Dómkirkjan

 

Sönghópurinn Fjárlaganefndin verður með tónleika í Dómkirkjunni í kvöld, föstudag kl. 20.00. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 22/7 2016

Messa kl.11 sunnudaginn 24. júlí séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Lára Bryndís Eggertsdóttir er organisti og Dómkórinn syngur. Minni á bílastæðin gengt Þórshamri. Verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/7 2016

Messa kl. 11 sunnudaginn 17. júlí séra Hjálmar jónsson prédikar og þjónar, verið hjartanlega velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 13/7 2016

Séra Sveinn Valgeirsson sóknarpresturinn okkar er fimmtugur í dag 10. júlí. Sveinn heldur uppá daginnn með því að syngja messu í Dómkirkjunni í dag kl. 11. Séra Sveini og fjölskyldu hans óskum við allra heilla og hlökkum til að fagna með honum.

Laufey Böðvarsdóttir, 10/7 2016

Kveðja frá síunga sóknarprestinum okkar honum séra Sveini Kæru vinir. Á sunnudaginn kemur, 10. júli, verð ég fimmtugur (og Biblíufélagið 201 en það er önnur saga). Ég ætla að halda uppá daginn með því að syngja messu í Dómkirkjunni kl. 11:00 og að henni lokinni verður kaffi og kleinur í Safnaðarheimilinu. Allir velkomnir; Gjafir óþarfar en bendi á Líknarsjóð Dómkirkjunnar eða Hjálparstarf kirkjunnar ef þú ætlar að koma og hefur óstjórnlega þörf til að eyða fé af þessu tilefni.

Laufey Böðvarsdóttir, 6/7 2016

Gulli Björnsson er klassískur gítarleikari og tónskáld í meistaranámi við Yale School of Music í Bandaríkjunum. Hann verður með tónleika í Dómkirkjunni á morgun, miðvikudag í hádeginu Lögin eru eftir P. Glass, Van Stiefel og hann sjálfan. Verið velkomin, frítt inn.

Laufey Böðvarsdóttir, 5/7 2016

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar við messa á sunnudaginn kl. 11. Fermd verður Carmen Inga Tryggvadóttir.

Laufey Böðvarsdóttir, 30/6 2016

Séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari við messu kl. 11 sunnudaginn 3. júlí, sem er sjötti sunnudagur eftir Þrenningarhátíð. Félagar úr Dómkórnum leiða sönginn og organisti er Kári Þormar. Á morgun, þriðjudag er kyrrðarstund í hádeginu og matur og samvera í safnaðarheimilinu eftir hana. Um kvöldið er Ólafur Elíasson með sína vikulegu þriðjudags Bach tónleika í kirkjunni kl. 20.30-21.00. Verið velkomin.

Laufey Böðvarsdóttir, 27/6 2016

Séra Jakob Ágúst Hjálmarsson prédikar og þjónar fyrir altari sunnudaginn 26. júní kl. 11. Dómkórinn syngur og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin gengt Þórshamri.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/6 2016

Vindhemskórinn frá Uppsölum, Svíþjóð heldur tónleika í Dómkirkjunni í Reykjavík 24. júní kl 15:00-15:45 – Allir velkomnir – Aðgangur ókeypis

Tónleikar kórsins spanna yfir bæði veraldlega og kirkjulega tónlist frá Norður-löndunum og Evrópu allt frá fimmtándu öld til okkar daga. Kórinn mun einnig syngja Afró-ameríska tónlist eftir Duke Ellington, Oskar Peterson og fleiri.

Stutt kynning
Heimkynni kórsins er Vindhemskirkjan í Uppsölum. Kórinn var stofnaður 1962, en Peter Melin hefur stjórnað honum frá 1996. Með frá Uppsölum eru einnig Anders Bromander, sem píanisti og Karin Parkman, sem þverflautuspilari, en bæði eru þau velkunnug kórnum sem undirleikarar og Anders einnig sem tónskáld.
Heima fyrir syngur kórinn reglulega við messur, en tekur einnig þátt í flutningi stærri verka fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Efnisskráin inniheldur kirkjutónlist, stærri kórverk, norræna kórlyrik, en einnig gospel og djass. Nýlega hefur kórinn flutt Orff: Carmina Burana, G. F. Händel: Messiah, J. S. Bach: The Passion of St John, Y. Pontvik: Mångfaldsmässa (messa með innblástur af suðuramerískum töktum) og Duke Ellington: Sacred Concert (í samvinnu við Uppsala University Jazz Orchestra).

Peter Melin, kórstjóri
Fyrir utan Vindhemskórinn stjórnar Peter tveimur öðrum kórum “Vokalensemblen Uppslaget” og “Enköpings Kammarkör”. Vindhemskórinn og þessir kórar hafa stundum fært upp stærri verk í samvinnu.

Karin Parkman, þverflauta
Sóloflautuleikari, tónmenntakennari og kórstjóri.

Anders Bromander, píanó
Organisti, píanóleikari og tónskáld.

Laufey Böðvarsdóttir, 23/6 2016

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...