Dómkirkjan

 

Tíðasöngur með séra Sveini þriðjudag kl. 9.15. Bæna- og kyrrðarstundirnar í hádeginu alla þriðjudaga í Dómkirkjunni eru dýrmætar. Þar er gott að koma og gefa sér stund frá amstri hverdagsins Eftir stundina er hádegisverður og opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Öll þriðjudags kvöld eru Bach tónleikar kl. 20.00-20.30.

Laufey Böðvarsdóttir, 1/4 2025

480360512_1154803829760125_746709085607497385_n

Laufey Böðvarsdóttir, 30/3 2025

Laugardaginn 5. apríl kl.17.00. Dómkórinn í Reykjavík og jazzkvartett Sigurðar Flosasonar flytja sálma eftir Sigurð við texta eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og fleiri. Flutt verður sálmasvíta þar sem jazzkvartett kallast á við söng kórsins. Einnig verða nýir sálmar frumfluttir. Stjórnandi kórsins er Lenka Mátéová. Kvartettinn skipa þeir Eyþór Gunnarsson, píanó, Birgir Steinn Theódórsson, kontrabassi, Einar Scheving, trommur auk Sigurðar Flosasonar á saxófón. Tónleikagestir eiga von á skemmtilegum tónleikum með kórsöng í bland við jazz og spuna.

https://tix.is/event/19199/af-jordu-domkorinn-og-jazzkvartett-sigurdar-flosasonar?fbclid=IwY2xjawJThItleHRuA2FlbQIxMAABHQFWDTV-VLTCDITwWBuMyFI_icO_F2oeHwxOgoqUaQv01Xye556k7x4n6g_aem_-QPAVHKdBcqCRCtfJ44gQg

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2025

Sunnudaginn 30. mars er messa klukkan 11.00, séra Sveinn Valgeirsson, Guðmundur Sigurðsson og Dómkórinn. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2025

Aðalsafnaðarfundur Dómkirkjusafnaðarins verður haldinn sunnudaginn 6. apríl 2025 kl.12.15 í Safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf: Önnur mál. Sóknarnefnd Dómkirkjunnar í Reykjavík.

Laufey Böðvarsdóttir, 28/3 2025

Biblíulestur sem séra Sveini fimmtudag kl. 17.30-18.30 í safnaðarheimilinu, en gott er að byrja með tíðasöng kl. 17.00 í kirkjunni.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/3 2025

Tíðasöngur í dag, miðvikudag kl. 9.15 með séra Sveini, örganga með séra Elínborgu kl. 18.00. Á morgun, fimmtudag er tíðasöngur kl. 9. 15 og kl. 17.00 og Biblíulestur með séra Sveini kl. 17.30-18.30 í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/3 2025

Á morgun, þriðjudag er tíðasöngur með séra Sveini kl. 9.15. Klukkan 12.00 er bæna-og kyrrðarstund og í framhaldi af henni léttur hádegisverður og Opið hús í safnaðarheimilinu. Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.-20.30 öll þriðjudagskvöld. Velkomin í safnaðrstarfið!

Laufey Böðvarsdóttir, 24/3 2025

Mikið var gaman að fá þessa góðu listamenn til okkar sl. þriðjudag. Þær Ólöf Sesselja, Júliana, Rósa Hrund og Sesselja skipa Vivaldi strengjakvartettinn og þær léku alveg dásamleg verk sem hrifu alla. Séra Sveinn lék með þeim á kontrabassann í lokin. Hjartans þakkir❤️

486110708_1092840696219410_2213445583027204965_n

Laufey Böðvarsdóttir, 22/3 2025

Biblíulestur með séra Sveini kl. 17.30-18.30 í dag, fimmtudag í safnaðarheimilinu Lækjargötu 14a. Við rifum upp biblíusögurnar úr Fyrstu Mósebók og veltum fyrir okkur persónum og leikendum; samhengi og sögu. Biblíulesturinn er öllum opinn. Gott að syngja tíðasöng í kirkjunni klukkan 17.00. Hlökkum til að sjá ykkur!

Laufey Böðvarsdóttir, 20/3 2025

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Miðvikudagur

Tíðasöngur klukkan 9.15 .
Örpílagrímagöngur frá Dómkirkjunni kl. 18.00 yfir vetrarmánuðina

Dagskrá ...