Kl. 13.30 er prests-og djáknavígsla. Biskup Íslands Guðrún Karls Helgadóttir vígir. Vígsluþegar eru Hilda María Sigurðardóttir, sem vígist til prestsþjónustu í Stykkishólmsprestakalli Vesturlandsprófastsdæmi og Guðrún Gyðu Sigurðardóttir sem vígist til djáknaþjónustu í Digranes- og Hjallaprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Vígsluvottar eru Arna Ýrr Sigurðardóttir, María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir, Gunnar Eiríkur Hauksson, Ívar Valbergsson, Alfreð Örn Finnsson, Bryndís Malla Elídóttir og Sveinn Valgeirsson.
Laufey Böðvarsdóttir, 11/12 2025
Laufey Böðvarsdóttir, 10/12 2025
Messa kl.11.00 séra Elínborg Sturludóttir, Matthías Harðarson og Dómkórinn. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra sérstaklega boðin velkomin. Veitingar í safnaðarheimilinu.
Norsk messa kl. 14.oo
Séra Þorvaldur Víðisson, Kári Þormar organisti og Dómkórinn. Hákon Örn Steen Bjarnason leikur á flygilinn
Laufey Böðvarsdóttir, 4/12 2025
Íhugun og slökun við tónlist
Laufey Böðvarsdóttir, 2/12 2025
Messa klukkan 11.00 séra Elínborg Sturludóttir prédikar og þjónar fyrir altari.
Dómkórinn í Reykjavík syngur undir stjórn Matthías Harðarsonar dómorganista sem leikur á orgelið.
Veitingar í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
Norsk messa klukkan 14.00. þar sem séra Þorvaldur Víðisson prédikar. Verið hjartanlega velkomin!
Laufey Böðvarsdóttir, 2/12 2025
Nú er bara að skrá sig!
Það er einfalt að skrá sig á netinu:
Ert þú og þínir nánustu skráðir í Þjóðkirkjuna?
Kannski telur þú að svo sé – en raunin gæti verið önnur.
Fyrir því geta legið ýmsar ástæður s.s. tímabundin dvöl erlendis vegna náms eða starfa sem veldur sjálfkrafa óumbeðinni afskráningu.
Sóknargjöld eru hluti tekjuskatts sem einstaklingar greiða. Sé viðkomandi ekki skráður í trú- eða lífsskoðunarfélag rennur upphæðin óskipt í ríkissjóð (á árum áður runnu þau til Háskóla Íslands en því var breytt árið 2009).
Laufey Böðvarsdóttir, 30/11 2025
Af óviðráðanlegum aðstæðum forfallast Þorbjörg Sígríður Gunnlaugsdóttir ráðherra, sem ætlaði að vera ræðumaður á aðventukvöldinu okkar. Séra Kristján Björnsson vígslubiskup mun flytja hugleiðingu á aðventukvöldinu.
Laufey Böðvarsdóttir, 29/11 2025
Á fyrsta sunnudegi í aðventu verður messa klukkan 11.00. Séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn leiðir safnaðarsönginn.
Klukkan 14. 00 er sænsk messa. Séra Skúli Sigurður Ólafsson, Kári Þormar organisti. Maria Cederborg mun leiða kórsöng.
Aðventukvöld klukkan 17.00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra flytur hugleiðingu. Börn úr Landakotsskóla syngja nokkur lög undir stjórn Dagnýjar Arnalds. Séra Elínborg Sturludóttir, séra Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn. Kirkjunefndarkonur Dómkirkjunnar bjóða í heitt súkkulaði, kaffi og smákökur í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið hjartanlega velkomin og takið með ykkur gesti.
Laufey Böðvarsdóttir, 26/11 2025