Dómkirkjan

 

Safnaðarstarf

Fermingarstarf

Fermingarveturinn er tími fjölskyldunnar. Á fermingarvetri er tækifæri til að sameinast um hið heilaga, læra, biðja og eiga samfélag í kirkjunni og upplifa hátíðir hennar á sérstakan máta. Foreldrar og fjölskylda eru hvött til þátttöku í helgihaldi kirkjunnar á fermingarvetri barnsins. Með því að koma með foreldrum eða forráðamönnum sínum til helgihaldsins læra fermingarbörnin betur að njóta þátttöku í starfi kirkjunnar.

Að hausti hefst fermingarfræðslan með nokkurra daga námskeiði.

Fræðslukveri, verkefni og spurningar.  Ýmsar aðrar heimildir eru einnig notaðar í fræðslunni. Auk fræðslunnar er lagt upp með að börnin taki þátt í tíu messum hið minnsta. Gjarnan fáum við góðar heimsóknir í fræðsluna, td frá presti innflytjenda, frá Hjálparstarfi kirkjunnar og fleirum.

 

Æskulýðsstarf

Æskulýðsstarf Dómkirkjunnar hefur verið blómlegt um árabil. Dómkirkjan vill styðja við trúaruppeldi foreldra í sókninni með barna- og unglingastarfi fyrir alla aldurshópa.

Sunnudagaskóli er hvern sunnudag á kirkjuloftinu kl. 11 á meðan á messu stendur. Sunnudagaskólinn er opin öllum og geta foreldrar notið messunnar á meðan börnin taka þátt í sunnudagaskólanum.

Æskulýðsleiðtogar Dómkirkjunnar eru Ólafur Jón guðfræðingur og Sigurður Jón háskólanemi. Þeir sjá um sunnudagaskólann, einnig eru þeir með starf fyrir fermingarbörnin og aðra unglinga eitt kvöld í viku frá 19:30 -21.00 í safnaðarheimlinu. Þeir eru í leyfi haustið 2016, Berglind, Sigurður og Helga leysa þá af.

Sunnudagaskólinn á kirkjuloftinu

Sunnudagaskóli Dómkirkjunnar er alla sunnudaga kl. 11 á kirkjulofti Dómkirkjunnar á meðan á messu stendur. Foreldrar geta því notið helgihaldsins á meðan börnin taka þátt í skemmtilegu starfi í sunnudagaskólanum. Á vefsíðunni www.barnatru.is eru ýmsar upplýsingar tengdar sunnudagaskólanum.
Starf fyrir þá sem eldri eru

Alla fimmtudaga frá 13:30-15:30 frá hausti fram á vor er opið hús í Safnaðarheimilinu. Margt er til gamans gert, fróðleiks og skemmtunar. Við förum í dagsferðir bæði vor og haust. Við hvetjum eldri borgara og aðra til að líta við. Engin þörf er á að láta skrá sig sérstaklega, bara kíkja inn og við tökum vel á móti þér. Alltaf eitthvað gott með kaffinu.

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS