Á sunnudaginn er fyrsti í aðventu og þá er messa kl. 11 þar sem Karl Sigurbjörnsson, biskup prédikar og þjónar ásamt sr. Ólafi Jóni Magnússyni. Kveikt verður á fyrsta kertinu á aðventukransinum, en það nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Sunnudagaskólinn í umsjón Sigurðar Jóns Sveinssonar. Dómkórinn og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri. Aðventukvöldið er kl. 20 og þar mun Eliza Reid, forsetafrú halda ræðu. Verið hjartanlega velkomin.
Laufey Böðvarsdóttir, 23/11 2016