Dómkirkjan

 

Næstkomandi sunnudag mun séra Hjálmar Jónsson prédikar og þjóna við messu kl. 11.00

Laufey Böðvarsdóttir, 3/7 2018

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag kl.12.10 og í kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar.

IMG_4315

Laufey Böðvarsdóttir, 3/7 2018

Séra Eva Björk Valdimarsdóttir prédikar við messu sunnudaginn 1. júlí klukkan 11. Félagar úr Dómkórnum syngja og organisti er Kári Þormar. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

Laufey Böðvarsdóttir, 26/6 2018

Bæna-og kyrrðarstund í hádeginu í dag, þriðjudag gott að gefa sér tíma og njóta í helgidómnum. í kvöld eru Bach tónleikar Ólafs Elíassonar kl. 20.30. Verið velkomin!

Laufey Böðvarsdóttir, 26/6 2018

Séra Hjálmar Jónsson prédikar sunnudaginn 24. júní kl. 11.00

Laufey Böðvarsdóttir, 20/6 2018

GÓÐIR HÁLSAR Mókrókar bregða enn og aftur á leik í sumartónleikaröð sinni í miðbæ Reykjavíkur. HVAR? – Dómkirkjunni í Reykjavík, Kirkjustræti HVENÆR? – fim. 21. júní, kl 17:00 …og aðgangur er ókeypis! Á boðstólum verður splúnkunýr frumsaminn djass í huggulegri kantinum sem hljómsveitarmeðlimir hafa unnið að hörðum höndum undanfarnar tvær vikur. Þetta verða í raun ekki tónleikar heldur ferðalag. Lifandi spuni mun leiða hlustendur um hugarheim þessara ungu tónskálda. Áætlaður ferðatími er ein klukkustund og það eru engir neyðarútgangar. Mókrókar eru: Benjamín Gísli Einarsson – flygill & hljóðgervlar Tumi Torfason – trompet, rafbassi, hljóðgervill & konga-trommur Þorkell Ragnar Grétarsson – rafgítar Þórir Hólm Jónsson – trommur & gjallir Mókrókar starfa sem listhópur hjá Hinu húsinu í sumar og munu gæða götur Reykjavíkurborgar lífi með fjölbreyttum tónlistarflutningi. Auk þess spila þeir frumsamið efni á fernum stærri tónleikum í sumar.

Laufey Böðvarsdóttir, 20/6 2018

Minnum á Bach tónleikana öll þriðjudagskvöld kl. 20.30-21.00.

IMG_4315

Laufey Böðvarsdóttir, 17/6 2018

Á morgun, sunnudag 10. júní er messa kl.11.00. Séra Ólafur Jón Magnússon prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Björg Þórhallsdóttir leiðir sönginn. Hjartanlega velkomin.

IMG_1649

Laufey Böðvarsdóttir, 10/6 2018

Séra Ólafur Jón Magnússon prédikar og þjónar í Dómkirkjunni við messu kl.11.00 sunnudaginn 10. júní.

Laufey Böðvarsdóttir, 9/6 2018

Hér er mynd frá sjómannadagsmessunni í gær, sem Jón Páll Ásgeirson tók. Halldór B. Nellett skipherra á Þór og Ásgrímur L. Ásgrímsson framkvæmdastjóri Aðgerðasviðs lásu ritningarlestrana og sitjandi er Ásgeir R. Guðjónsson sprengjusérfræðingur LHG. Séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar við altarið.

IMG_2329

Laufey Böðvarsdóttir, 4/6 2018

Kirkjan er opin alla virka daga frá 10-14

Viðtalstímar presta eru í safnaðarheimilnu
Lækjargötu 14a,
þri-fös 11-12 og eftir samkomulagi.
Sími: 520-9700.

Skráning í fermingarfræðslu

Þriðjudagur

- 12:00 Hádegisbæn
Bach tónleikar 20.00-20.30

Dagskrá ...