Dómkirkjan

 

Hvað getum við lært af Rannveigu Löve? Þriðjudaginn 7. október fáum við góðan gest í Opna húsið. Elín Elísabet Jóhannsdóttir Löve, fræðslustjóri á Biskupsstofu. Hún er með MA. í jákvæðri sálfræði og er fjölskyldufræðingur og kennari. Fyrirlesturinn “Hvað getum við lært af Rannveigu Löve”? er byggður á lítilli rannsókn í anda jákvæðrar sálfræði og fjölskyldufræða, þar sem skoðað er hvað Rannveig gerði sér til hagsbóta, til að bæta lífsgæði sín og hamingju í kjölfar makamissis. Þar er m.a. fjallað um einmanaleika og lífsþorsta. Byrjum í kirkjunni kl. 12.00 með bæna-og kyrrðarstund, síðan förum við í safnaðarheimilið og fáum hressingu og hlýðum á forvitnilegan fyrirlestur Elínar Elísabetar. Við þökkum sr. Báru Friðriksdóttur kærlega fyrir fræðsluna sl. þriðjudag. Hlökkum til að sjá ykkur öll.

Laufey Böðvarsdóttir, 2/10 2025

Velkomin í dag í kyrrðarstund og opið hús í safnaðarheimilinu. Séra Bára Friðriksdóttir verður með fróðlegt erindi um að eldast vel. Bach tónleikar í kvöld klukkan 20.00-20.30 Laudes – morgunsöngur – hefst á morgun 1. okt kl 9:15 og verður á þriðjudögum miðvikudögum og fimnmtudögum í vetur. Vepser verður sunginn á fimmtudögum kl 17:00. Allir söngvinir hjartanlega velkomnir, hvort heldur til að taka þátt í söngnum og bænagjörðinni eða sitja og hlusta. Á miðvikudögum í vetur verður farið í örgöngu frá Dómkirkjunni kl. 18. Eftir stutta helgistund verður gengið um vesturbæ, miðbæ eða Þingholti og síðan enda við kirkjuna um kl. 19. Verið öll hjartanlega velkomin! Pat et Bonum Á sunnudaginn er messa kl. 11.00. Séra Elínborg Sturludóttir, Matthías Harðarson, dómorganisti og Dómkórinn. Velkomin í safnaðarstarfið!

Laufey Böðvarsdóttir, 30/9 2025

„Að eldast vel“ Séra Bára Friðriksdóttir framkvæmdastjóri Eldriborgararáðs verður með fróðlegt erindi á morgun í Opna húsinu í safnaðarheimilinu. Byrjum kl. 12.00 með bæna-og kyrrðarstund í Dómkirkjunni. Fáum síðan létta hádegisverð, kaffi og hlýðum á erindið hennar Báru í Safnaðarheimilinu. Verið hjartanlega velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 29/9 2025

Sunnudaginn 28. september messa klukkan 11, sr. Sveinn, Matthías dómorganisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/9 2025

Sunnudaginn 21. september messa klukkan 11, sr. Sveinn, Matthías dómorganisti og Dómkórinn.

Laufey Böðvarsdóttir, 19/9 2025

Bach tónleikar Ólafs Elíassonar í kvöld 16. septmber kl. 20.00-20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 16/9 2025

Haustferðin okkar verður þriðjudaginn 16. september til þeirra góðu hjóna Birnu Berndsen og Páls Bendiktssonar í Auðkúlu. Leggjum af stað frá Perlunni kl. 10.00. Athugið þriðjudags bæna-og kyrrðarstundin í hádeginu fellur niður í kirkjunni þann dag. Skráning og nánari upplýsingar hjá Laufeyju laufey@domkirkjan.is

Hægt er að skrá sig í ferðina fram á sunnudag.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2025

Messa kl. 11.00 sunnudaginn 14. september sr. Sveinn Valgeirsson, Matthías Harðarson dómorganisti og Dómkórinn. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/9 2025

Bænastundin verður í safnaðarheimilinu í dag, þriðjudag. Bach tónleikar í kirkjunni kl. 20.00-20-30 í kvöld.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/9 2025

Fermingarstarfið í Dómkirkjunni í vetur. Fermingarbörn næsta vors og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin til guðþjónustu 7. september kl. 11.00. Í framhaldinu verður kynningarfundur um fermingarstarf vetrarins. Prestar Dómkirkjunnar eru í samstarfi við Hallgrímssöfnuð um fermingarstarf og er fyrirhugað að börnin fari í fermingarferðalag í Skálholtsbúðir helgina 3-5. október n.k. Hlökkum til samstarfsins í vetur! Sveinn Valgeirsson Elínborg Sturludóttir

Fermingarmynd

Laufey Böðvarsdóttir, 27/8 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Fimmtudagur

Tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 yfir vetrarmánuðina.
21.00 AA fundur

Dagskrá ...