Dómkirkjan

 

Laufey Böðvarsdóttir, 15/5 2020

17. maí guðþjónusta kl. 11.00. Sr. Elínborg Sturludóttir þjónar Pétur Nói leikur for-og eftirspil á orgelið og Dómkórinn syngur undir stjórn dómorganistans Kára Þormar. 17. maí klukkan 20.00 er æðruleysismessa þar sem sr. Sveinn Valgeirsson, sr. Díana Ósk Óskarsdóttir og sr. Fritz Már Jörgensson þjóna. Söngkonan Silja Rós Ragnarsdóttir syngur frumsamið lag við undirleik gítarleikarans Kristins Þórs Óskarssonar. Kristján Hrannar Pálsson leikur á flygilinn og leiðir sálmasönginn. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 12/5 2020

Bæna- og kyrrðarstund á morgun, þriðjudag kl. 12.10. Alltaf gott að koma í hádeginu og njóta kyrrðar í fögrum helgidómnum.

Laufey Böðvarsdóttir, 11/5 2020

Laufey Böðvarsdóttir, 10/5 2020

Kæru vinir! Eftir því sem létt verður á takmörkunum á samkomum þá mun helgihald aukast í Dómkirkjunni. Á morgun 5. maí verður fyrsta hádegisbænastundin kl. 12:10, en það verður ekki hádegismatur í safnaðarheimilinu eins og venjan er vegna tveggja metra reglunnar. Hlökkum til að sjá ykkur á morgun.

Laufey Böðvarsdóttir, 4/5 2020

Nú fer vonandi að sjá fyrir endann á glímunni við veiruna. Eftir því sem létt verður á takmörkunum á samkomum þá mun helgihald aukast í Dómkirkjunni. 5. maí verður fyrsta hádegisbænastundin kl. 12:10 og 17. maí verður fyrsta guðsþjónustan eftir samkomubann, kl. 11:00. Sr. Elínborg Sturludóttir þjónar og Dómkórin syngur undir stjórn domorganistans Kára Þormar. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir en vitaskuld virðum við regluna um 50 manna hámarksfjölda og tveggja metra regluna. Við minnum líka á helgistundir og sálmasöng á Facebook og heimasíðu Dómkirkjunnar.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/4 2020

Laufey Böðvarsdóttir, 25/4 2020

Gleðileg sumar kæru vinir!

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2020

Laufey Böðvarsdóttir, 23/4 2020

Laufey Böðvarsdóttir, 21/4 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Sunnudagur

- 11.00 Messa

-

Dagskrá ...