjudag er tíðasöngur með séra Sveini kl. 9.15. Klukkan 12.00 er bæna-og kyrrðarstund og í framhaldi af henni léttur hádegisverður og Opið hús í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.-20.30 öll þriðjudagskvöld. Velkomin í safnaðrstarfið!

Laufey Böðvarsdóttir, 24/3 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS