Dómkirkjan

 

Fegurð Guðs lýsi veginn þinn. Kristur gangi með þér og beri kvíða þinn. Andinn blási eftir þér og fótspor þín verði létt, og hin unga María syngi þér söngva trúarinnar. (Bænabókin)

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Ljós trúarinnar lýsi þeim sem kvíða. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Guð sé oss náðugur og blessi oss, hann láti ásjónu sína lýsa meðal vor svo að þekkja megi veg þinn á jörðinni og hjálpræði þitt meðal allra þjóða. (Sálm.67.2-3)

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs. Drottinn er með þér. Blessuð sért þú meðal kvenna, og blessaður ávöxtur lífs þíns, Jesús. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Englar Drottins vaki yfir öllum þeim sem hjúkra, lækna, líkna og hugga. Amen.

Laufey Böðvarsdóttir, 3/4 2020

Kæru vinir! Vegna kórana veirunnar þá fellur allt almennt safnaðarstarf niður næstu vikunnar, en Dómkirkjan verður opin virka daga frá 10-15 og á messutíma á sunnudögum. Verið velkomin í kirkjuna, gott að eiga þar sína bæna-og kyrrðarstund í helgidómnum. Prestarnir verða á vaktinni, fínt að senda tölvupóst á þá eða hringja. Biðjum góðan Guð að vernda ykkur og styrkja!

Laufey Böðvarsdóttir, 2/4 2020

Fallegur vetrardagur og líf og fjör við Tjörnina. Á morgun, þriðjudag er gott að koma í hádeginu og njóta kyrrðar, bæna og sálmasöngs í Dómkirkjunni. Létt máltíð og gott samfélag í safnaðarheimilinu að henni lokinni. Bach tónleikar þriðjudagskvöld kl. 20.30-21.00. Miðvikudaginn 19. febrúar er örpílagrímaganga með séra Elínborgu. Byrjar með stuttri helgistund kl. 18.00 í Dómkirkjunni. 20. febrúar er Opna húsið kl. 13.00-14.30. Gestur okkkar að þessu sinni er Þorvaldur Víðisson biskupsritari. Gómsætar veitningar og góður félagsskapur. Klukkan 16.45-17.00 er tíðasöngur og kl. 18.00 eru orgeltónelikar Kára Þormar. Föstudaginn 21. febrúar klukkan 17.00 er sálmastundin með Guðbjörgu og Kára. Kvenfélagamessa á konudaginn í Dómkirkjunni. Á konudaginn sunnudaginn 23. febrúar verður messa klukkan 11.00 þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónar. Í þessarri messu fáum við góða gesti frá Kvenfélagasambandi Íslands (KÍ), sem fagnar 90 ára afmæli í ár. Kvenfélagasamband Íslands var stofnað 1. febrúar 1930 og er samstarfsvettvangur og málsvari kvenfélaganna í landinu. KÍ er fjölmennasta kvennahreyfingin á Íslandi sem starfar á landsvísu, með 17 héraðssambönd, 154 kvenfélög sem telja um 5000 félaga. KÍ konur lesa lestra og leiða bænir, Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar, dómorganoista. Afmælismessukaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (Gamla Iðnskólahúsinu) á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða gegnum skrúðhús kirkjunnar og lyfta er í safnaðarheimilinu. Fyrsta prjónakvöldið á þessu ári verður 24. febrúar í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a. Gestur okkar að þessu sinni verður Guðrún Austmar Sigurgeirsdóttir. Létt máltíð, og eitthvað sætt með kaffinu á vægu verði. Hlökkum til að sjá ykkur og takið með ykkur gesti.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2020

Fyrsta prjónakvöld ársins verður eftir viku, mánudaginn 24. febrúar klukkan 19.00.

Laufey Böðvarsdóttir, 17/2 2020

Sálmastundinn fellur niður í dag vegna veðurs

Laufey Böðvarsdóttir, 14/2 2020

Í dag fimmtudaginn 13. febrúar Kl. 13.00-14.30 Opið hús í safnaðarheimilinu , veislukaffi og tónlistarþríeykið, Hólmfríður messósópran, Victoría sellóleikari og Julian píanóleikari. Kl. 16.45-17.00 Tíðasöngur Kl. 18.30-19.00 Tónleikar Kammerskórs Dómkirkjunnar undir stjórn Kára Þormar.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/2 2020

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...