Dómkirkjan

 

Tónlistarstarf

Tónlistarstarf Dómkirkjunnar hefur verið samofið tónlistarsögu þjóðarinnar allt frá því að fyrsti menntaði íslenski organistinn, Pétur Guðjohnsen, hóf störf við kirkjuna árið 1840 en fáir hafa líklega haft meiri áhrif á sönglistina hérlendis en hann.

 

Í dag leiðir dómorganistinn Guðmundur Sigurðsson tónlistarstarf við kirkjuna. Við Dómkirkjuna starfa tveir kórar, Dómkórinn og Kammerkór Dómkirkjunnar.

Dómkórinn annast messusöng í Dómkirkjunni. Í kórnum syngja um sextíu manns og hefur hann gefið út nokkra hljómdiska sem og haldið fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Öll helstu tónskáld Íslands, auk nokkurra erlendra, hafa samið tónverk fyrir kórinn. Auk þess hefur kórinn tekist á við ýmis stórvirki tónbókmenntanna en þar má nefna Þýska sálumessu Jóhannesar Brahms, Jólaóratoríu og Jóhannesarpassíu Jóhanns Sebastians Bach og Requiem Wolfgangs Amadeusar Mozart.

Félagar í Dómkórnum skipa Kammerkór Dómkirkjunnar. Helsta hlutverk kórsins er söngur við útfarir frá kirkjunni. Einnig syngur kórinn við opinberar athafnir sem og ýmis hátíðleg tækifæri í tengslum við safnaðarstarfið.

 

Kirkjustræti, 101 Reykjavík.. Sími 5209700 , fax 5209701 · Kerfi RSS